Náðu í appið

24: Redemption 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Save the day

102 MÍNEnska

Fyrrum alríkisfulltrúinn Jack Bauer tekst á við afríska einræðisherrann Benjamin Juma, en herir hans hafa fengið skipun um að fanga börn á munaðarleysingjahæli, sem Bauer passar upp á, og nota þau í hernaði.

Aðalleikarar


Ég hef séð fyrstu 5 seríurnar af 24 og virkilega fýlað þær í botn. Jack Bauer er meistari í minni bók og besti leyniþjónustumaður sem sést hefur í sjónvarpsþáttum. Þættirnir eru hraðir og spennandi þannig að bíómynd hlaut að vera pottþétt skemmtun, ekki satt? Nope, ég varð fyrir ferlegum vonbrigðum með þessa mynd. Hún er frekar hæg, illskiljanleg, hallærislega og hreinlega léleg. Bauer er hér staddur í Afríku og býr meðal óbreyttra þorpsbúa. Einhverjir óþokkar eru að fara illa með börn og breyta þeim í hermenn og Bauer verður auðvitað að gera eitthvað í því. Eins og Krissi vinur minn benti á, þetta er bara eins og Rambo 3 og 4. Eini munurinn er að Rambo er tíu sinnum skemmtilegri. Á meðan allt þetta er í gangi þá er eitthvað plot í Washington sem tengist forsetanum. Ég hafði á tilfinninguna að það væri allt gert til þess að láta þetta líta meira út eins og 24 en þeir hefðu betur mátt sleppa því af því að sá hluti var leiðinlegur og óskýr að mörgu leiti. Í aukahlutverkum eru stórlaxar á borð við Jon Voight og Robert Carlyle sem eru mjög illa nýttir. Kannski var myndin bara svona illskiljanlegt af því að mér leiddist svo mikið að ég var farinn að hugsa um eitthvað allt annað. Forðist þessa.

Það má vera að þessi mynd hafi átt að vera formáli fyrir 7. seríu af 24 og skiljist ekki nema í samhengi við hana. Ef svo er þá verður það að teljast mjög lélegt að myndin geti ekki staðið ein og sér, þó að þetta sé sjónvarpsmynd.

Svo er annað. Þættirnir heita 24 af því að hver sería er 24 klst. í lífi Bauer. Myndin er ca. 1,5 klst. Ætti myndin ekki að heita 1,5: Redemption??
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

06.12.2011

Tuttugu og fjórir á tveimur tímum?

Það er langt síðan aðdáendur sjónvarpsseríunnar 24 fengu þær fréttir um að bíómynd í fullri lengd (ekki sjónvarpsmynd, eins og 24: Redemption, heldur alvöru) væri á leiðinni. Umræðurnar spruttu upp löngu á...

06.12.2011

Tuttugu og fjórir á tveimur tímum?

Það er langt síðan aðdáendur sjónvarpsseríunnar 24 fengu þær fréttir um að bíómynd í fullri lengd (ekki sjónvarpsmynd, eins og 24: Redemption, heldur alvöru) væri á leiðinni. Umræðurnar spruttu upp löngu á...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn