Gagnrýni: The Last Stand
Arnold Schwarzenegger, orðinn 65 ára gamall, gefur ekkert eftir í sinni nýjustu hasarmynd, The Last Stand. Kvikmyndin segir frá lögreglustjóra (Schwarzenegger) í litlum smábæ við landamæri...
"Retirement Is for Sissies"
Eftir að hafa hætt í eiturlyfjadeild lögreglunnar í Los Angeles, eftir að misheppnuð lögregluaðgerð skildi hann eftir með efitrsjá og kvíða, þá er lögreglustjórinn Ray...
Bönnuð innan 16 áraEftir að hafa hætt í eiturlyfjadeild lögreglunnar í Los Angeles, eftir að misheppnuð lögregluaðgerð skildi hann eftir með efitrsjá og kvíða, þá er lögreglustjórinn Ray Owens fluttur frá borginni, og í rólegan lítinn bæ sem kallast Sommerton Junction, þar sem glæpir eru öllu minni en í stórborginni. En friðsælli tilveru bæjarins er snúið á hvolf þegar Gabriel Cortez, hættulegasti og eftirsóttasti eiturlyfjabaróninn í hinum vestræna heimi, sleppur úr fangelsisbíl. Með hjálp skuggalegra málaliða, sem Icy Burrell stjórnar, byrjar keppni um að komast að landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á 250 mílna hraða á klukkustund í sérútbúnum Corvette ZR1 með gísl í eftirdragi. Leið Cortez liggur beint í gegnum Summerton Junction, þar sem stórt lögreglulið er mætt, þar á meðal lögregluforinginn John Bannister, og gerir síðustu tilraun til að góma hann áður en hann sleppur yfir landamærin. Í fyrstu er Ray Owens tregur til að taka þátt í aðgerðinni, en að lokum safnar hann liði sínu saman og tekur málin í sínar hendur, og magnað lokauppgjör á sér stað.




Arnold Schwarzenegger, orðinn 65 ára gamall, gefur ekkert eftir í sinni nýjustu hasarmynd, The Last Stand. Kvikmyndin segir frá lögreglustjóra (Schwarzenegger) í litlum smábæ við landamæri...