Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mér fannst fyrsta myndin (H&K Go to White Castle) mjög skemmtileg. Þessi er bókstaflega beint framhald af henni, heldur áfram sama kvöld og hin endar. Myndin gerir mikið grín að fordómum í ýmsum formum og það heppnast oft, en ekki alltaf. Harold og Kumar eru á leið til Amsterdam þegar þeir lenda í vandræðum í flugvélinni. Félagarnir lenda í allskonar furðulegum kringumstæðum eins og í “bottomless” partíi (ekki topless) og svo auðvitað Guantanamo Bay. Flóttinn þaðan er fáranlega auðveldur en þetta er nú einu sinni grínmynd svo það truflaði mig ekki. Félagarnir finna alltaf tíma og ástæðu til að fá sér jónu enda freðhausar dauðans. Neil Patrick Harris mætir aftur sem hann sjálfur á öllum mögulegum lyfjum, mjög fyndinn. Þessar myndir eru mjög svo í takt við gömlu Cheech and Chong myndirnar, t.d. Still Smokin þegar þeir fóru til Amsterdam. Í heildina litið er þetta mjög vel heppnuð grínmynd, mér fannst fyrsta myndin samt aðeins betri enda eru margir brandaranna endurunnir úr þeirri mynd. Fín mynd.
Um myndina
Leikstjórn
Jon Hurwitz, Hayden Schlossberg
Handrit
Jon Hurwitz, Hayden Schlossberg
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
14. maí 2008