Náðu í appið
Crazy, Stupid, Love.

Crazy, Stupid, Love. (2011)

"This Is Crazy This Is Stupid This Is Love"

1 klst 58 mín2011

Cal Weaver er í góðri vinnu, á fallegt hús og frábæra krakka með konu sem hann elskar.

Rotten Tomatoes79%
Metacritic68
Deila:
6 áraBönnuð innan 6 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Cal Weaver er í góðri vinnu, á fallegt hús og frábæra krakka með konu sem hann elskar. Því miður er sú kona, Emily ekki sammála um að allt sé draumi líkast og biður um skilnað. Cal veit ekki hvaðan á hann stendur veðrið. Í stefnumótaheiminum er hann hin versta risaeðla og gæti ekki verið óliprari í aðförum sínum við hitt kynið. Hann eyðir öllum lausum stundum á hverfisbarnum þar sem þrítugi glaumgosinn Jacob tekur hann upp á arma sína og gerir að höslfélaga. Hann tekur hann í yfirhalningu og reynir að fá hann til að lifa lífinu á ný. Þeir tveir eru ekki þeir einu sem leita ástarinnar á röngum stöðum; þrettán ára sonur Cal er yfir sig skotinn í sautján ára barnapíu sinni, Jessicu, en hún er sjálf skotin í Cal. Jacob fellur óvænt fyrir Hönnuh, stelpu sem kærir sig kollótta um sjarma hans en gefur honum alltént séns. Og þrátt fyrir að hafa skipt um útlit til að næla sér í píur hefur Cal ekki tekist að skipta út raunverulegum tilfinningum sínum. En svona er ástin, brjáluð og heimsk.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Warner Bros. PicturesUS

Gagnrýni notenda (2)

Nálægt því að vera gæðamynd

★★★★☆

Að geta labbað út af rómantískri gaman(drama)mynd sem fer ekki alfarið eftir föstum reglum er eitthvað sem maður getur aldrei fengið nóg af, og hvað slíkar myndir varða er Crazy Stupid L...

Feel-good mynd ársins

★★★★☆

Það kemur ekki oft fyrir að mynd komi sem skartar súpu af stórum leikurum og inniheldur marga söguþræði. Síðasta mynd sem ég sá sem innihélt mikið af stórstjörnum var The Expendables ...