Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Semi-Pro 2008

(Semi Pro, SemiPro)

Frumsýnd: 7. mars 2008

Putting the funk into the dunk.

91 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 23% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Jackie Moon (Will Ferrell) er stoltur eigandi körfuboltaliðsins Flint Michigan Tropics. Hann er líka þjálfari liðsins, markaðsstjóri þess og aðalleikmaðurinn. Körfuboltaliðið tilheyrir ABA (American Basketball Association) deildinni, sem er við það að deyja út. Deildin gerir samning við NBA (National Basketball Association) deildina um að liðin sem verða... Lesa meira

Jackie Moon (Will Ferrell) er stoltur eigandi körfuboltaliðsins Flint Michigan Tropics. Hann er líka þjálfari liðsins, markaðsstjóri þess og aðalleikmaðurinn. Körfuboltaliðið tilheyrir ABA (American Basketball Association) deildinni, sem er við það að deyja út. Deildin gerir samning við NBA (National Basketball Association) deildina um að liðin sem verða í fjórum efstu sætum ABA í lok leiktíðarinnar fái aðild að NBA. Flint Michigan Tropics er lélegasta liðið í deildinni. Ef Jackie vill forða liðinu frá glötun þarf hann að snúa blaðinu við og fara að vinna einhverja leiki. Gallinn er sá að hann er hörmulegur þjálfari og enn verri leikmaður. Jackie lætur annað körfuboltalið fá þvottavél Tropics liðsins í skiptum fyrir fyrrum NBA leikmann (Woody Harrelson) sem er alltaf látinn dúsa á bekknum. Hvort það breyti nokkru er óvíst en Jackie neitar að gefast upp og prófar allt sem honum dettur í hug til að koma liðinu í NBA deildina, með skoplegum afleiðingum.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Máttlaus en samt hlægileg
Will Ferrell nýtur lítillar hjálpar frá meðleikurum sínum í þetta skiptið (Hvar var frat-packið!) en hann sjálfur eiginlega heldur myndinni uppi. Hún er vel fyndin og skemmtileg alveg út í gegn en ég verð að segja að hann getur betur. Þetta var eiginlega bara ein stór súpa typpa, kúk og piss bröndurum. Þegar ég segi það þá meina ég það ekki á góðan hátt, þ.e. svona brandarar eru fyndnir ef þeir eru framkvæmdir á réttan hátt (sbr. Superbad). Þó svo að myndin sinni skemmtanagildi sínu þá gerir hún það rétt svo, maður verður hálfþreyttur á þessu öllu saman. Það hefði getað verið hægt að gera svo miklu meira með sögusviðið, enda 80's fílingurinn ágætis myndefni. Hún nær að hafa ofanaf manni (rétt svo) í 90 mínútur en gleymist fljótt og því verður þetta að teljast vonbrigði frá manni sem færði okkur Anchorman og á son sem heitir Magnus.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn