Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Goods: Live Hard, Sell Hard 2009

(The Goods: The Don Ready Story)

Justwatch

Frumsýnd: 20. ágúst 2009

110 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 27% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Don Ready er meistari í að búa til pening úr ótrúlegustu og vonlausustu aðstæðum. Hann ferðast með allsérstökum vinahóp sínum á milli staða og græðir pening á því að bjarga öðrum frá þroti. Þegar hann er beðinn um hjálp við að bjarga bílasölu nokkurri frá gjaldþroti hristir hann og félagar hans rækilega upp í hlutunum. Það gengur þó ekki... Lesa meira

Don Ready er meistari í að búa til pening úr ótrúlegustu og vonlausustu aðstæðum. Hann ferðast með allsérstökum vinahóp sínum á milli staða og græðir pening á því að bjarga öðrum frá þroti. Þegar hann er beðinn um hjálp við að bjarga bílasölu nokkurri frá gjaldþroti hristir hann og félagar hans rækilega upp í hlutunum. Það gengur þó ekki jafn auðveldlega að bjarga bílasölunni og upphaflega var áætlað, auk þess sem Ready lendir í því að verða ástfanginn...... minna

Aðalleikarar

The Not-so-Goods
The Goods er ein af þessum gamanmyndum sem reiðir sig alfarið á brandarana og er þ.a.l. skítsama um persónur eða söguþráð, þannig að ef þú ert ekki farinn að hlæja reglulega innan við fyrsta hálftíma myndarinnar þá er öruggt að segja að þessi húmor sé ekki fyrir þig. Þegar markmiðið er svona einfalt er eins gott að brandararnir gangi upp, sem er auðvitað smekksatriði, en persónulega fannst mér myndin voða misjafnlega fyndin. Stundum hló ég, stundum leið mér hálf kjánalega við það að horfa á hana.

Húmorinn í þessari mynd er af allt annarri tegund heldur en t.d. í The Hangover eða týpískum þvælum. Hann er voða... sérstakur, og það er nokkuð ljóst að aðeins minnihluti fólks muni fíla hann frá upphafi til enda. Og vegna þess að myndin gekk ekki út á annað en þessa stórskrítnu djóka var mér voða lítið skemmt meðan ég horfði á hana. Ég hefði viljað aðeins viðburðaríkari söguþráð eða sjá meira gert við þessar skrautlegu persónur. Myndin skilur mann eftir með eitthvað svo súrt eftirbragð. Hún er stundum undarlega fyndin, en almennt er hún eins ómerkileg og fljótleymd og mestmegnið af leikarahópnum.

Jeremy Piven var þó góður. Það er gaman að sjá hann leika í bíómynd þar sem hann leikur skemmtilegan karakter í staðinn fyrir drullusokk, því ef það er einhver sem stendur sig betur í því að leika skíthæl heldur en Matthew McConaughey, Sam Rockwell og Greg Kinnear, þá er það hann. Piven fær ekki mikið til að vinna úr, en hann spjarar sig og virðist búa yfir hæfileikum til að geta haldið heilli mynd á floti. Hann þarf bara að vanda handritavalið næst.

Hefði The Goods lagt meira á sig í afþreyingargildinu í stað þess að leggja allt undir fyrir súran húmor væri örugglega hægt að gefa henni séns. En hver veit? Kannski mun hún höfða til margra með tímanum enda óvenjulega mikill költ-bragur á henni. Fyrir mitt leyti hef ég voða takmarkaðan áhuga að sjá hana aftur, þrátt fyrir fáein þrusufín augnablik.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn