Transsiberian (2008)
"Þú getur ekki flúið undan eigin lygum"
Transsiberian, nýjasta mynd Brads Anderson (The Machinist), segir frá Roy (Woody Harrelson) og Jessie (Emily Mortimer), sem eru par sem ferðast um heiminn til að vinna góðgerðarstörf.
Bönnuð innan 16 ára
Ofbeldi
BlótsyrðiSöguþráður
Transsiberian, nýjasta mynd Brads Anderson (The Machinist), segir frá Roy (Woody Harrelson) og Jessie (Emily Mortimer), sem eru par sem ferðast um heiminn til að vinna góðgerðarstörf. Þegar myndin hefst hafa þau nýlokið við að vinna með börnum í verkefni á vegum kirkjunnar. Áður en þau fljúga til baka til Bandaríkjanna ákveða þau að ferðast frá Beijing til Moskvu með Síberíuhraðlestinni, þar sem þau hitta tvo aðra ferðalanga á sömu leið, hinn myndarlega Carlos (Eduardo Noriega) og hina ungu Abby (Kate Mara). Eftir því sem pörin kynnast frekar fyllist Jessie grun um að ferðafélagar þeirra séu að smygla eiturlyfjum. Vefurinn spinnst áfram utan um parið og þegar rússneski rannsóknarlögreglumaðurinn Grinko (Ben Kingsley) kemur um borð verða Jessie og Roy skyndilega föst gegn vilja sínum í miðjum eltingaleik og uppgjöri í hinni þrúgandi og löngu lestarferð sem Síberíuhraðlestin er.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur



























