Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Sæt
Stundum er það bara ekki ráðlagt fyrir karlmenn að eyða heilum tveimur klukkutímum með nánum vinahóp af stelpum sem eru allar að skríða upp úr gelgjunni, en það er einmitt ástæðan af hverju svona myndir ganga undir nafninu "stelpumyndir." Persónulega finnst mér álíka sjaldséð að sjá góða stelpumynd og almennilega hrollvekju. Ekki að ég tel þessa geira vera eitthvað svipaða, eins og eflaust margir strákar gera, en maður sér bara sjaldan eitthvað gert við þá að viti.
Fyrir hverja eina góða stelpumynd fylgja henni cirka 10 slæmar. Fyrri Sisterhood-myndin var að mínu mati ein af þessum góðu. Hún leit kannski ekki út fyrir að vera þannig upphaflega, en hún leyndi á sér alveg merkilega hugljúfan boðskap og fókusaði á að gera persónurnar trúverðugar og eðlilegar, í stað þess að móta ýktar, gelgjulegar barbídúkkur úr þeim - svipað og kvikmyndin Bratz gerði.
Sisterhood 2 er alls ekkert slakari en fyrri myndin, og í raun er hún aðeins betri, ef eitthvað er. Að sjálfsögðu fylgir svona myndum smá gelgjuvæmni og melódramatík, en þó í algjöru lágmarki. Þessi mynd hefur aftur á móti þann kost að maður kaupir hana allan tímann. Hún glímir við vandamál sem nánast hver einasti áhorfandi (a.m.k. ef hann hefur einhvern tímann átt vini...) getur tengt sig við. Svo er heldur ekkert verið að fegra stelpurnar að óþörfu með að setja ofmeikuð módel í helstu hlutverkin, heldur bara nokkuð eðlilega útlítandi stelpur. Ég get samt ekki sagt það sama um strákana í myndinni, því flestir eða allir eru annað hvort eins og fyrirsætur að útliti eða með grjótharða magavöðva - eða bæði.
Sisterhood of the Traveling Pants 2 er einlæg og krúttleg mynd sem ætti ekki að vera svo bannvæn á karlkynið. Stelpur munu ábyggilega fíla hana miklu betur, en kemur það svosem einhverjum á óvart?
7/10
Stundum er það bara ekki ráðlagt fyrir karlmenn að eyða heilum tveimur klukkutímum með nánum vinahóp af stelpum sem eru allar að skríða upp úr gelgjunni, en það er einmitt ástæðan af hverju svona myndir ganga undir nafninu "stelpumyndir." Persónulega finnst mér álíka sjaldséð að sjá góða stelpumynd og almennilega hrollvekju. Ekki að ég tel þessa geira vera eitthvað svipaða, eins og eflaust margir strákar gera, en maður sér bara sjaldan eitthvað gert við þá að viti.
Fyrir hverja eina góða stelpumynd fylgja henni cirka 10 slæmar. Fyrri Sisterhood-myndin var að mínu mati ein af þessum góðu. Hún leit kannski ekki út fyrir að vera þannig upphaflega, en hún leyndi á sér alveg merkilega hugljúfan boðskap og fókusaði á að gera persónurnar trúverðugar og eðlilegar, í stað þess að móta ýktar, gelgjulegar barbídúkkur úr þeim - svipað og kvikmyndin Bratz gerði.
Sisterhood 2 er alls ekkert slakari en fyrri myndin, og í raun er hún aðeins betri, ef eitthvað er. Að sjálfsögðu fylgir svona myndum smá gelgjuvæmni og melódramatík, en þó í algjöru lágmarki. Þessi mynd hefur aftur á móti þann kost að maður kaupir hana allan tímann. Hún glímir við vandamál sem nánast hver einasti áhorfandi (a.m.k. ef hann hefur einhvern tímann átt vini...) getur tengt sig við. Svo er heldur ekkert verið að fegra stelpurnar að óþörfu með að setja ofmeikuð módel í helstu hlutverkin, heldur bara nokkuð eðlilega útlítandi stelpur. Ég get samt ekki sagt það sama um strákana í myndinni, því flestir eða allir eru annað hvort eins og fyrirsætur að útliti eða með grjótharða magavöðva - eða bæði.
Sisterhood of the Traveling Pants 2 er einlæg og krúttleg mynd sem ætti ekki að vera svo bannvæn á karlkynið. Stelpur munu ábyggilega fíla hana miklu betur, en kemur það svosem einhverjum á óvart?
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
sisterhoodofthetravelingpants2.warnerbros.com
Aldur USA:
PG-13