Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Angels and Demons 2009

(Englar )

Frumsýnd: 13. maí 2009

The holiest event of our time. Perfect for their return.

138 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 36% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Fyrsta bók Dan Brown um prófessorinn Robert Langdon og af mörgum talin mun meira spennandi en Da Vinci Lykillinn. Í kjölfar morðs á lækni, föður Silvano Bentivoglio, þá leggja táknfræðingurinn Robert Langdon, og vísindamaðurinn Vittoria Vetra, út í ævintýri þar sem við sögu kemur leynilegt bræðralag, the Illuminati. Vísbendingar leiða þau um um allt... Lesa meira

Fyrsta bók Dan Brown um prófessorinn Robert Langdon og af mörgum talin mun meira spennandi en Da Vinci Lykillinn. Í kjölfar morðs á lækni, föður Silvano Bentivoglio, þá leggja táknfræðingurinn Robert Langdon, og vísindamaðurinn Vittoria Vetra, út í ævintýri þar sem við sögu kemur leynilegt bræðralag, the Illuminati. Vísbendingar leiða þau um um allt Vatíkanið í Róm, þar á meðal að hinum fjórum altörum vísindanna, Jörðu, Lofti, Eldi og Vatni. Leigumorðingi, sem vinnur fyrir the Illuminati, er með fjóra kardinála í haldi, og drepur þá einn af öðrum á skelfilegan hátt. Robert og Vittoria leita að nýju gereyðingarvopni sem gæti drepið milljónir manna.... minna

Aðalleikarar

Jafn góð og The DaVinci Code
Angels and Demons er framhald af The DaVinci Code (þó að hún á að gerast á undan). The DaVinci Code var nú bara snilld og Angels and Demons er jafn góð.
Ron Howard (Frost/Nixon, Apollo 13) leikstýrði báðum myndunum og Tom Hanks (Forrest Gump, Toy Story myndirnar) snýr aftur sem táknfræðingurinn Robert Langdon. Hann leikur rosalega vel og er hann eitt það besta við myndinna. Ewan McGregor (Star Wars Episode I-III, I love you Phillip Morris) er fínn sem Camerlengo Patrick McKenna en Ayelet Zurer (Munich, Fugitive Pieces) var ekki góð sem Vittoria Vetra.
Söguþráðurinn er mjög gáður og fráðlegur sem gerir Angels and Demons að toppmynd.

Quote:
Camerlengo Patrick McKenna: But who is more ignorant: the man who cannot define lightning, or the man who does not respect its natural awesome power?
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ágætur spennitryllir
Angels and demons er sjálfstætt framhald Da vinci code eftir Dan Brown.

Angels and demons fjallar um Robert Langdon sem er prófessor sem sérhæfir sig í táknum og því sem tengist þeim þá sérstaklega sem við kemur kirkjunni. Hann er beðinn um að koma til Rómar í Vatikanið þegar páfinn deyr. Fjórir aðrir hafa verið valdir sem tilvonandi páfar og eiga kosningar að hefjast en þegar þeim er rænt og einnig sprengjuefni, sem eðlisfræðingurinn Vittoria, var að vinna við er rannsóknarlögreglan í vondum málum. Robert kemur frá Harvard og ásamt Vittoriu reynir að leysa málið og bjarga lífum í leiðinni. Þetta gengur ágætlega miðað við tímaþröng og erfiðleika og tekst Robert eins og í da vinci code að sanna sagnfræðilega hæfileika sína. Það er þó margt sem kemur manni verulega á óvart í myndinni og tekst Ron Howard að halda manni spenntum og hissa mest alla myndina með óvæntum endi.

Myndin var mjög vel gerð, þó Tom Hanks hafi kannski ekki staðið sig eins vel og hann getur. Það sem mér fannst þó helst að myndinni var hvað hún var löng að komast af stað og hvað tímaskynið er brenglað í henni. Hún var þó skemmtileg og ágæt að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Verri en DaVinci lykillinn
Ekki veit ég hvað gerir það að verkum að ekki hefur verið hægt að gera almennilega kvikmynd úr metsölubókum Dan Browns, Da Vinci lyklinum og Englum og djöflum. Reynsluleysi þeirra sem standa að kvikmyndunum er ekki til staðar eða léleg afrekaskrá. Í hverju rúmi er valinn maður og handritshöfundar þekktir fyrir gæða handrit, en allt kemur fyrir ekki, hvorug myndin nær að hefja sig til flugs og ef eitthvað er þá er Englar og djöflar verri kvikmynd heldur Da Vinci lykillinn.

Ef við lítum fram hjá því að Englar og djöflar er gerð eftir skáldsögu, þar sem kannski er að finna skýringar sem ekki eru fyrir hendi í myndinni, þá er ekki heil brú í sögunni. Óskiljanleg umfjöllun um andefni í upphafi myndarinnar sem gerir andefni óskiljanlegra en það er í rauninni, er aðeins byrjunin á fantasíu atburðarás sem hefur akkúrat engan trúverðugleika og var alveg óþarfi fyrir Páfagarð að vera að mótmæla myndinni, enginn maður með viti trúir því sem fram er borið. Ef við svo lítum til skáldsögunnar og teljum að þar hafi verið skýringar sem hefðu gert myndina trúverðugri þá erum við komnir að Hollywoodlausninni sem virðist oft heppnast þegar nægir peningar og miklir hæfileikar renna saman, það er að keyra á hasarinn á kostnað trúverðugleika, láta myndina renna í gegn á ofsahraða þannig að áhorfandinn hefur lítinn tíma til að hugsa fyrr en eftir að sýningu lýkur.

Segja má að þarna standi myndin nokkuð vel að vígi, atburðarásin er mjög hröð og spennandi er að fylgjast með öllum táknunum sem segja táknfræðingnum Robert Langdon (Tom Hanks) hvar hann á að leita fjögurra kardínála sem hefur verið rænt og nýtur hann aðstoðar lífræðingsins Vittoriu Vetra (Ayalet Zuret) sem komin er til Vatikansins til að tilkynna um stuld á andefninu sem á að nota til að sprengja Vatikanið í loft upp. Saman eru þau alfræðiorðabók í sögu Vatikansins.

Englar og djöflar er trúverðug að einu leyti. Mjög vel hefur tekist til með að byggja leikmyndina en bannað var að kvikmynda í Vatikaninu og hefði ég ekki vitað betur þá hefði vel verið hægt að sannfæra mig að hún væri tekin á söguslóðum. Leikarar eru einnig ágætir, Tom Hanks passar vel í hlutverk prófessorsins þó ég sjái hann ekki beint fyrir mér fara í sund klukkan 5 á hverjum morgni og taka sundsprett sem Michael Phelps hefði getað verið stoltur af. Stellan Starsgard, Armin Mueller-Stahl og Ewan McGregor sem eru í hlutverkum starfsmanna Vatikansins eru góðir en Vittoria Vetra er ekki sannfærandi, er eins og hún sé feimin við að vera í nálægð stórstjörnunnar Tom Hanks.

Þegar á heildina er litið er Englar og Djöflar alls ekki slæm skemmtun svo framarlega sem slökkt er á heilabúinu meðan á sýningu stendur. Í upphafi var því velt upp af hverju væri ekki hægt að gera góða kvikmynd eftir skáldsögum Dan Browns og kannski er svarið með Engla og Djöfla að skáldsagan er ekki nógu innhaldsrík til að hægt sé að gera góða kvikmynd án þess að gera miklar breytingar, sem ekki hefur verið gert.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Betri en Da Vinci lykillinn
Það hafa eflaust margir beðið eftir annarri kvikmynd úr smiðju metsöluhöfundarins Dans Browns, eftir að Da Vinci lykillinn var frumsýnd árið 2006. Angels & Demons er byggð á samnefndri bók Browns, sem sumum lesendum hans þykir raunar betri en Da Vinci lykillinn. Prófessorinn Robert Langdon (Tom Hanks) kemur hér aftur við sögu og tekur að sér það erfiða verkefni að leysa úr morðmáli innan veggja Vatíkansins og koma í veg fyrir stórfellda hryðjuverkaárás.

Umgjörð myndarinnar er öll hin glæsilegasta og sagan verulega spennandi, þrátt fyrir að myndin sé næstum tveir og hálfur tími að lengd. Vatíkanið bannaði leikstjóranum, Ron Howard, að kvikmynda í Vatíkaninu eða í kirkjum þess í Róm, í kjölfar fyrri myndarinnar, The Da Vinci Code, sem vakti ekki lukku þar. Howard og félagar komust hins vegar fram hjá því með því að senda ljósmyndara, dulbúna sem ferðamenn, til þess að taka þúsundir ljósmynda á Péturstorgi. Tókst þeim þannig að skapa stafræna eftirmynd Vatíkansins fyrir myndina – og útkoman er mjög sannfærandi.

Dulrænn heimur kirkjunnar heldur áfram að heilla áhorfendur, eins og í fyrri myndinni og kvikmyndaútgáfan af Angels & Demons er raunar betri en Da Vinci-lykillinn. Hanks stendur sig vel en Ewan McGregor er ekki síðri, og ánægjulegt að sjá hann aftur í stórmynd á hvíta tjaldinu. Þá var Stellan Skarsgaard einnig eftirminnilegur sem yfirmaður svissnesku lífvarðasveita páfans. Það verður spennandi að fylgjast með frekari ævintýrum hins geðþekka Langdons í framtíðinni, en eins og kunnugt er þá er von á nýrri bók um hann í haust, The Lost Symbol, og að sjálfsögðu hefur þegar verið ákveðið að kvikmynda hana, nema hvað!

María Margrét Jóhannsdóttir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
ílla farið með góða bók! **Smá Spoiler**
Ég sem hef lesið margar bækur og séð jah.. flestar myndir ( kvikmynda nörd ) geri mér fulla grein fyrir því að það er ekki hægt að fara eftir bókonum 100% og verður því að sleppa úr atriðum. En að breyta bara til að breyta er fáránlegt

**spoiler hér**
Í bókinni eru allir 4 cardinálarnir drepnir, í myndini er 1 þeirra bjargað..wtf???
í bókini er síðasta brenni merkið kallað Demantur Illuminati og er saman safn hinnra brenimerkjanna sem mynda saman demant. í myndinni er þetta merki páfans.. whyyyy?
svo er fult af minni háttar breitingum.
Þeir eiðilögðu líka fyri myndina svona breitu gersamlega sumum carekterum, fóru frá því að vera góðir í að vera vondi kallinn ( t.d. Arigarosa í Da Vinci )
**Spoiler endar**

Tom Hanks var góður sé hann alveg sem Robert Langdon
en festir aðrir voru frekar slappir, meira að segja Ewan McGregor var rosalega slappur. myndrænt og tónlistarlega flott.

ef þú ert buin að lesa bókina
2 / 5
Ef þú ert ekki buin að lesa bókina
4 / 5
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn