Náðu í appið
Öllum leyfð

Kickin It Old Skool 2007

(Kicking it Old School, Kicking it Oldschool)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. maí 2008

Breakdancing isn't dead. It's been in a coma.

108 MÍNEnska

Breikið er ekki dautt...það hefur bara legið í dvala. Hinn frábæri grínari Jamie Kennedy fer á kostum sem eilífðarbreikari sem vaknar efir 20 ára dásvefn, staðráðinn í að ná fyrri hæðum í hinum svellkalda dansi...hvað sem það kostar.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Mjög Svöl, en frekar innihaldslaus og fyrirsjáanle
System-ið hjá mér virkar þannig að ég gef plúsa og mínusa. Hámarkið er að fá 10 plúsa en ég set alltaf út á veikleika myndar ef það fást ekki 10. Spoiler-ar geta átt sér stað.

Plúsar:

1 - Myndin er mjög svöl, eins og kemur fram í fyrirsögninni.
2 - Flestir aðalleikarar standa sig vel.
3 - Aukaleikararnir eru frábærir. Allir.
4 - Tónlistin er notuð mest öll á 80's tímabilinu. Hún er mjög catchy.
5 - Margir sketsar eru mjög góðir, og sérstaklega Step-keppnin.
6 - Myndin er fyndin :)

Mínusar:

1 - Handritið er frekar innihaldslaust og fer í svolítið ranga átt.
2 - Óþolandi þessi væmnu atriði.
2,5 - David Hasselhoff kemur í örlitlu hlutverki og er bara fíflalegur.
3 - Myndin á það til að ýkja og þá fer það bara að verða langdregið.
4 - Hún er mjög fyrirsjáanleg.

Þessi mynd er fín og mæli ég með henni hiklaust ef þig langar að hlægja. Hún á það til að hafa sínar lægðir og handritið fer stundum úrskeiðis, en hún er mjög fín svona step-show. Vantar lítið upp á söguþráð og leikara.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn