Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þetta er ein áhugaverðasta og skemmtilegasta heimildamynd sem ég hef séð á mínu stutta lífi. Chris Bell er einn af 3 bræðrum sem allir eru kraftakarlar. Munurinn á Bell og bræðrum hans er sá að þeir nota stera en ekki hann. Bell fór því á stúfana og rannsakaði orsök og afleiðingar. Saga vöðvadýrkunar er rakin frá Charles Atlas til Hulk Hogan, Stallone og Schwarzenegger. Það er talað um steranotkun ríkisstjórans, Ben Johnson og fleiri. Það kom mér á óvart hvað steranoktun viðist vera algeng. Hún er allstaðar í hafnarbolta, amerískum fótbolta og frjálsum íþróttum. Það er sýnt fram á að Carl Lewis féll á lyfjaprófi fyrir ólympíuleikana 1988 en fékk samt að taka þátt. En Bell kafar samt mun dýpra en það. Hann fær álit ýmsra aðila á sterum, bæði með og á móti. Það eru færð ansi góð rök fyrir lögleiðingu og banni. Það er kafað ofan í aðrar leiðir til að bæta árangur á ýmsum sviðum (performance enhancers). Það kom mér töluvert á óvart hversu algengt þetta er. Tónlistarmenn nota lyf sem stoppar flæði adrenalíns og kemur í veg fyrir taugaveiklun. Her flumenn nota amfetamín töflur til að halda fókus í orustuþotum og svo framvegis.
Almenningsálit virðist vera mjög á móti notkun stera, fyrst og fremst af því að það er talið verið svindl. Ekki endilega af því að það er hættulegt. Samt sem áður er það vitað að flestir eru á þessum lyfjum og það er ekki mikið gert til að stöðva það. Svo verður maður að spyrja sig, á að stoppa það? Þetta fólk er að taka áhættu með sinn líkama og við fáum skemmtilegri íþróttir fyrir vikið. Það er samt ömurlegt að góðir íþróttamenn virðast ekki eiga séns á að vera í toppsætið án þess að taka einhver vafasöm lyf. Hvað er ykkar álit á sterum? Horfið á þessa mynd, afstaða ykkar gæti breyst.
“In sports you should play fair. In war, you shouldn't play fair at all.”
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.biggerstrongerfastermovie.com
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
17. apríl 2009
Útgefin:
26. ágúst 2009