Náðu í appið
Öllum leyfð

Man on Wire 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 17. apríl 2009

1974. 1350 feet up. The artistic crime of the century.

94 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 100% Critics
The Movies database einkunn 89
/100
Vann Óskarsverðlaun sem besta heimildarmyndin fyrir árið 2008.

Heimildarmynd um línudansarann og götulistamanninn Philippe Petit sem framdi "listræna glæp aldarinnar" árið 1974 þegar hann setti vír á milli tvíburaturnanna og eyddi svo 45 mínútum í að labba, dansa og krjúpa á vírnum sér og öðrum til skemmtunar.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Man on Wire er ein skemmtilegasta heimidarmynd sem ég hef séð. Myndin segir frá Frakkanum Philippe Petit sem er einskonar ofurhugi. Hann er með ákveðna áráttu sem tengist því að ganga á línu milli hárra turna. Þegar hann sá teikningar af tvíburaturnunum, áður en þeir voru byggðir, ákvað hann að hann yrði að ganga á milli þeirra. Maðurinn er auðvitað snar-geggjaður en þetta er sönn saga. Petit, ásamt félögum sínum, var í mörg ár að skipuleggja verknaðinn og var í 8 mánuði í New York árið 1974 áður en hann lét verða af þessu. Þeir fóru ótal ferðir í turninn og hvert smáatriði var úthugsað. Þar sem þetta er ólöglegt var nokkuð flókið að komast framhjá vörðum og setja upp búnaðinn. Þessi atburður varð síðar þekktur sem “the artistic crime of the century”.

Plakatið á myndinni segir manni nokkurn veginn hvað gerist svo að skemmtunin felst fyrst of fremst í frásögninni. Petit er mjög skemmtilegur sögumaður og þessi saga hans er gjörsamlega ógleymanleg. Þessi mynd á góða möguleika á að vinna óskarsverðlaun fyrir bestu heimildarmynd, ég myndi allavega styðja það. Frábær mynd.

“If I die, what a beautiful death!”
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn