Náðu í appið
Cry Macho

Cry Macho (2021)

" A story of being lost ... and found"

1 klst 44 mín2021

Miko er fyrrum kúreki og hrossaræktandi sem fær það starf árið 1978 að ná ungum syni manns úr höndum áfengissjúkrar móður sinnar.

Rotten Tomatoes57%
Metacritic58
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Miko er fyrrum kúreki og hrossaræktandi sem fær það starf árið 1978 að ná ungum syni manns úr höndum áfengissjúkrar móður sinnar. Miko nær í barnið og fer með það í gegnum óbyggðir Mexíkó á leiðinni til baka til Texas í Bandaríkjunum. Ferðin er erfið og hinn lúni kúreki gæti fundið einskonar endurlausn í því að kenna drengnum sitthvað um hvað það þýðir að vera góð manneskja.

Aðalleikarar

Vissir þú?

Gerðar voru margar tilraunir til að gera kvikmyndina áður en þessi var gerð. Myndin lá á hillunni í þrjátíu ár en árið 1991 var byrjað að taka myndina í Mexíkó með Roy Scheider í aðalhlutverkinu. Fljótlega var hætt við allt saman. Önnur tilraun var gerð árið 2011 með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverkinu, en hætt var aftur við þá.
Clint Eastwood samdi lagstúf í myndinni sem heyrist nokkrum sinnum. Hann heitir Time Lapse, og er fluttur af honum sjálfum.
N. Richard Nash skrifaði handrit myndarinnar á áttunda áratug síðustu aldar, en var hafnað tvisvar af 20th Century Fox. Hann breytti handritinu í skáldsögu sem var gefin út 11. Júní 1975. Eftir góðar viðtökur við skáldsögunni þá reyndi hann nokkrum sinnum að selja kvikmyndaréttinn, eða allt þar til hann lést árið 2000.
Í stiklu myndarinnar er notast við tónlist úr The Mission frá 1986 eftir Ennio Morricone.
Þetta er fyrsta myndin sem Clint Eastwood leikstýrir síðan Hereafter ( 2010 ) sem er ekki byggð á eða innblásin af sannri sögu.

Höfundar og leikstjórar

Nick Schenk
Nick SchenkHandritshöfundurf. -0001
N. Richard Nash
N. Richard NashHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Malpaso ProductionsUS
ASR ProductionsUS
Warner Bros. PicturesUS