Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég er búinn að hafa augastað á þessari mynd lengi, reyndar síðan hún kom út. Þar sem Kanarnir eru búnir að endurgera hana (The Uninvited) þá fannst mér tími til kominn að slökkva ljósin, grafa mig undir teppi og láta Kóreubúana hræða úr mér líftóruna. Ég vissi ekkert um söguþráðinn sem var eiginlega mjög gott og ég mæli með því að forðast allar upplýsingar ef þið ætlið að horfa á hana. Ég mun allavega ekki skemma.
Þessi mynd spinnur þéttan vef á jöfnum hraða. Það er ekki mikið um bregður og ódýr brögð til að hræða áhorfandann. Persónur eru vandlega þróaðar og maður fær tækifæri til að reyna að leysa gátuna, mér reyndar tókst það ekki. Sagan er grípandi og allir leikarar standa sig vel, sérstaklega Jung-ah Yum sem stjúpmóðirin. Síðasti hluti myndarinnar gerði gjörsamlega út af við mig. Þetta er ein magnaðasta asíska mynd sem ég hef séð. Ekki horfa á endurgerðina, leggið á ykkur að finna þessa, það er VEL þess virði.
“As much as you hate it, I'm the only one in this world you can call mother, got it?”