Náðu í appið
Bönnuð innan 10 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanir

Nick and Norah's Infinite Playlist 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. nóvember 2008

This October, Press Play.

90 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 64
/100

Framhaldsskólaneminn Nick O'Leary hittir háskólanemann Norah Silverberg og biður hana um að vera kærustuna sína í 5 mínútur svo hann geti forðast sína fyrrverandi.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Mögnuð, ef þú ert 14-16 ára hipster-stelpa
Nick and Norah's Infinite Playlist svalar forvitni minni um það hvað myndi gerast ef einhver myndi blanda saman American Graffiti og Before Sunrise, og síðan renna niðurstöðunni í gegnum hipster-mixarann. Það sést langar leiðir að myndin er beinlínis ekki baðandi í frumleika en það þýðir ekki að hún virki ekki sem huggulegt áhorf fyrir markhóp sinn þrátt fyrir það. Hinir fullorðnu hafa samt ekkert við þetta að gera og sérstaklega þeir sem hafa lágt álit á Michael Cera.

Þessi mynd hefur gjarnan verið borin saman við undanfarnar unglingamyndir eins og Juno og Superbad, og það er skondið hvað það er einmitt vel við hæfi (giskið af hverju!). Ég sé þó ekki betur en að það stemmi. Ef að viðkomandi fílaði þær tvær, þá ætti þessi að gera álíka góða hluti. Hún samt eiginlega sver sig mitt á milli þeirra beggja þar sem að hún er ekki eins ruddaleg og Superbad en heldur ekki eins semi-alvarleg og Juno.

Það besta við myndina er óneitanlega samspil leikaranna ásamt skemmtilega jarðbundnu handriti sem leggur mikla áherslu á það að leyfa þér að kynnast persónunum og halda með þeim. Myndin er einföld en dalar sjaldan þökk sé 80 mínútna lengdartíma og húmorinn virkar en án þess að ganga of langt (nema í einni frábærri "passaðu-að-æla-ekki" senu). Þú hlærð að myndinni vegna þess að þér líkar við persónurnar. Annaðhvort það eða þú hlærð vegna þess að þú þekkir aðstæðurnar (hver hefur t.d. ekki þurft að passa upp á vinkonu sína meðan að hún er úti að gera heimskulega hluti undir áhrifum áfengis?).

Cera og Kat Dennings mynda ágætt par þótt að mér þyki það alltaf jafn steikt hvernig Cera nær að vera massívt lúðlegur en samt svo viðkunnanlegur á sama tíma. Það verður þó að segjast að fjölbreytileiki sé ekki sterkasta hlið gaursins (hingað til allavega) þar sem að hann er núna búinn að leika sama karakterinn í nánast þremur myndum í röð. Dennings hefur mikla útgeislun annars vegar, þótt að hún sé líka að leika nánast sömu persónu og sást í Charlie Bartlett og The 40-Year-Old Virgin. Aukaleikararnir eru allir fínir (samkynhneigðu vinir Nicks eru óborganlegir) en eini tilgangur þeirra er að umkringja parið á einn hátt eða annan.

Á meðan fátt stendur upp úr þessari mynd sem telst til frumleika þá gegnir hún hlutverki sínu sem krúttleg, lítil unglingamynd og með öllum líkindum fullkomin stefnumótamynd fyrir iPod kynslóðina. Ég vara ykkur þó við síðustu mínútunum, sem detta aðeins of mikið út í sykursætan "krúttleika." Ég tel mig vera býsna næman gaur sem líkar vel við góða rómantík í bíómyndum en þetta var aðeins of mússí-mússí fyrir minn smekk. Atriðið í hljóðverinu var einnig með því vandræðalegasta sem ég hef horft á á þessu ári, kannski bara vegna þess að ég sé alltaf Cera fyrir mér eins og hann sé 12 ára.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn