Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Unborn 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 22. apríl 2009

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 10% Critics
The Movies database einkunn 30
/100

Casey Beldon (Odette Yustman) var yfirgefin af móður sinni þegar hún var barn og hefur hatað hana fyrir það æ síðan. En þegar óútskýranlegir atburðir fara að eiga sér stað hvað eftir annað í kringum Casey fer Casey að skilja af hverju móðir hennar fór á sínum tíma. Casey verður brátt þjökuð af miskunnarlausum og ógeðfelldum draumum og í vöku... Lesa meira

Casey Beldon (Odette Yustman) var yfirgefin af móður sinni þegar hún var barn og hefur hatað hana fyrir það æ síðan. En þegar óútskýranlegir atburðir fara að eiga sér stað hvað eftir annað í kringum Casey fer Casey að skilja af hverju móðir hennar fór á sínum tíma. Casey verður brátt þjökuð af miskunnarlausum og ógeðfelldum draumum og í vöku er hún hundelt af dularfullum draugum. Hún leitar til einu manneskjunnar sem henni dettur í hug að geti hjálpað henni, rabbínans Sendak (Gary Oldman), í von um að stöðva sýnirnar og draumana. Með hjálp rabbínans, bestu vinkonu sinnar, Romy (Meagan Good) og kærastans síns, Mark (Cam Gigandet), kemst hún svo að hræðilegu og stórhættulegu leyndarmáli.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Jájá, alveg eins
Ég fíla hryllingsmyndir. Það er held ég fyrstu "Bönnuðu"-myndirnar sem ég sá þegar ég var lítill drengur. A Nightmare on Elm-Street 1-2, Interview of the Vampire og Ghost Ship. Þessi mynd dregur mig pínulítið til baka þegar ég var krakki. Ég veit ekki alveg afhverju en það bara gerir það. David S. Goyer er góður handritshöfundur og með gott auga, eins og með The Dark Knight, Batman Begins og Dark City. En þá var hann ekki einn á báti, eins og með þessa.

The Unborn hefur þessa hryllingsmynda formúlu. Léleg samtöl, ekkert svakalega vel leikinn, bregðuatriði og frekar dauða tónlist. Það sem frekar svalt við myndina var hversu þunglyndisleg hún var. Stíllinn var drungalegur og þögull, gaf mér góða gæsahúð. Draugarnir í myndinni eða atburðarrásin var ekkert slæm. Maður var þá ekkert að líta á klukkuna, maður fylgdist alveg maður. Ég lifði mér ekkert inn í myndina en það voru sum atriði í myndinni þannig að fór að hugsa: Mér langar ekki til að lenda í þessu!

Myndin var ógeðfelld í suma staði, mér langaði ekkert að æla eða neitt þannig, gaf manni bara einn kipp. Tölvubrellur myndarinar voru ekkert til þess að klappa yfir, voru ekkert augljósar þannig að maður hló. Tónlistinn var voðalega mikið að leggja áhærslu á því að þú ert að horfa á hryllingsmynd, hún var drungaleg og dauð.

Atburðarrásin sjálf var ekkert svo slæm, maður var spenntur en maður var frekar pirraður á samtölum suma persónanna og vildi stundum lemja einnhverja af þeim. Ég hafði semí-samhúð fyrir aðalpersónunni, bara gellan sem leikur hana var ekkert að leika. Hún var ekki að lifa sig inn í þetta eða hafði sjálf enga samhúð fyrir persónunni. Það var gaman að sjá Gary Oldman þarna en hann gerði eiginlega ekki neitt.

The Unborn gefur manni góðan hroll, alls ekki fljótgleymd og hefur góðan hryllingsmynda-fíling. Góð mynd til þess að drepa 80 mínútur af lífinu sínu. Ég veit að hryllings-fíklar myndu fíla hana, ég veit að ég gerði það.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn