Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Last House on the Left 2009

Frumsýnd: 20. maí 2009

If bad people hurt someone you love, how far would you go to hurt them back?,

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 43% Critics
The Movies database einkunn 42
/100

Spennutryllirinn The Last House on the Left segir frá hinni sautján ára gömlu Mari Collingwood (Sara Paxton), sem er í fríi með foreldrum sínum, Emmu (Potter) og John (Goldwyn). Ben, bróðir Mari, hafði dáið ári áður og er fjölskyldan enn í sárum og er að reyna að jafna sig á áfallinu. Þau fara út úr borginni og gista í afskekktum bústað úti í skógi.... Lesa meira

Spennutryllirinn The Last House on the Left segir frá hinni sautján ára gömlu Mari Collingwood (Sara Paxton), sem er í fríi með foreldrum sínum, Emmu (Potter) og John (Goldwyn). Ben, bróðir Mari, hafði dáið ári áður og er fjölskyldan enn í sárum og er að reyna að jafna sig á áfallinu. Þau fara út úr borginni og gista í afskekktum bústað úti í skógi. Eitt kvöldið ákveður Mari að fara út og hitta Paige (Martha MacIsaac), vinkonu sína, sem er að vinna í nálægu þorpi. Ætla þær að fara saman út á lífið, en þær hafa ekki verið lengi að skemmta sér þegar þeim er rænt af stórhættulegum glæpamönnum sem eru á flótta undan lögreglunni. Þeir myrða Paige og misþyrma Mari á hrottalegan hátt áður en þeir henda henni út að stöðuvatni og skilja hana eftir til að deyja. Eftir það flýja þeir inn í skóginn til að leita að felustað. Þeir finna afskekktan bústað og fá húsaskjól hjá þeim sem gista þar. Það sem þeir gera sér hins vegar ekki grein fyrir er að íbúarnir eru foreldrar Mari, sem hafa miklar áhyggjur af henni og fara brátt að gruna nýju gestina um græsku og ákveða að reyna að komast að sannleikanum, hvað sem það kostar...... minna

Aðalleikarar

Það toppar enginn The Hills Have Eyes !

The Last House on the Left er endurgerð af Wes Craven's (Scream Trilog-ían, Nightmare on Elm-street, Cursed og Red Eye) LHONTL sem var gerð árið 1972. Endurgerðin er í leikstjórn Dennis Iliadis ( Hardcore ) og skrifuð af Adam Alleca og Carl Ellsworth (Disturbia og Red Eye). Ég ætla nú ekkert mikið að tala um gömlu myndina þótt að hún sé nú bara klassík, heldur frekar bara að tala um þessa því hún er nú bara miklu betri en ég bjóst við. Eitt af þeim velheppnuðu endurgerðum hingað til.

Plot-ið er frekar flott og handritið er bara betra. Handritið hefur auðvitað söguþráð, góðar persónur en mætti kannski hafa betra back-story, en annars er það bara flott.
Morðingja-hópurinn voru kannski ekkert það krípí, en það sem þau gerðu var krípí. Enda voru líka góðir handritshöfundar sem skrifuðu hana. Ég kannski veit ekkert um Alleca en Ellsworth er flottur. Disturbia og Red Eye voru frekar flottar myndir.

Útlitið var alveg ágætt. Umhverfið er verður stundum dimmt og þannig þegar það þarf ekkert að vera það, en stundum verður það dimmt þegar það á að vera og það sleppur. Það er það dáldið gore í þessu sem að mér fannst frekar svalt en ekkert too-much, fólk var bara :"vaaaá það er ógeðslega mikið gore í henni og þú átt eftir að skíta á þig". Mér fannst þetta ekkert too-much, þetta var nú bara frekar skemmtilegt gore. Ég meina 'Það toppar enginn The Hills Have Eyes !'.

Þessi mynd er bara í heildinni frekar flott en ekkert meistaraverk. Myndin byrjaði eins og Prom Night, klisjubomban, maður fann lyktina. En svo sá maður að we-are-talking-business man ! Það mátti vera aðeins meira í endanum (ég ætla ekkert að eyðileggja myndina fyrir ykkur), kannski fylla aðeins en 'búið er búið'. Flott mynd, ég mæli með henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Klisja með kjaft!
Þegar tiltekin saga hefur tvisvar sinnum verið endurgerð, þá er merkilega lítið eftir til að koma manni á óvart. Upprunalega myndin, The Last House on the Left, var þó meira brengluð útgáfa af Bergmann-myndinni The Virgin Spring heldur en endurgerð, en þessi nýja á augljóslega rætur sínar að rekja til samnefnda Wes Craven þrillersins. Það er aðeins tvennt til að minnast á sem gerir þessa endurgerð eitthvað þess virði að fórna tveimur tímum í. Nr. 1: Hún er mun betur leikin og unnin en maður venjulega sér frá þessum geira, og Nr. 2: Hún er á köflum svo ógeðslega sjúk og erfið til áhorfs að jafnvel hörðustu menn eiga líkur á því að líta undan. Manni dettur óneitanlega Irreversible í hug á ákveðnum tímapunkti.

Það sést greinilega að leikstjórinn Dennis Illiadis er að reyna að leggja smá metnað í framleiðsluna. The Last House on the Left hefur nefnilega ýmislegt sem draslmyndum eins og Prom Night hefur vantað, sem er taugastrekkjandi andrúmsloft. Meira að segja bregðusenur eru í algeru lágmarki og tekur ljómandi vel heppnuð spennuuppbygging við. Myndatakan spilar stóran þátt í þessu, og hún kemur afar vel út. Leikararnir eru líka furðulega sterkir. Öflugust eru samt Monica Potter og Tony Goldwyn, sem heldur betur sparka í rassa sem foreldrar sem taka ekki síður til sinna ráða heldur en Liam Neeson gerði í Taken, og þeim er áberandi skítsama hversu ákaft ofbeldið þarf að vera meðan markmiðið er að vernda/hefna dótturinnar.

Myndin er annars vegar ógurlega lengi að koma sér almennilega í gang, og að mínu mati staldrar hún fullmikið við í fyrri hluta til að mjólka út stjórnlausum barsmíðum gagnvart stelpum. Það er ekki fyrr en líður talsvert á miðkaflann þegar myndin fer í raun og veru að stefna eitthvert af viti. Biðin er svosem alveg þess virði, enda stórskemmtilegur og vel sjúkur lokasprettur sem drullar hressilega yfir alla siðferðiskennd. Bara verst að myndin í raun þurfti ekkert að taka svona langan tíma að komast þangað. Síðan er erfitt að neita því að, sama hversu gróft ofbeldið er, maður er að horfa á eldgamla klisjuhrúgu, og maður gleymir því aldrei. Lokasena myndarinnar gengur líka aðeins of langt til að svala blóðþorsta áhorfandans og er að mínu mati algjörlega úr takt við afganginn á myndinni. Skiptingin er eins og að fara úr Hitchcock-þriller yfir í Saw-mynd á augabragði. Skilur mann eftir svolítið ringlaðan.

The Last House on the Left er mynd sem ég á mjög erfitt með að mæla með, nema þá *kannski* fyrir þá sem dýrka subbulegt ofbeldi (ég segi kannski vegna þess að biðin eftir því er talsverð) og mögulega sömu gelgjuhópanna og í raun fíluðu Prom Night. Hún er fullmikil klisja í heild sinni, þó svo að ég verði einhvern veginn að gefa henni meira hrós fyrst að hún er svona vel gerð og leikin. Það væri virkilega ósanngjarnt að skella henni í sömu hrúgu af gelgjuhrollum því hún er alls ekki slík. En góð mynd er hún heldur ekki. Spurning hvort hægt er að láta hana fara milliveginn.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

13.01.2017

Jason snýr aftur 2017

Svo virðist sem ný „Friday the 13th“ mynd muni líta dagsins ljós á þessu ári en nýtt plakat er komið á IMDB og leikstjóri skráður; Breck Eisner. Síðasta kvikmynd hans var „The Last Witch Hunter“ (2015) þar sem Ólaf...

01.04.2016

Hendir símanum í frystikistuna

Kvikmyndafyrirtækið Saban Films hefur samkvæmt Variety kvikmyndaritinu, keypt dreifingarréttinn í Bandaríkjunum að hroll-vísindatryllinum Cell, með þeim John Cusack, Samuel L. Jackson og Isabelle Fuhrman í aðalhlutverkum. ...

01.09.2015

Wes Craven minnst

Kvikmyndaleikstjórinn Wes Craven lést 30. ágúst af völdum illkynja heilaæxlis. Hans verður sárt saknað af hryllingsmyndaunnendum um heim allan. Hann var 76 ára gamall. Það eru ekki margir leikstjórar sem ná að marka stefnu í ákveðnum...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn