Kingpin er frábær mynd. Woody Harrelson er alveg magnaður í hlutverki Roy Munson, og sýnir fína takta í hlutverkinu. En Randy Quaid er bestur í hlutverki Ishmael. Örugglega skemmtilegasta hlu...
Kingpin (1996)
"You wouldn't want to meet these pinheads in an alley."
Myndin fjallar um keiluíþróttina og samskipti seinheppins keiluleikara, Roy Munson, og Ishmaels sem hefur mikla hæfileika til að leika keilu en er Amishtrúar og því...
Bönnuð innan 6 ára
Ofbeldi
Hræðsla
BlótsyrðiSöguþráður
Myndin fjallar um keiluíþróttina og samskipti seinheppins keiluleikara, Roy Munson, og Ishmaels sem hefur mikla hæfileika til að leika keilu en er Amishtrúar og því er erfitt að sannfæra hann um að gerast atvinnumaður í íþróttinni. Roy Munson var alinn upp til að verða besti keiluspilsleikari í heimi ( faðir hans byrjaði mjög snemma að æfa hann í íþróttinni). En keilufélagi hans, Ernie McCracken verður valdur að því, ásamt misskilningi þar sem fantar koma við sögu, að Munson missir keiluhendina sína. Munson lætur þetta ekki stöðva sig, og fær sér gervihendi og gerist farandsölumaður. En lífið er í raun allt niður á við eftir að hann missti hendina, eða allt þar til hann hittir Ishmael, sem er af Amish þjóðflokknum og stelst að heiman til að spila keilu ( honum yrði útskúfað úr Amish samfélaginu ef þetta kæmist upp ) Roy sannfærir Ishmael um að leyfa honum að gerast þjálfari hans og hann geti gert hann að besta keiluspilsleikara í heimi. Ishmael er hikandi, en ákveður síðan að fara í keiluspilsferðalag með Munson, og kemst að því að lífið utan Amish þorpsins er bara þónokkuð skemmtilegt. Leiðir þeirra og Ernie McCracken liggja fljótlega saman en hann er ennþá algjör stjarna á sviði keiluspils, og fjöldi fólks kemur að horfa á hann, og fagrar konur sitja um hann, á meðan ferill Roy hefur sturtast niður um klósettið.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar




Aðrar myndir
Myndir
Bakgrunnsmyndir
Plaköt
Framleiðendur


Gagnrýni notenda (5)
Já,hér er ágætis grínmynd á ferð.Kingpin.sem Randy Qiaud & Woody Harrelson leika vel saman.Farrely bræður leikstýra þessa mynd bara ágælega og er nú bara ágætis skemmtun.Hún fjallar u...
Kingpin er eiginlega bara mjög skemmtileg mynd og líka með mjög skemmtilegum húmor. Woody Harrelson leikur þennan leik vel og þá sömuleiðis Randy Quaid. Farrely bræður hafa aftur gert stó...
Þvílík snilld. Þetta er ein fyndnasta mynd sem ég hef séð. Woddy Harrelson, Randy Quaid og Bill Murray fara á kostum í mynd þar sem keila er aðal sportið í Bandaríkjunum. Snilld allir ve...
Ein af fyndnustu myndum sem undirritaður hefur séð. Woody alveg draumur í dollu og Randy Quaid er svo flottur að maður fyrirgefur honum að hafa leikið í Independence Day. Hver viðbjóðurinn...



















