Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Halloween II 2009

(H2)

Frumsýnd: 4. september 2009

Family Is Forever

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 35
/100

Michael Myers er enn í fullu fjöri og ekkert minna hættulegur en í fyrri myndum. Eftir misheppnaða endurfundi þar sem hann ætlaði að hitta systur sína Laurie Strode á bernskuheimili þeirra, er farið beint með Laurie á spítala þar sem hún fær aðhlynningu vegna sára sem bróðir hennar veitti henni nokkrum stundum fyrr. Michael er þó ekki langt undan og mun... Lesa meira

Michael Myers er enn í fullu fjöri og ekkert minna hættulegur en í fyrri myndum. Eftir misheppnaða endurfundi þar sem hann ætlaði að hitta systur sína Laurie Strode á bernskuheimili þeirra, er farið beint með Laurie á spítala þar sem hún fær aðhlynningu vegna sára sem bróðir hennar veitti henni nokkrum stundum fyrr. Michael er þó ekki langt undan og mun halda áfram að myrða þar til hann fær systur sína aleinn og fyrir sjálfan sig. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Glötuð hrollvekja eða vondur gjörningur?
Ég hef aldrei vitað um leikstjóra sem er jafn hrifinn af "white trash" og Rob Zombie. Ég skal gefa honum það að hann kann að stilla kameru upp og býr oft til brjálaðar myndir, sem getur bæði þýtt gott eða vont, en ég get ómögulega kallað einhverja mynd eftir hann góða eða skemmtilega. Halloween, sem hann færði okkur síðast, var sú skársta að mínu mati, og hún var heldur ekkert sérstök. Hún tók upprunalegu myndina hans John Carpender og þjappaði hana niður í þrjú korter. Svo bætti Zombie við auka 45-50 mínútum þar sem hann þurfti endilega að kafa út í æskuárin hjá Michael Myers, sem - að sjálfsögðu - báru sterku white trash-einkennin. Niðurstaðan var ofsalega ójöfn hrollvekja sem gerði á endanum ekkert nýtt.

Zombie hefur reyndar sjálfur viðurkennt það að hann var ekkert alltof hrifinn af fyrstu Halloween-myndinni (s.s. endurgerðinni). Þess vegna sagðist hann ætla að gera eitthvað gerólíkt með framhaldið. Og gerði hann það? Ójá! Halloween II er eitthvað allt, allt annað en bara standard unglingahrollvekja, og þó að það hljómi eins og góður hlutur þá get ég blessunarlega játað að það sem við fengum í staðinn var eitthvað svo miklu, miklu verra.

Ef að þetta á að kallast hrollvekja þá verð ég að yppa öxlum og spyrja: hvað er svona hrollvekjandi við hana?? Myndin stólar ekkert á það að byggja upp andrúmsloft sem heldur áhorfendum föstum við sætið, og mér til mikillar undrunar eru bregðusenur ekki eins blóðmjólkaðar hérna og í fyrstu myndinni. Það myndi ég líka yfirleitt kalla góðan hlut, en vitið þið? Myndin verður bara meira svæfandi fyrir vikið. Það er nákvæmlega ekkert áhugavert við þessa atburðarás sem myndin eyðir skuggalega miklum tíma í að stilla upp. Ég tók ekki einu sinni eftir að það hafi verið nokkur vottur af söguþræði. Myndin bara... staldrar, og tefur nánast hverja einustu senu að óþörfu með... tja... engu merkilegu!

Mér leið ekki eins og ég hafi verið að horfa á það sem ég bjóst við, og það að kalla þetta slasher-mynd er voða villandi. Það er erfitt að flokka Halloween II í raun, en frekar myndi ég kalla þetta einhvern stórfurðulegan gjörning þar sem Zombie heldur áfram að sína hversu mikill "listamaður" hann er með alveg hreint óbærilega trippuðum senum sem gegna engum tilgangi nema þá bara til að vera furðulegar. Stundum gengur myndin svo langt í þessum arthouse-senum að jafnvel Tim Burton myndi hrista hausinn og segja við Zombie að hann væri sérvitur andskoti. Myndin nær ekki einu sinni að vekja óhug vegna þess að hún er of súr. Mér leið bara illa við það að horfa á þetta. Blóð og viðbjóð get ég vel sætt mig við, en hvað sem Zombie var að reyna að gera við þessa mynd var bara fullvont á augun.

Það er líka alveg hlægilegt hvernig Zombie treður eiginkonu sinni, Sheri Moon, í hlutverk sem var eitt það versta við alla myndina. Meira að segja er aðalmaðurinn, Michael Myers, alveg hættur að vekja einhvern óhug. Zombie hefur semsagt tekist að breyta einhverjum frægasta morðingja kvikmyndasögunnar í hávaxinn róna í hettupeysu með sítt skegg. Almáttugur! Jafnvel Michael Cera er meira drungalegur en þessi aumingi. Frekar myndi ég taka til fóta ef ég sæi hann í myrku húsasundi heldur en þennan Alan Moore look-a-like.

Ég reyndi... já, ég SVER að ég reyndi að sjá eitthvað gott við þessa mynd. Eina sem ég fann voru nokkur flott skot, þannig að kamerumaðurinn fær brot af einhverju hrósi. Ég get ekki einu sinni sagt að Malcolm McDowell eða Brad Dourif hafi verið eitthvað ágætir. Oftast er gaman að hafa þá, sama í hvaða drasli þeir leika stundum í, en ekki núna. Spennan í myndinni er núlstillt og leikurinn stundum hroðalegur, og vegna þess að myndin eyðir stundum svo miklum tíma í senur sem ættu ekkert að vera þarna til að byrja með verður myndin ferlega langdregin. Ég trúði ekki að hún hafi verið aðeins 100 mínútur, því mér leið eins og hún væri á lengd við tvær venjulegar hrollvekjur.

Ég var næstum því farinn að pæla í að kalla þetta verstu Halloween-myndina frá upphafi, en ég held að valið sé enn á milli The Curse of Michael Myers eða The Season of the Witch. Hún skrapar botninn engu að síður.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

30.10.2020

Er hrekkjavaka Zombies töff eða tilgerðarleg?

Yfirnáttúrulegi morðinginn Michael Meyers er með þekktari hryllingsfígúrum kvikmyndasögunnar og hefur tekið ýmsar breytingar. Lítið er þó rætt almennt um túlkun rokkhaussins Rob Zombie á Halloween-seríunni. Hann setti ald...

30.10.2020

Er hrekkjavaka Zombies töff eða tilgerðarleg?

Yfirnáttúrulegi morðinginn Michael Meyers er með þekktari hryllingsfígúrum kvikmyndasögunnar og hefur tekið ýmsar breytingar. Lítið er þó rætt almennt um túlkun rokkhaussins Rob Zombie á Halloween-seríunni. Hann setti aldeilis sin...

31.10.2018

40 ár milli stríða

Í tilefni af 40 ára afmæli „Halloween“ (1978) hefur ný „Halloween“ (2018) nú verið frumsýnd og er henni lýst sem hinni einu sönnu framhaldsmynd af þeim sem að baki henni standa. Að vissu leyti er það rétt staðh...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn