Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Band's Visit 2007

(Heimsókn hljómsveitar, Bikur Ha-Tizmoret)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 11. apríl 2008

87 MÍN
Rotten tomatoes einkunn 98% Critics
The Movies database einkunn 80
/100
25 verðlaun og aðrar 8 tilnefningar.

Stórsveit skipuð lögreglumönnum frá Egyptalandi heldur til Ísrael, til að að koma fram í menningarmiðstöð Araba, en villast og gerast strandaglópar í litlum og afskaplega rólegum bæ, þar sem koma þeirra vekur óskipta athygli og oft á tíðum kátínu meðal ísraelsku bæjarbúanna. Það er rólegur og venjulegur dagur þegar hátíðarhljómsveit Alexandríu... Lesa meira

Stórsveit skipuð lögreglumönnum frá Egyptalandi heldur til Ísrael, til að að koma fram í menningarmiðstöð Araba, en villast og gerast strandaglópar í litlum og afskaplega rólegum bæ, þar sem koma þeirra vekur óskipta athygli og oft á tíðum kátínu meðal ísraelsku bæjarbúanna. Það er rólegur og venjulegur dagur þegar hátíðarhljómsveit Alexandríu kemur til Ísrael frá Egyptalandi, til að spila við opnun menningarmiðstöðvar. Einhver misskilningur hefur orðið og engin sendinefnd tekur á móti þeim, og enginn er búinn að skipuleggja ferð þeirra á áfangastað í Petah Tiqva. Þegar þeir finna sér faraþá koma þeir í rólegan bæ sem heitir Beit Hatikva. Þar eru þeir fastir þar til rútan fer næsta dag, en þeir fá hjálp, með hjálp stjórnanda síns, hins bælda Tawfiq Zacharaya, hjá hinni veraldarvönu Dina, sem á veitingahús í bænum, en hún reddar gistingu fyrir þá yfir nóttina. Hljómsveitarmeðlimir reyna að gera það besta úr aðstæðum og ræða við bæjarbúa. Það sem á eftir fylgir er kvöld nokkurra hæglátra atburða og játninga, eftir því sem hljómsveitin setur mark sitt á bæinn og bærinn á þá.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Öðruvísi gamanmynd
Ég hef lengi beðið eftir mynd sem er undir beinum áhrifum Wes Anderson og ég tel mig hafa fundið hana. Þetta er algert Wes Anderson RIPOFF þegar kemur að stílnum, myndatöku, leikstjórn, leik og bara allt!

Myndin fjallar um gistingu hljómsveitar yfir eina nótt í einhverjum skítabæ sem má eflaust líkja við Blönduós. Hópurinn skiptist í 3 hluta og við fylgjumst með hverjum hluta á frekar fyndinn hátt.

Það sem mér fannst sérstakt við þessa mynd var að langfyndnustu atriðin eru þau sem ekkert er talað í, algerlega no dialogue. Myndin er ótrúlega fyndin framanaf, líklega með mörgum af fyndnustu atriðum sem ég hef séð það sem af er ári en þegar líður á seinni hluta hennar þá verður hún of þunglamaleg, enda er hún með ansi djúpu ívafi.

Þetta leiðir til þess að myndin verður fullkaflaskipt að mínu mati, sem mér finnst rosalega leiðinlegt því það var eins og hún gæti ekki ákveðið hvort hún væri gamanmynd eða drama. Vissulega er ótrúlega gaman að horfa á myndir sem eru samanfléttar á þannig hátt en þessi mynd var það bara alls ekki, hún er eins og svart og hvítt.

Myndin er samt sem áður alls ekki fyrir alla, þeir sem eiga eftir að fíla hana eru þeir sem finnst gaman að þurfa að leita eftir húmornum, og eru allavega ekki jafnhrifnir af bröndurum sem liggja á yfirborðinu. Mesti húmorinn fer í það að hlægja að aðstæðum persónanna í myndinni, líkt og gerist í The Office eða eitthvað þvíumlíkt. 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn