Náðu í appið
Start Shooting

Start Shooting (2008)

The Deal

"Hvað sem gerist, það má ekki stoppa vélarnar. "

1 klst 40 mín2008

Myndin segir frá kvikmyndaframleiðandanum Charlie Bearns (Macy), sem ætlar ekki að láta neitt stöðva sig í að spila á kerfið í Hollywood.

Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Myndin segir frá kvikmyndaframleiðandanum Charlie Bearns (Macy), sem ætlar ekki að láta neitt stöðva sig í að spila á kerfið í Hollywood. Hann vill ná frama, og það hratt, og grípur því fyrsta tiltæka handritið sem hann finnur, en það er langdregin lofgjörð um breska stjórnmálamanninn Disraeli frá 19. öld. Hann þarf að fá 100 milljónir dollara til að gera myndina sem hann vill, en eina leiðin til að fá slíka fjármögnun er að láta hasarmyndastjörnuna Bobby Mason (LL Cool J) leika aðalhlutverkið. Gamanið kárnar hins vegar fljótt þegar komið er á tökustað og Bobby er rænt. Charlie þarf því að taka á honum stóra sínum til að bjarga bæði Bobby og myndinni.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

William H. Macy
William H. MacyHandritshöfundurf. 1950

Aðrar myndir

Framleiðendur

Peace Arch Entertainment Group
Dog Pond ProductionsUS
Muse EntertainmentCA
Berk/Lane Entertainment
Sydnyk Works
Moonlighting FilmsZA