Náðu í appið
The Mule

The Mule (2018)

"Nobody Runs Forever"

1 klst 56 mín2018

Vegna fjárhagsvandræða tekur garðyrkjufræðingurinn Earl Stone upp á því á gamals aldri að smygla eiturlyfjum fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til Michigan...

Rotten Tomatoes70%
Metacritic58
Deila:
The Mule - Stikla
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiHræðslaHræðslaBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Vegna fjárhagsvandræða tekur garðyrkjufræðingurinn Earl Stone upp á því á gamals aldri að smygla eiturlyfjum fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til Michigan og Arizona þar sem hann kemur þeim í hendur dreifenda. Sagan er byggð á sönnum atburðum og sækir efniviðinn í grein Sams Dolnick sem nefnist The Sinaloa Cartel’s 90-Year Old Drug Mule og birtist í The New York Times fyrir nokkrum árum. Þar sagði frá hinum níræða Leo Sharp (sem í myndinni er látinn heita Earl Stone) sem var handtekinn árið 2011 með hátt í 100 kíló af kókaíni í bíl sínum eftir að aksturslag hans hafði vakið athygli lögreglumanns. Í ljós kom að Leo hafði um tíu ára skeið stundað stórfellt kókaínsmygl beint fyrir framan nefið á landamæraeftirlitinu án þess að vekja nokkurn grun. Vakti málið að vonum athygli enda er Leo sennilega elsti maður sem handtekinn hefur verið sem burðardýr auk þess sem hann var nokkuð þekktur innan garðyrkjusamfélagsins í Bandaríkjunum, sérstaklega fyrir ræktun sína á liljum í ýmsum nýjum litaafbrigðum og er eitt þeirra meira að segja nefnt í höfuðið á honum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Imperative EntertainmentUS
Bron StudiosCA
Malpaso ProductionsUS
Warner Bros. PicturesUS