Milk (2008)
Harvey Milk
"His life changed history. His courage changed lives."
Myndin Milk er byggð á sannri sögu stjórnmálamannsins og mannréttindafrömuðsins Harvey Milk, en hann braut blað í sögu Bandaríkjanna þegar hann var fyrsti opinberlega samkynhneigði...
Bönnuð innan 12 ára
Ofbeldi
KynlífSöguþráður
Myndin Milk er byggð á sannri sögu stjórnmálamannsins og mannréttindafrömuðsins Harvey Milk, en hann braut blað í sögu Bandaríkjanna þegar hann var fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn sem kosinn var til opinbers embættis í landinu. Var hann kosinn til setu í borgarráði San Francisco árið 1977, en kjör hans olli fljótt mikilli ólgu og deilum sem náðu víða um borgina og jafnvel allt Kaliforníufylki. Sean Penn leikur Milk sjálfan, en myndin segir frá síðustu átta árunum í lífi hans og hefst í New York, þar sem Harvey hefur átt erfitt með að fóta sig vegna fjandsamlegra viðhorfa í hans garð. Hann og ástmaður hans, Scott Smith (James Franco), flytja til San Francisco, þar sem þeir stofna lítið fyrirtæki. Harvey kemst fljótt mitt í hringiðu samfélagsins í borginni og verður brátt talsmaður mannréttinda fyrir ýmsa minnihlutahópa, sér í lagi samkynhneigða, og flykkir fólk sér skyndilega að baki honum í helstu baráttumálum. Þegar hann er kjörinn til setu í borgarráði eftir mjög áberandi, umdeilda og erfiða kosningabaráttu byrjar svo baráttan fyrir alvöru hjá Milk, því ekki eru allir jafn sáttir við veru hans í áhrifaembætti…
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar


Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Verðlaun
Óskarsverðlaun 2009: VANN (2): Besti aðalleikari – Sean Penn / Besta frumsamda handrit Tilnefnd (6): Besta mynd / Besti leikstjóri / Besti aukaleikari – Josh Brolin / Besta tónlist / Besta búningahönnun / Besta klipping Golden Globes 2009: Tilnefnd:
Gagnrýni notenda (3)
Milk segir frá Harvey Milk(Sean Penn) sem barðist fyrir rétti samkynhneigðra í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. Alveg í lagi þessi mynd en ekki alveg minn tebolli. Sagan er m...
Sterkur Penn, að venju
Það má vel vera að Sean Penn geti verið pínu brjálaður í einkalífinu, en þegar hann er upp á sitt besta í vinnunni sinni er alltaf ljómandi gaman að fylgjast með honum. Hann er stórko...




















