Náðu í appið
Öllum leyfðMyndin dregur upp mynd af mismunun eða felur í sér efni sem getur hvatt til mismununarÍ myndinni er ljótt orðbragð

Sumarlandið 2010

(Summerland)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. september 2010

85 MÍNÍslenska

Hjónin Lára og Óskar reka fjölskyldufyrirtæki þar sem gert er út á ýmsa yfirnáttúrulega starfsemi. Lára er virtur miðill og í góðum tengslum við álfheima. Í garðinum við hús þeirra stendur voldugur álfasteinn og Lára umgengst íbúa hans af mikilli virðingu. Óskar er aftur á móti alveg laus við andlega hæfileika, en sér um reksturinn og markaðssetur... Lesa meira

Hjónin Lára og Óskar reka fjölskyldufyrirtæki þar sem gert er út á ýmsa yfirnáttúrulega starfsemi. Lára er virtur miðill og í góðum tengslum við álfheima. Í garðinum við hús þeirra stendur voldugur álfasteinn og Lára umgengst íbúa hans af mikilli virðingu. Óskar er aftur á móti alveg laus við andlega hæfileika, en sér um reksturinn og markaðssetur hæfileika konu sinnar með fremur óhefðbundnum hætti. Þar sem uppgangurinn virtist óendanlegur á Íslandi fannst Óskari þjóðráð að hugsa stórt eins og aðrir og ákvað að útbúa draugasafn í kjallaranum til að laða fleiri að. Hann hafði greiðan aðgang að lánsfé og lét hendur standa fram úr ermum. Viðskiptamódelið gekk hins vegar ekki upp og lánardrottnar eru búnir að missa þolinmæðina. Óskar leynir fjölskyldu sína því að gjaldþrot blasi við og er á barmi örvæntingar. Honum finnst hann því himin höndum hafa tekið þegar þýskur sérvitringur gerir honum rausnarlegt tilboð í álfasteininn; tilboð sem myndi leysa fjárhagsvandann á einu bretti. Óskar veit þó að Lára tæki ekki í mál að hrófla við steininum. Hann grípur því til örþrifaráða og selur steininn án samráðs við hana. Í kjölfarið hefst óvænt atburðarás með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.11.2020

Stórleikarar í nýjustu mynd Gríms

Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt fara með aðalhlutverkin í nýjustu mynd Gríms Hákonarsonar, The Fence.  Það er fréttamiðillinn Deadline sem greindi fyrst frá þessu en þar kemur fram að sög...

09.07.2014

Fjórar íslenskar kvikmyndir í tökur í sumar

Fjórar íslenskar kvikmyndir með framleiðslustyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands munu fara í tökur í sumar, víðsvegar um landið. Hin íslensk/danska Þrestir, sem er nýjasta kvikmynd hins margverðlaunaða leikstjóra...

20.02.2011

Brim valin besta myndin 2010 - Dagur Kári besti leikstjóri

Kvikmyndin Brim var sigursælust á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var í gær, laugardag. Myndin, sem framleidd er af Zik Zak kvikmyndum, fékk alls sex verðlaun, þar af sem kvikmynd ársins. Þá fékk Nína Dögg Filippusdót...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn