Náðu í appið
Bönnuð innan 14 ára

Definitely, Maybe 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 4. apríl 2008

Three relationships. Three disasters. One last chance.

112 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 59
/100

Pólitískur ráðgjafi reynir að útskýra yfirvofandi skilnað sinn og fyrri sambönd fyrir 11 ára dóttur sinni.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

fyndin mynd
Þessi mynd er um pabba. Hann sækir dóttur sína eitt sinn í skólann og þar er allt vittlaust þvi börnin hafa verið í kynfræðslu. Dóttirin vill fá að vita um allar kærusturnar hans og hver er sú sem er í alvöru mamma hennar.......bráðskemmtileg mynd sem flestir ættu að hafa gaman af:D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Væmin, en skemmtileg, áróðursmynd
Leið myndarinnar til að segja söguna er ansi skemmtileg og hún missir aldrei dampinn alveg útí gegn. Það sem mér finnst koma niður á henni er helst til hvað leikurinn, en hann er ekki sá besti sem ég hef allvega séð. Markmið leikaranna í myndinni á að vera að koma karakternum til skila, en oftar en ekki náði ég ekki að átta mig á sumum karakterum eða hreinlega líkaði ekki við þá. Rachel Weisz hefur munað sinn fífil fegri en Ryan Reynolds var í besta falli ásættanlegur. Abigal Breslin úr Little Miss Sunshine fær plús útá dúllufaktorinn og er ljósasti punkturinn þegar kemur að leikurunum, mér fannst nú samt hálfgerður "handritsfnykur" af þessum leik öllum saman, og fór það í taugarnar á mér.

Myndinni tekst samt sem áður ætlunarverk sitt, hún hefur ofanaf manni í skemmtilegri ástarsögu og því ætti maður ekki að kvarta mikið. Myndin hefur nú ekki beint mikið kjöt á beinunum en ætlunarverk hennar er kannski bara að hafa ofanaf manni. Maður á þó bágt með að trúa sumum hlutunum sem Ryan er að segja dóttur sinni frá.

Að Ryan vinni fyrir Bill Clinton í myndinni er fullheppilegt þegar stutt er í forkosningar í Bandaríkjunum og fór það svolítið í taugarnar hvað það var leyndur áróður alla myndina út í gegn. Þegar botninn er á hvolft þá er þetta típísk spólumynd, þar sem leikararnir eru helsti gallinn en sagan þó skemmtileg og hefur vel ofanaf manni, og ég hef á tilfinningunni að fólk sé aðeins að leita eftir því, ef svo er þá veldur hún ekki vonbrigðum. 2 stjörnur, 6/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn