Náðu í appið
The Band's Visit

The Band's Visit (2007)

Heimsókn hljómsveitar, Bikur Ha-Tizmoret

"They came, they saw, they bridged a divide."

1 klst 27 mín2007

Stórsveit skipuð lögreglumönnum frá Egyptalandi heldur til Ísrael, til að að koma fram í menningarmiðstöð Araba, en villast og gerast strandaglópar í litlum og afskaplega...

Rotten Tomatoes98%
Metacritic80
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Stórsveit skipuð lögreglumönnum frá Egyptalandi heldur til Ísrael, til að að koma fram í menningarmiðstöð Araba, en villast og gerast strandaglópar í litlum og afskaplega rólegum bæ, þar sem koma þeirra vekur óskipta athygli og oft á tíðum kátínu meðal ísraelsku bæjarbúanna. Það er rólegur og venjulegur dagur þegar hátíðarhljómsveit Alexandríu kemur til Ísrael frá Egyptalandi, til að spila við opnun menningarmiðstöðvar. Einhver misskilningur hefur orðið og engin sendinefnd tekur á móti þeim, og enginn er búinn að skipuleggja ferð þeirra á áfangastað í Petah Tiqva. Þegar þeir finna sér faraþá koma þeir í rólegan bæ sem heitir Beit Hatikva. Þar eru þeir fastir þar til rútan fer næsta dag, en þeir fá hjálp, með hjálp stjórnanda síns, hins bælda Tawfiq Zacharaya, hjá hinni veraldarvönu Dina, sem á veitingahús í bænum, en hún reddar gistingu fyrir þá yfir nóttina. Hljómsveitarmeðlimir reyna að gera það besta úr aðstæðum og ræða við bæjarbúa. Það sem á eftir fylgir er kvöld nokkurra hæglátra atburða og játninga, eftir því sem hljómsveitin setur mark sitt á bæinn og bærinn á þá.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Eran Kolirin
Eran KolirinLeikstjóri

Framleiðendur

Bleiberg EntertainmentUS
Sophie Dulac ProductionsFR
July August ProductionsIL

Verðlaun

🏆

25 verðlaun og aðrar 8 tilnefningar.

Gagnrýni notenda (1)

Öðruvísi gamanmynd

Ég hef lengi beðið eftir mynd sem er undir beinum áhrifum Wes Anderson og ég tel mig hafa fundið hana. Þetta er algert Wes Anderson RIPOFF þegar kemur að stílnum, myndatöku, leikstjórn, le...