Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ekkert sérstakur Dagur
(ATH. Þessi umfjöllun inniheldur mikla spoilera! Alls ekki lesa þetta ef þú vilt ekki láta skemma fyrir þér. Sama gildir um Nóa albínóa, ef þú hefur ekki enn séð hana)
Fyrstu viðbrögð mín eftir að hafa horft á The Good Heart voru þannig að mig langaði til að kasta kókinu mínu og nachos-bakkanum fast í tjaldið. Þetta er í annað sinn þar sem ég hef orðið virkilega pirraður út í Dag Kára. Mér finnst hann reyndar vera svakalega ofmetinn kvikmyndagerðarmaður. Hann er alveg ágætur leikstjóri sem kann að fikta með myndatöku og stíl og auk þess virðist hann ná góðum tökum á leikurum sínum. Sem handritshöfundur finnst mér hann vera voða mistækur. Hann er stundum góður í að skrifa samtöl en hann virðist ekkert kunna að vinna almennilega út úr sögunum sínum og áttar sig ekki á því að hann er "svindla." Þessi fullyrðing kemur eftir að hafa séð Nóa albínóa og þessa. Ég sá aldrei Voksne Mennesker og hef satt að segja lítinn áhuga á því. En þessar tvær myndir sem ég hef séð eftir manninn finnst mér hafa sína styrkleika, en gallarnir í frásögninni eru svo hryllilega stórir að það er ómögulegt að geta horft framhjá þeim þegar á heildina er litið.
Byrjum á Nóa. Í lokin á þeirri (annars ágætu) mynd ákvað Dagur Kári að ljúka sögunni með því að kalla fram utanaðkomandi áhrif sem virtust eiga ekkert samhengi við söguna. Í staðinn var þetta bara gert til þess að skapa (býsna gervileg) dramatísk áhrif. Mér fannst þetta vera ódýr - og heldur betur langsótt - leið til að fá aðalpersónu myndarinnar til að breytast og ennþá ódýrari leið til að fá áhorfendur til að framkalla tár, sem ég býst við að hafi verið markmið leikstjórans. Þessi endir jaðar við það að nota það sem ALLIR handritshöfundar ættu að forðast: Hið svokallaða Deus ex machina. Þið sem vitið ekki hvað það er, flettið því upp.
The Good Heart er því miður voða svipuð, nema hún er aðeins fyrirsjáanlegri. En þó svo að ég taldi mig vita hvernig hún myndi enda þá gat ekkert búið mig undir hallærisleikann á bakvið "óvæntu uppákomuna" í lokin. Það er augljóst mjög fljótt að persónan Lucas (Paul Dano) eigi eftir að deyja, enda gæti smákrakki fattað tenginguna að hann ákvað að gerast líffæragjafi á meðan Jaques (Brian Cox) er með veikt hjarta. Ég velti mikið fyrir mér hvernig Dagur Kári ætlaði að drepa Lucas. Svo ákvað hann að gera það á einhvern klisjukenndasta máta sem hægt væri að ímynda sér; hann sýnir okkur langt víðskot þar sem Lucas gengur yfir götu (að elta önd, sem var í raun og veru bara eitt stórt "plot device"). Síðan kemur bíll upp úr þurru og neglir hann niður á ljóshraða. Ég býst við að þetta sé gert til að kippa mottunni undan áhorfendum, en að mínu mati var ómögulega hægt að velja dæmigerðari leið. Og bara það að gaurinn skuli hafa verið drepinn sisvona af handahófskenndum bíl er merki um kjánaleg handritsskrif. Þetta kallast "cop out" endir á mínum bæ.
Ástæðan fyrir því að ég er pirraður er sú að myndin er ótrúlega fín þangað til að hún tekur þessa asnalegu stefnu og gerir sorglega tilraun til þess að græta áhorfendur. Það er margt til að fíla. Mér fannst Brian Cox vera hreint út sagt æðislegur sem fýlupúkinn Jaques, þó svo að mér hafi fundist karakterinn breytast úr skítseiði yfir í venjulegan mann á alltof stuttum tíma. Paul Dano spilar vel á móti honum þó svo að persóna hans hafi mátt vera betur skrifuð. Maður skilur ekki af hverju hann tekur sumar ákvarðanir sem hann gerir, og það er eins og manni sé bara ætlað að sætta sig við það að fá aldrei að vita það. En hvað illa skrifað hlutverk varðar þá tekur Isild Le Besco á sig mestu skömmina. Þar sem hún virðist vera mikilvæg persóna er það vægast sagt sorglegt hvað hún er persónuleika- og aðgerðarlaus. Þetta er ekki einu sinni persóna, heldur bara eitthvað sem flækist fyrir. Hún fékk enga samúð frá mér og svo finnst mér líka alveg fáránlegt að það sé ekkert sýnt frá hennar sjónarhorni þegar Lucas er óvart drepinn (Bíddu... voru þau ekki gift??). Svo virðist Dagur Kári algjörlega hafa gleymt einu atriði þar sem Lucas lætur hana hafa pening sem Jaques á. Það er aldrei neitt minnst á það seinna í myndinni og miðað við hvað Jaques er skapvondur hefði maður léttilega haldið að þetta hefði haft rosalegar afleiðingar.
Í hvert skipti sem Cox er á skjánum er myndin stórskemmtileg. Hann fær langbestu línurnar og á köflum er hann svo mikið andfélagslegt óféti að jafnvel Walt úr Gran Torino myndi kæra hann fyrir ærumeiðingu. Mig langar að geta sagt að The Good Heart sé þess virði að sjá bara útaf þessum leikara. Dano er auðvitað líka fínn en hann er svo sorglega lágstemmdur að maður verður hálf dapur á því að horfa á hann í meira en 10 mínútur. Tónlistin er líka stundum þannig eins og hún geri senurnar tvöfalt þunglyndislegri en þær upphaflega áttu að vera. Það hlýtur að vera erfitt að vera Dagur Kári. Hann er greinilega mikið fyrir það að sýna hvað heimurinn er kaldur og vondur staður.
Ég get bara ekki mælt með þessari mynd. Hún er stundum vel skrifuð en oft auðútreiknanleg og stirð. Sagan reynir að snerta við manni og fá mann til að hugsa en þegar kreditlistinn kom upp var ég ekkert tengdur henni. Það jákvæðasta sem myndin gerði var að minna mig á hversu ótrúlega góður leikari Brian Cox er.
5/10
(ATH. Þessi umfjöllun inniheldur mikla spoilera! Alls ekki lesa þetta ef þú vilt ekki láta skemma fyrir þér. Sama gildir um Nóa albínóa, ef þú hefur ekki enn séð hana)
Fyrstu viðbrögð mín eftir að hafa horft á The Good Heart voru þannig að mig langaði til að kasta kókinu mínu og nachos-bakkanum fast í tjaldið. Þetta er í annað sinn þar sem ég hef orðið virkilega pirraður út í Dag Kára. Mér finnst hann reyndar vera svakalega ofmetinn kvikmyndagerðarmaður. Hann er alveg ágætur leikstjóri sem kann að fikta með myndatöku og stíl og auk þess virðist hann ná góðum tökum á leikurum sínum. Sem handritshöfundur finnst mér hann vera voða mistækur. Hann er stundum góður í að skrifa samtöl en hann virðist ekkert kunna að vinna almennilega út úr sögunum sínum og áttar sig ekki á því að hann er "svindla." Þessi fullyrðing kemur eftir að hafa séð Nóa albínóa og þessa. Ég sá aldrei Voksne Mennesker og hef satt að segja lítinn áhuga á því. En þessar tvær myndir sem ég hef séð eftir manninn finnst mér hafa sína styrkleika, en gallarnir í frásögninni eru svo hryllilega stórir að það er ómögulegt að geta horft framhjá þeim þegar á heildina er litið.
Byrjum á Nóa. Í lokin á þeirri (annars ágætu) mynd ákvað Dagur Kári að ljúka sögunni með því að kalla fram utanaðkomandi áhrif sem virtust eiga ekkert samhengi við söguna. Í staðinn var þetta bara gert til þess að skapa (býsna gervileg) dramatísk áhrif. Mér fannst þetta vera ódýr - og heldur betur langsótt - leið til að fá aðalpersónu myndarinnar til að breytast og ennþá ódýrari leið til að fá áhorfendur til að framkalla tár, sem ég býst við að hafi verið markmið leikstjórans. Þessi endir jaðar við það að nota það sem ALLIR handritshöfundar ættu að forðast: Hið svokallaða Deus ex machina. Þið sem vitið ekki hvað það er, flettið því upp.
The Good Heart er því miður voða svipuð, nema hún er aðeins fyrirsjáanlegri. En þó svo að ég taldi mig vita hvernig hún myndi enda þá gat ekkert búið mig undir hallærisleikann á bakvið "óvæntu uppákomuna" í lokin. Það er augljóst mjög fljótt að persónan Lucas (Paul Dano) eigi eftir að deyja, enda gæti smákrakki fattað tenginguna að hann ákvað að gerast líffæragjafi á meðan Jaques (Brian Cox) er með veikt hjarta. Ég velti mikið fyrir mér hvernig Dagur Kári ætlaði að drepa Lucas. Svo ákvað hann að gera það á einhvern klisjukenndasta máta sem hægt væri að ímynda sér; hann sýnir okkur langt víðskot þar sem Lucas gengur yfir götu (að elta önd, sem var í raun og veru bara eitt stórt "plot device"). Síðan kemur bíll upp úr þurru og neglir hann niður á ljóshraða. Ég býst við að þetta sé gert til að kippa mottunni undan áhorfendum, en að mínu mati var ómögulega hægt að velja dæmigerðari leið. Og bara það að gaurinn skuli hafa verið drepinn sisvona af handahófskenndum bíl er merki um kjánaleg handritsskrif. Þetta kallast "cop out" endir á mínum bæ.
Ástæðan fyrir því að ég er pirraður er sú að myndin er ótrúlega fín þangað til að hún tekur þessa asnalegu stefnu og gerir sorglega tilraun til þess að græta áhorfendur. Það er margt til að fíla. Mér fannst Brian Cox vera hreint út sagt æðislegur sem fýlupúkinn Jaques, þó svo að mér hafi fundist karakterinn breytast úr skítseiði yfir í venjulegan mann á alltof stuttum tíma. Paul Dano spilar vel á móti honum þó svo að persóna hans hafi mátt vera betur skrifuð. Maður skilur ekki af hverju hann tekur sumar ákvarðanir sem hann gerir, og það er eins og manni sé bara ætlað að sætta sig við það að fá aldrei að vita það. En hvað illa skrifað hlutverk varðar þá tekur Isild Le Besco á sig mestu skömmina. Þar sem hún virðist vera mikilvæg persóna er það vægast sagt sorglegt hvað hún er persónuleika- og aðgerðarlaus. Þetta er ekki einu sinni persóna, heldur bara eitthvað sem flækist fyrir. Hún fékk enga samúð frá mér og svo finnst mér líka alveg fáránlegt að það sé ekkert sýnt frá hennar sjónarhorni þegar Lucas er óvart drepinn (Bíddu... voru þau ekki gift??). Svo virðist Dagur Kári algjörlega hafa gleymt einu atriði þar sem Lucas lætur hana hafa pening sem Jaques á. Það er aldrei neitt minnst á það seinna í myndinni og miðað við hvað Jaques er skapvondur hefði maður léttilega haldið að þetta hefði haft rosalegar afleiðingar.
Í hvert skipti sem Cox er á skjánum er myndin stórskemmtileg. Hann fær langbestu línurnar og á köflum er hann svo mikið andfélagslegt óféti að jafnvel Walt úr Gran Torino myndi kæra hann fyrir ærumeiðingu. Mig langar að geta sagt að The Good Heart sé þess virði að sjá bara útaf þessum leikara. Dano er auðvitað líka fínn en hann er svo sorglega lágstemmdur að maður verður hálf dapur á því að horfa á hann í meira en 10 mínútur. Tónlistin er líka stundum þannig eins og hún geri senurnar tvöfalt þunglyndislegri en þær upphaflega áttu að vera. Það hlýtur að vera erfitt að vera Dagur Kári. Hann er greinilega mikið fyrir það að sýna hvað heimurinn er kaldur og vondur staður.
Ég get bara ekki mælt með þessari mynd. Hún er stundum vel skrifuð en oft auðútreiknanleg og stirð. Sagan reynir að snerta við manni og fá mann til að hugsa en þegar kreditlistinn kom upp var ég ekkert tengdur henni. Það jákvæðasta sem myndin gerði var að minna mig á hversu ótrúlega góður leikari Brian Cox er.
5/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Zik Zak kvikmyndir
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
5. mars 2010
Útgefin:
15. desember 2010