Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Hayden Christiansen heldur uppi þessari þokkalegu mynd en hann leikur hér mann sem er vakandi í skurðaðgerð en samt lamaður um leið. Læknarnir(Terrence Howard, Fisher Stevens o.fl) hafa hins vegar annað á prjónunum en einfaldlega skipta um hjarta eins og upprunalega planið var. Awake er vægast sagt mjög lengi að byrja sem háir henni soldið. Atburðarrásin tekur sér sinn tíma að komast í gang en eftir hlé fannst mér eins og ég væri að horfa á einhverja allt aðra mynd. Ég veit hins vegar ekki hvernig ég á að gagnrýna þá staðreynd. Jessica Alba leikur nýbakaða eiginkonu Hayden's og kemur hún bara skemmtilega á óvart, er hér í öðruvísi hlutverki en hún er vön. Awake er ágætis bíó bara, ekkert spes fyrir hlé en einkar smellin eftir hlé.
Ekki nógu öflug
Ég gjörsamlega fyrirlít Hayden Christensen sem leikara og hann er við sama heygarðshornið í þessari mynd, en hann náði að toppa sín ömurlegheit síðan úr Jumper, og þá er mikið sagt. Ég hreinlega skil ekki hvað fólk sér við hann, í alvöru talað! OK hann var fínn í Life as a House en ,,his crappy acting is ruining saga" viðhorf í Star Wars (setningin er úr Clerks II) sýnir það að hann er hræðilegur leikari.
Myndin byrjar vel og nær að halda dampi alveg þangað til ástæðan fyrir því að myndin er kölluð "Awake" kemur fyrir. Það er eins og að "eftir hlé" að hún fari á á eitthvað rosalegt sýrutripp sem er alls ekki að gera sig. Ég verð samt að segja að fram að því þá virkilega fílaði ég hana, ég vildi vita hvað gerðist næst þó svo að leikararnir hafi farið svolítið í taugarnar á mér og ég hafi því engan veginn náð að tengja mig við það sem var að gerast, en það er kannski af því að mér finnst þessi hugmynd mjög góð, þ.e. að vera vakandi þegar maður er í aðgerð, og hef ég alltaf velt því fyrir mér hvenær það ætti að gera mynd um þetta. Ég vonaði bara að hún yrði ekki svona léleg.
Jessica Alba hefði betur haldið sig heima í staðinn fyrir að leika í þessari mynd og Fisher Stevens hefði einnig átt að halda sig í þættinum sem voru á stöð 2 þar sem aðalsögupersónan fær morgunblað morgundagsins á morgnana. Ég sá þessa mynd fyrir rúmri viku síðan og ég á bágt með að muna hvað gerðist í henni. Í heildina litið þá er þetta dauf frammistaða leikara og...hálfdautt performans yfir allt saman, þetta er í besta falli spólumynd. 1 stjarna - 2.5/10
Ég gjörsamlega fyrirlít Hayden Christensen sem leikara og hann er við sama heygarðshornið í þessari mynd, en hann náði að toppa sín ömurlegheit síðan úr Jumper, og þá er mikið sagt. Ég hreinlega skil ekki hvað fólk sér við hann, í alvöru talað! OK hann var fínn í Life as a House en ,,his crappy acting is ruining saga" viðhorf í Star Wars (setningin er úr Clerks II) sýnir það að hann er hræðilegur leikari.
Myndin byrjar vel og nær að halda dampi alveg þangað til ástæðan fyrir því að myndin er kölluð "Awake" kemur fyrir. Það er eins og að "eftir hlé" að hún fari á á eitthvað rosalegt sýrutripp sem er alls ekki að gera sig. Ég verð samt að segja að fram að því þá virkilega fílaði ég hana, ég vildi vita hvað gerðist næst þó svo að leikararnir hafi farið svolítið í taugarnar á mér og ég hafi því engan veginn náð að tengja mig við það sem var að gerast, en það er kannski af því að mér finnst þessi hugmynd mjög góð, þ.e. að vera vakandi þegar maður er í aðgerð, og hef ég alltaf velt því fyrir mér hvenær það ætti að gera mynd um þetta. Ég vonaði bara að hún yrði ekki svona léleg.
Jessica Alba hefði betur haldið sig heima í staðinn fyrir að leika í þessari mynd og Fisher Stevens hefði einnig átt að halda sig í þættinum sem voru á stöð 2 þar sem aðalsögupersónan fær morgunblað morgundagsins á morgnana. Ég sá þessa mynd fyrir rúmri viku síðan og ég á bágt með að muna hvað gerðist í henni. Í heildina litið þá er þetta dauf frammistaða leikara og...hálfdautt performans yfir allt saman, þetta er í besta falli spólumynd. 1 stjarna - 2.5/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
MGM
Kostaði
$86.000.000
Tekjur
$14.373.825
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
18. apríl 2008