Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vel leikin, fyndin en á sama tíma alvarleg
I Love You Phillip Morris er að mínu mati ein af bestu myndum ársins. Einu myndirnar sem mér finnst betri eru Toy Story 3 og Shutter Island en þessi er ekki langt á eftir.
Draman í myndinni er mjög vel leikin og sömuleiðis er húmorinn góður, þó hvorugt af því sé afgerandi mikið í myndinni. Mesti hluti myndarinnar er samt meira um að sjá líf Steven Russel (Jim Carrey) með því fólki sem hann þekkir, sem er samt sem áður skemmtilegur hluti myndarinnar.
Jim Carrey er frábær í þessari mynd. Ég geng það langt að segja að eina frammistaðan frá honum sem er betri en þessi sé úr Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Karakterinn hans er líka mjög vel skrifaður. Ég var hissa að þetta var byggt á raunverulegum atburðum miðað við hversu langt Russel fer til að sleppa við fangelsi og vera með ástinni sinni, Phillip Morris (Ewan McGregor). McGregor kemur áreiðanlega með bestu frammistöðu sem ég hef séð með honum. Hvernig hann lætur og hljómar var nær gallalaust út myndina.
Einu aðrir karakterar sem koma soldið fram í myndinni eru Leslie Mann og Rodrigo Santoro en þau skila sínu. Síðasta atriðið milli Carrey og Santoro var mjög snertandi, en ekki eins mikið síðustu atriðin milli Carrey og McGregor.
Ef þessi mynd fær ekki eina einustu tilnefningu á Óskarinn verð ég verulega pirraður. Þetta er einfaldlega mjög vel gerð mynd þegar kemur að leik, handriti og kvikmyndatöku.
Vel mælanleg mynd frá mér.
I Love You Phillip Morris er að mínu mati ein af bestu myndum ársins. Einu myndirnar sem mér finnst betri eru Toy Story 3 og Shutter Island en þessi er ekki langt á eftir.
Draman í myndinni er mjög vel leikin og sömuleiðis er húmorinn góður, þó hvorugt af því sé afgerandi mikið í myndinni. Mesti hluti myndarinnar er samt meira um að sjá líf Steven Russel (Jim Carrey) með því fólki sem hann þekkir, sem er samt sem áður skemmtilegur hluti myndarinnar.
Jim Carrey er frábær í þessari mynd. Ég geng það langt að segja að eina frammistaðan frá honum sem er betri en þessi sé úr Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Karakterinn hans er líka mjög vel skrifaður. Ég var hissa að þetta var byggt á raunverulegum atburðum miðað við hversu langt Russel fer til að sleppa við fangelsi og vera með ástinni sinni, Phillip Morris (Ewan McGregor). McGregor kemur áreiðanlega með bestu frammistöðu sem ég hef séð með honum. Hvernig hann lætur og hljómar var nær gallalaust út myndina.
Einu aðrir karakterar sem koma soldið fram í myndinni eru Leslie Mann og Rodrigo Santoro en þau skila sínu. Síðasta atriðið milli Carrey og Santoro var mjög snertandi, en ekki eins mikið síðustu atriðin milli Carrey og McGregor.
Ef þessi mynd fær ekki eina einustu tilnefningu á Óskarinn verð ég verulega pirraður. Þetta er einfaldlega mjög vel gerð mynd þegar kemur að leik, handriti og kvikmyndatöku.
Vel mælanleg mynd frá mér.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Roadside Attractions
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
31. mars 2010
Útgefin:
23. september 2010