Heartbreak Ridge
1986
Fannst ekki á veitum á Íslandi
... the scars run deep.
130 MÍNEnska
68% Critics 53
/100 Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóð.
Sagan gerist árið 1983. Tom Highway er margverðlaunaður hermaður úr bandaríska sjóhernum, og hefur barist í bæði Kóreu og í Víetnam. Núverandi staða hans er skotvopna liðþjálfi eða; Gunnery Sergeant. Reynsla hans í gegnum árin hefur gert hann þveran og þráan mann, sem þolir ekkert kjaftæði, og á það til að gerast ofbeldisfullur, sérstaklega þegar... Lesa meira
Sagan gerist árið 1983. Tom Highway er margverðlaunaður hermaður úr bandaríska sjóhernum, og hefur barist í bæði Kóreu og í Víetnam. Núverandi staða hans er skotvopna liðþjálfi eða; Gunnery Sergeant. Reynsla hans í gegnum árin hefur gert hann þveran og þráan mann, sem þolir ekkert kjaftæði, og á það til að gerast ofbeldisfullur, sérstaklega þegar hann er drukkinn, ef aðstæður eru ekki honum að skapi, án tillits til smáatriða eða fólksins í kring. Vegna alls þessa þá hefur hann eytt ófáum stundunum við barborðið. Nú er stutt í að hann láti af störfum fyrir aldurs sakir, en þarf að ljúka einu verki áður en hann hættir. Hann þarf að fara aftur til herstöðvar sinnar í Cherry Point í Norður Karólínu, en þaðan var hann rekinn fyrir óhlýðni. Hann á nú að þjálfa könnnunarherfylki. Yfirmaður hans, hinn mun yngri höfuðsmaður, með alls enga reynslu úr stríði, Major Malcolm Powers, sér Highway sem leifar af gamla tímanum í hernum. Næsti yfirmaður Highways, er Ring liðsforingi, sem einnig er leiðtogi könnunarherfylkisins. Hann er einnig mun yngri en Highway með enga reynslu úr stríði, en vel lesinn og með létt og kæruleysislegt yfirbragð. Highway kemst fljótt að því að herfylkið sem hann á að þjálfa er hópur af hálfgerðum slæpingjum, og þar á meðal er rokk tónlistarmaðurinn Stitch Jones, en hann og Highway höfðu hist áður og átt í útistöðum. Mennirnir í hersveitinni, sem raunverulega trúa því að Highway sé klikkaður, hata hann, og skilja ekki afhverju þeir þurfa að hlýða hans harkalegu þjálfunaraðferðum nú þegar Bandaríkin eru ekki einu sinni í stríði. Höfuðsmaðurinn, sem er hrifinn af reglu og skilvirkni, burtséð frá því hvort herinn þarf að vera í viðbragðsstöðu eða ekki, er sama sinnis varðandi Highway. Hann sér herfylki Highways aðallega fyrir sér sem æfingasveit fyrir sérsveit sína, sem þjálfuð er af helsta erkióvini Highways, Webster liðþjálfa. Hlutirnir taka nýja stefnu fyrir Highway og sveit hans þegar Bandaríkin lenda í stríði í Grenada. Í gegnum alla söguna er Highway að reyna að ná aftur ástum bardömunnar og fyrrum eiginkonu sinnar, Aggie. Þar eru tveir Þrándar í Götu: Roy Jennings, yfirmaður Aggie og vonbiðill, sem hatar sjóherinn, og saga þeirra Aggie saman, en hjónaband þeirra var aldrei nógu gott.... minna