Náðu í appið
Cemetery Junction

Cemetery Junction (2010)

The Man from the Pru

1 klst 35 mín2010

Cemetery Junction gerist árið 1973 í Reading í Englandi.

Rotten Tomatoes58%
Deila:
Cemetery Junction - Stikla
Öllum leyfð Öllum leyfð

Söguþráður

Cemetery Junction gerist árið 1973 í Reading í Englandi. Segir hún frá þremur ungum vinum sem eyða mestum tíma sínum í það að drekka, slást og eltast við stelpur. Freddie (Christian Cooke) er ekki sáttur við eigin stað í lífinu og vill komast upp úr verkamannastéttarharkinu, á meðan hinn svali og sjarmerandi Bruce (Tom Hughes) og hinn léttmisheppnaði Snork (Jack Doolan) eru hamingjusamir með lífið nákvæmlega eins og það er og vilja helst engu breyta. Þegar Freddie fær svo skyndilega nýja vinnu með framtíðarmöguleika, sem farandsölumaður, og rekst þar að auki á gömlu kærustuna úr skóla, hina fallegu Julie (Felicity Jones), neyðast vinirnir til að horfast í augu við að velja á milli núverandi lífs og einhvers sem gæti breytt þeim og vináttu þeirra að eilífu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (1)

Framleiðendur

Gervais/Merchant