Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Þessi mynd átti að vera betri, nei hún átti að vera frábær. Ég gerði eiginlega ekki ráð fyrir öðrum möguleika. Við erum með mynd eftir John Huston með Jack Nicholson og Kathleen Turner í aðalhlutverkum. Svört kómedía sem var tilnefnd til ÁTTA óskarsverðlauna. Hvað get ég sagt, mér fannst hún ömurleg. Kannski hefur hún bara elst svona herfilega eða kannski voru stóru nöfnin nóg til að fá þessar tilnefningar. Samt, hún er í bókinni minni 1001 Myndir sem þú þarft að sjá áður en þú deyrð. Ég var bara í hálfgerðu sjokki yfir því hversu slæm hún var. Þetta er að mínu mati versta hlutverk Nicholson. Hann er með ömurlegan ítalskan hreim sem hann ræður ekkert við. Hann er með eitthvað pappírsdrasl í efri vörinni eins og Marlon Brando, en það gerir hann bara asnalegan. Turner fær ekki að njóta sín eins og t.d. í War of The Roses. Svo er sagan bara heimskuleg. Til dæmis í einu atriði fer Nicholson að drepa náunga eftir tilskipun donsins. Hann tekur leigubíl upp að húsinu um hábjartan dag, labbar inn um aðal innganginn og skýtur hann. Það væri ekki erfitt að sanna þetta í réttarsal hefði ég haldið. Anjelica Huston var best, hún fékk einu óskarsverðlaunin af þessum átta og vinnur sér inn eina stjörnu. Jæja, ég ætla að segja skilið við þessa mynd. Mikil vonbrigði.
“Charley, she is a woman you have known only for a few weeks. She is your wife. We are your life.”