Náðu í appið
American Reunion

American Reunion (2012)

American Pie: Reunion

"Save the best piece for last "

1 klst 53 mín2012

Það er liðinn rúmur áratugur síðan við kynntumst fyrst þeim Jim, Kevin, Oz, Steve og Finch sem þá voru uppteknir af því að missa sveindóminn.

Rotten Tomatoes45%
Metacritic49
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Það er liðinn rúmur áratugur síðan við kynntumst fyrst þeim Jim, Kevin, Oz, Steve og Finch sem þá voru uppteknir af því að missa sveindóminn. Nú snúa þeir aftur á æskuslóðirnar á endurfundi með öllum gamla hópnum. Það hlýtur auðvitað margt að hafa breyst síðan árið 1999 þegar hormónarnir voru aðaldrifkraftur piltanna og stjórnuðu flestum þeirra gerðum. Í fyrsta lagi eru þeir orðnir fullorðnir og í öðru lagi eru þeir kannski orðnir örlítið veraldarvanari þótt það sé ávallt stutt í grínið og gauraganginn. En það eru auðvitað ekki bara þeir sem snúa aftur af gamla genginu heldur líka allir hinir sem við kynntumst í fyrri myndunum, t.d. þær Michelle, Heather, Vicky og Nadia að ógleymdum pabba Jims, sem er alltaf jafn pollrólegur í tíðinni, og mömmu Stiflers sem hefur aldrei verið kynþokkafyllri - eða það finnst Finch að minnsta kosti. Tilefni endurfundanna er tíu ára útskriftarafmæli gengisins og á þeirri helgi sem nú fer í hönd fá þeir gott tækifæri til að treysta vinaböndin, finna út hvað hefur breyst og hvað ekki, og ekki síst glíma við táninga sem nú eru á svipuðu þroskaskeiði og þau voru sjálf á árið 1999.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Universal PicturesUS
Practical PicturesUS
Relativity MediaUS
Zide PicturesUS

Gagnrýni notenda (1)

Vel heppna bekkjarmót

American Reunion gefur hinum myndunum ekkert eftir og nostalgíuna vantar ekki. Myndin tekur sinn tíma að kynna hvað allar persónurnar eru að gera og var sá partur myndarinnar frekar húmorslaus...