Náðu í appið
Öllum leyfð

The Real Howard Spitz 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 9. október 1998

102 MÍNEnska

Howard Spitz er rithöfundur sem skrifar sakamálasögur undir dulnefninu Vance Kirby, en sögurnar hans eru í einu orði sagt lélegar. Þær eru reyndar svo lélegar að útgefandinn hans neitar harðlega að gefa út nýjustu söguna hans. Þetta er mikið vandamál fyrir Howard því hann er margbúinn að lofa lánardrottnum sínum fyrirframgreiðslunnni sem hann átti von... Lesa meira

Howard Spitz er rithöfundur sem skrifar sakamálasögur undir dulnefninu Vance Kirby, en sögurnar hans eru í einu orði sagt lélegar. Þær eru reyndar svo lélegar að útgefandinn hans neitar harðlega að gefa út nýjustu söguna hans. Þetta er mikið vandamál fyrir Howard því hann er margbúinn að lofa lánardrottnum sínum fyrirframgreiðslunnni sem hann átti von á fyrir söguna. Dag einn þegar Howard er að glugga í bækur í bókaverslun nokkurri kíkir hann fyrir rælni í barnabók og sér að hún kostar dágóðan skilding þrátt fyrir að hún sé örstutt. Hann reiknar út í snatri hvað höfundur slíkrar sögu fengi í sinn hlut og í kolli hans kviknar ný hugmynd. Þrátt fyrir andstöðu umboðsmanns Howards, Lou, ákveður hann að snúa sér að því að skrifa bækur fyrir börn. Hann er reyndar kominn með hugmynd um sögupersónu sem hann kallar Crafty Cow, en það er kýr sem gefur af sér mjólk á daginn en eyðir nóttinni í að vera einkaspæjari. Eina vandamálið sem blasir við Howard er að hann hatar krakka. Hann sest engu að síður við skriftirnar en fljótlega lendir hann í heiftarlegri ritstíflu og kemur litlu sem engu á blað sama hvaða ráðum henn reynir að beita. Hann tekur jafnvel til í sokkaskúffunni sinni en ekkert gengur. Í örvæntingu sinni leitar hann ráða hjá harðsnúinni sjö ára stelpu sem heitir Samantha, en hana hitti Howard þegar hann var að viða að sér fróðleik á bókasafni fyrir börn. Samantha samþykkir að lagfæra söguhandritið sem Howard er búinn að berja saman með harmkvælum og gera það þannig úr garði að það sé boðlegt börnum, en í staðinn verður Howard að veita aðstoð sína við leitina að föður hennar sem enginn veit hvar er. Móðir Samönthu, Laura (Amanda Donohoe), er hins vegar ekkert viss um að faðir hennar vilji láta finna sig, en engu að síður getur hún ekki neitað dóttur sinni um bón hennar. Að auki virðist Samantha vera ákaflega hænd að Howard og fyrr en varir er Laura búin að leggja allt sitt traust á þennan ráðvillta rithöfund. Þegar bókin hans kemur svo á markað slær hún samstundis rækilega í gegn. Howard er hins vegar ekkert fyrir það að vera í sviðsljósinu og ræður hann leikara að nafni Roger (Patrick McKenna) til að koma fram í sínu hlutverki alls staðar þar sem kynning á bókinni fer fram. Rithöfundurinn sjálfur tekur svo smám saman breytingum eftir því sem hann flækist í þennan vef hálfsannleika og hreinna lyga, og hann verður sífellt háðari samvistum við þær mæðgurnar Samönthu og Lauru. Upp úr sýður þó á alþjóðlegri barnabókastefnu í Los Angeles þar sem í ljós kemur að leikarinn Roger er farinn að taka hlutverk sitt einum of alvarlega og grípur Howard þá til sinna ráða. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn