Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Invisible 2007

Frumsýnd: 8. júní 2007

Life, death and something in between.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 19% Critics
The Movies database einkunn 36
/100

Mynd um ungan mann sem lendir í hrottafenginni árás og festist milli tveggja heima þar sem hann er ósýnilegur þeim lifandi og kemst ekki yfir móðuna miklu. Hans bíður nú erfið ferð þar sem eina leiðin áfram er með aðstoð þeirra sem á hann réðust.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Já þetta var alltílæ. The Invisible segir frá strák að nafni Nick(Justin Chatwin...held ég, correct me if I'm wrong)sem er myrtur fyrir misskilning og gengur síðan aftur. Félagi okkar þekkti víst morðingja sína og ýmislegt kemur fram í dagsljósið(klisjulega orðað hjá mér en mér datt ekkert betra í hug...). Málið með The Invisible er að hún svíkur það sem hún lofar. Hún byrjar mjög vel og ég hélt fyrst að hún ætlaði að vera þriggja stjörnu spennutryllir en síðan gerðist það sem ég hafði útilokað í fyrstu, hún fellur í alltof óþarfa dramatík og væmni seinni partinn og ég var bara hissa á að leikstjóranum og handritshöfundinum skyldi ekki hafa dottið neitt betra í hug, svo sem að láta myndina þróast eitthvað og stefna út í eitthvað almennilegt. The Invisible er þó alls ekki alslæm, hún er t.a.m. mjög vel leikin og persónurnar ná til manns, manni stendur alls ekki á sama um þær. Myndin á sér margar flottar senur og hugmyndir(aðallega þó fyrri partinn). Í heild er The Invisible ágætis afþreying en hún bara fer alveg í klessu þegar langt er liðið á hana. Mér leiddist aldrei og þess vegna gef ég henni tvær stjörnur en ég varð fyrir vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn