Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ótrúlega flott vampýrumynd,þó maður fíli ekkert endilega vampýrumyndir! Þessi mynd er geðveik,í einu orði sagt,krakkarnir leika þetta frábærlega,sérstaklega stelpan! ef þú fílar Interview with the vampire þá áttu pottþétt eftir að dýrka þessa. Hún er reyndar mjög frumleg og yndislega spúkí:-)
Låt den rätte komma in er mjög óvenjuleg mynd. Hún segir frá litlum strák í úthverfi Stokkhólms og sem kynnist vampýru sem býr í sama húsi og hann. Hljómar furðulega en þetta er langt frá því að vera hefðbundin vampýrumynd. Myndin er á sænsku og ég man ekki eftir að hafa séð neina af þessum leikurum áður. Allir leikarar eru góðir og myndin er vel vönduð í alla staði. Ég verð að minnast á að í lok myndarinnar er stutt atriði sem er eitt allra besta atriði sem ég hef séð í bíómynd EVER. Ef þið finnið hana, sjáið hana, það er svo einfalt.
Frábær sænsk hrollvekja
Þegar ég steig inn í salinn bjóst ég alls ekki við því að myndin sem ég væri að fara að sjá væri svona góð. Jú, ég hafði kannski heyrt mjög góða hluti um hana en ég hafði alltaf þá tilfinningu að ég myndi ekki fýla hana, eitthverja ástæða vegna. Allavega kom myndin mér mikið á óvart, hún var frekar róleg og lágstemmd en átti sín atriði sem voru frekar ógeðfelld. Besta atriði myndarinnar er að mínu mati klárlega endaatriðið í sundlauginni en það er að mínu mati eitt það magnaðasta sem ég hef séð í kvikmynd. Mæli með henni fyrir þá sem vilja smá tilbreytingu frá Hollywood-formúlunni og þora að sjá alvöru mynd.
8/10
Þegar ég steig inn í salinn bjóst ég alls ekki við því að myndin sem ég væri að fara að sjá væri svona góð. Jú, ég hafði kannski heyrt mjög góða hluti um hana en ég hafði alltaf þá tilfinningu að ég myndi ekki fýla hana, eitthverja ástæða vegna. Allavega kom myndin mér mikið á óvart, hún var frekar róleg og lágstemmd en átti sín atriði sem voru frekar ógeðfelld. Besta atriði myndarinnar er að mínu mati klárlega endaatriðið í sundlauginni en það er að mínu mati eitt það magnaðasta sem ég hef séð í kvikmynd. Mæli með henni fyrir þá sem vilja smá tilbreytingu frá Hollywood-formúlunni og þora að sjá alvöru mynd.
8/10
Twilight fyrir fullorðna
(Ath. Þessi umfjöllun inniheldur nokkra spoilera - Ég kjafta ekki frá neinu mikilvægu, en ég gef ýmislegt í skyn sem betra væri að skella viðvörun á)
Mér þykir það ótrúlegt hvað góðar bandarískar vampírumyndir eru sjaldséðar, og ef mér skjátlast ekki þá held ég að það skársta sem kanarnir hafa gert undanfarin ár í þeim geira sé eitthvað á borð við 30 Days of Night og Underworld: Rise of the Lycans. Svíarnir eru allavega ekki lengi að ná yfirhöndinni, enda rosalega óvenjuleg en um leið athyglisverð mynd hér á ferð sem tekur allar helstu vampíruhefðirnar og spinnur í kringum þær kaldlynt og raunsætt umhverfi.
Let the Right One In er samt ekki vampírumynd í hefðbundinni merkingu orðsins. Þetta er meira léttur bræðingur af drama og hrollvekju sem fjallar um óvenjulega vináttu, þar sem vill svo til að annar aðilinn nærist á blóði reglulega - en það er látið spilast út sem algjört aukaatriði. Það er áberandi margt sem myndin á sameiginlegt við gelgjumyndina Twilight, en ég sá hins vegar svolítið af The Crying Game í henni líka.
Myndin er hæg í keyrslu og tekur góðan tíma í að þróa lykilsambandið, sem er virkilega vel meðhöndlað. Samskipti þeirra Óskars og Eli eru skrifuð af gríðarlegu raunsæi og finnur maður aldrei fyrir þvingaðri melódramatík eða tilgerðarlegum samtölum. Svo er eitthvað við þessa ungu leikara sem fullkomlega selja sambandið. Mér skilst að leikstjórinn hafi eytt cirka ári í að finna réttu krakkana fyrir þessi hlutverk og skýrist það afar vel þegar maður horfir á myndina. Krakkarnir hafa fengið það erfiða verkefni að þurfa að bera myndina, sem þeir klikka ekki á og eru allan tímann einlæg og áhrifarík í frammistöðum sínum. Flæðið á sögunni drattast þó aðeins í þeim tilfellum þegar myndin leggur óþarfan fókus á persónur sem skipta litlu máli, eins og t.d. nágrannarnir.
Fyrst ég er byrjaður að nefna galla finnst mér tilvalið að kommenta á þær spurningar sem myndin skilur eftir ósvaraðar. Sagan er, sem betur fer, ekki neitt svakalega götótt en þó eru ýmsir þættir sem fá enga útskýringu, og þetta eru einmitt hlutir sem maður hefði gjarnan viljað útskýringu á. Hver er t.d. skýringin á bakvið það að Eli kemst inn í sum hús á meðan að henni er yfirleitt ætlað að vera boðið inn? Hver var tilgangurinn með egginu? og hvað átti það að þýða þegar Eli segir við Óskar: "Be me a little?" (greinilegt að ég hafi horft á myndina með enskum texta) Ég spyr einfaldlega útaf því að áherslan á þessa línu var svo sterk, sem lætur hana virka mikilvæga. Ef að þetta átti að marka einhverja breytingu í lífi Óskars, þá tók ég ekki eftir henni. Og já, "hasaratriðið" með köttunum var líka einum of....
Svo ég komi mér að því góða þá kemst ég ekki yfir það hvað þessi mynd er vel gerð út frá tæknilegum hliðum. Myndataka og hljóð er alveg magnað. Tomas Alfredson gerir álíka góða hluti með lýsingu og mótun andrúmsloftsins og hann gerir með að hafa frammistöðurnar sem raunverulegastar. Maðurinn er augljóslega fjölhæfur og nær að sinna vinnu sinni afar vel. Oftar en ekki - og þá sérstaklega í svona myndum - tapa leikstjórar sér meira í stílbrögðum heldur en að einblína á leik, og öfugt.
Myndin skilur ýmislegt eftir sig, og nei, ég er ekki bara að tala um ósvöruðu spurningarnar. Hún er lágstemmd allan tímann en nær þó að sjokkera mann duglega með fáeinum senum sem ég vil helst ekki nefna, en þær standa rækilega upp úr. Ég verð samt eitthvað að minnast á lokasenuna (ekki senuna í blálokin, heldur á undan henni), sem mér þótti alveg brilliant og hvað ég vildi óska að Twilight hefði boðið upp á eitthvað í líkingu við hana.
Þó svo að ég hafi ekki beinlínis dýrkað þessa mynd þá skil ég vel hæpið í kringum hana. Það er ekki skrítið að Bandaríkjamenn vilji endurgera hana, enda er það ekki stúdíó-mönnum ólíkt
að taka ferskan efnivið utan að landi og merkja hann eigin nöfnum. Einhvern veginn á ég erfitt með að sjá fyrir mér eins góða ameríska útgáfu af þessari sögu, og hvað þá með eins sterkum leik frá ungu fólki.
7/10
(Ath. Þessi umfjöllun inniheldur nokkra spoilera - Ég kjafta ekki frá neinu mikilvægu, en ég gef ýmislegt í skyn sem betra væri að skella viðvörun á)
Mér þykir það ótrúlegt hvað góðar bandarískar vampírumyndir eru sjaldséðar, og ef mér skjátlast ekki þá held ég að það skársta sem kanarnir hafa gert undanfarin ár í þeim geira sé eitthvað á borð við 30 Days of Night og Underworld: Rise of the Lycans. Svíarnir eru allavega ekki lengi að ná yfirhöndinni, enda rosalega óvenjuleg en um leið athyglisverð mynd hér á ferð sem tekur allar helstu vampíruhefðirnar og spinnur í kringum þær kaldlynt og raunsætt umhverfi.
Let the Right One In er samt ekki vampírumynd í hefðbundinni merkingu orðsins. Þetta er meira léttur bræðingur af drama og hrollvekju sem fjallar um óvenjulega vináttu, þar sem vill svo til að annar aðilinn nærist á blóði reglulega - en það er látið spilast út sem algjört aukaatriði. Það er áberandi margt sem myndin á sameiginlegt við gelgjumyndina Twilight, en ég sá hins vegar svolítið af The Crying Game í henni líka.
Myndin er hæg í keyrslu og tekur góðan tíma í að þróa lykilsambandið, sem er virkilega vel meðhöndlað. Samskipti þeirra Óskars og Eli eru skrifuð af gríðarlegu raunsæi og finnur maður aldrei fyrir þvingaðri melódramatík eða tilgerðarlegum samtölum. Svo er eitthvað við þessa ungu leikara sem fullkomlega selja sambandið. Mér skilst að leikstjórinn hafi eytt cirka ári í að finna réttu krakkana fyrir þessi hlutverk og skýrist það afar vel þegar maður horfir á myndina. Krakkarnir hafa fengið það erfiða verkefni að þurfa að bera myndina, sem þeir klikka ekki á og eru allan tímann einlæg og áhrifarík í frammistöðum sínum. Flæðið á sögunni drattast þó aðeins í þeim tilfellum þegar myndin leggur óþarfan fókus á persónur sem skipta litlu máli, eins og t.d. nágrannarnir.
Fyrst ég er byrjaður að nefna galla finnst mér tilvalið að kommenta á þær spurningar sem myndin skilur eftir ósvaraðar. Sagan er, sem betur fer, ekki neitt svakalega götótt en þó eru ýmsir þættir sem fá enga útskýringu, og þetta eru einmitt hlutir sem maður hefði gjarnan viljað útskýringu á. Hver er t.d. skýringin á bakvið það að Eli kemst inn í sum hús á meðan að henni er yfirleitt ætlað að vera boðið inn? Hver var tilgangurinn með egginu? og hvað átti það að þýða þegar Eli segir við Óskar: "Be me a little?" (greinilegt að ég hafi horft á myndina með enskum texta) Ég spyr einfaldlega útaf því að áherslan á þessa línu var svo sterk, sem lætur hana virka mikilvæga. Ef að þetta átti að marka einhverja breytingu í lífi Óskars, þá tók ég ekki eftir henni. Og já, "hasaratriðið" með köttunum var líka einum of....
Svo ég komi mér að því góða þá kemst ég ekki yfir það hvað þessi mynd er vel gerð út frá tæknilegum hliðum. Myndataka og hljóð er alveg magnað. Tomas Alfredson gerir álíka góða hluti með lýsingu og mótun andrúmsloftsins og hann gerir með að hafa frammistöðurnar sem raunverulegastar. Maðurinn er augljóslega fjölhæfur og nær að sinna vinnu sinni afar vel. Oftar en ekki - og þá sérstaklega í svona myndum - tapa leikstjórar sér meira í stílbrögðum heldur en að einblína á leik, og öfugt.
Myndin skilur ýmislegt eftir sig, og nei, ég er ekki bara að tala um ósvöruðu spurningarnar. Hún er lágstemmd allan tímann en nær þó að sjokkera mann duglega með fáeinum senum sem ég vil helst ekki nefna, en þær standa rækilega upp úr. Ég verð samt eitthvað að minnast á lokasenuna (ekki senuna í blálokin, heldur á undan henni), sem mér þótti alveg brilliant og hvað ég vildi óska að Twilight hefði boðið upp á eitthvað í líkingu við hana.
Þó svo að ég hafi ekki beinlínis dýrkað þessa mynd þá skil ég vel hæpið í kringum hana. Það er ekki skrítið að Bandaríkjamenn vilji endurgera hana, enda er það ekki stúdíó-mönnum ólíkt
að taka ferskan efnivið utan að landi og merkja hann eigin nöfnum. Einhvern veginn á ég erfitt með að sjá fyrir mér eins góða ameríska útgáfu af þessari sögu, og hvað þá með eins sterkum leik frá ungu fólki.
7/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Magnet/Magnolia Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
17. apríl 2009