Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Krakkar, nei, þessi mynd sýgur
Jæja krakkar mínir, þetta er held ég versta íslenska mynd sem að ég hef séð. Það var meira skemmtanagildi í Köld Slóð heldur enn þessari. Trailerinn lítur meira segja illa út. Myndin lítur út eins og einnhver mongólíti út í bæ sem stal Ladda, lét hann leika í mynd, eftir bók og ég veit ekki alveg hvort að það sé búið að gefa hana út. Hver er þessi
Þorsteinn Gunnar Bjarnason ? Ég er sá engan kost við þessa mynd. Ég fann engan stíl, engan húmor og þegar það átti að koma eitthvað fyndið, það virkilega meiddi mig. Hvernig hún var sjálf gerð, það var ekki einu sinni vel gert.
( Bara að láta ykkur vita, ef þið viljið að ég segji eitthvað gott um þessa mynd, hættið að lesa núna)
Leikaravalið er frekar random og leikararnir leika illa, meirasegja Laddi vissi ekki hvernig hann átti að vera. Unnur Birna var bara hræðilega-kjánaleg. Bara allt sem kom útúr munninum á henni varð bara...klisjulegt. Ég reyndi meira segja að éta mig sjálfan þegar hún var að halda einnhverja ræðu um það að hann Laddi myndi fá lúnabólgu ef hann myndi vera blautur (satt).
Myndavélin er hrá. Útlitið lítur illa út, allt svo litríkt og HRÁTT. Eitt stórt orð, HRÁTT. Handritið er stefnulaust og fáranlegt, allar persónurnar í þessari mynd eru tómar og hreint út kjánalegar. Gaurin sem leikur Flemming Geir, mig langaði til að drepa hann, bara í þessu eina atriði. Mig langaði til að myrða alla persónurnar í þessari mynd, allar svo LÉLEGAR. Stefán Karl er bara glanni glæpur í þessari mynd, nema í þetta skipti er hann með dóp.
1/10 - Verum meira sammála honum Tomma, hann veit hvað hann segir.
Jæja krakkar mínir, þetta er held ég versta íslenska mynd sem að ég hef séð. Það var meira skemmtanagildi í Köld Slóð heldur enn þessari. Trailerinn lítur meira segja illa út. Myndin lítur út eins og einnhver mongólíti út í bæ sem stal Ladda, lét hann leika í mynd, eftir bók og ég veit ekki alveg hvort að það sé búið að gefa hana út. Hver er þessi
Þorsteinn Gunnar Bjarnason ? Ég er sá engan kost við þessa mynd. Ég fann engan stíl, engan húmor og þegar það átti að koma eitthvað fyndið, það virkilega meiddi mig. Hvernig hún var sjálf gerð, það var ekki einu sinni vel gert.
( Bara að láta ykkur vita, ef þið viljið að ég segji eitthvað gott um þessa mynd, hættið að lesa núna)
Leikaravalið er frekar random og leikararnir leika illa, meirasegja Laddi vissi ekki hvernig hann átti að vera. Unnur Birna var bara hræðilega-kjánaleg. Bara allt sem kom útúr munninum á henni varð bara...klisjulegt. Ég reyndi meira segja að éta mig sjálfan þegar hún var að halda einnhverja ræðu um það að hann Laddi myndi fá lúnabólgu ef hann myndi vera blautur (satt).
Myndavélin er hrá. Útlitið lítur illa út, allt svo litríkt og HRÁTT. Eitt stórt orð, HRÁTT. Handritið er stefnulaust og fáranlegt, allar persónurnar í þessari mynd eru tómar og hreint út kjánalegar. Gaurin sem leikur Flemming Geir, mig langaði til að drepa hann, bara í þessu eina atriði. Mig langaði til að myrða alla persónurnar í þessari mynd, allar svo LÉLEGAR. Stefán Karl er bara glanni glæpur í þessari mynd, nema í þetta skipti er hann með dóp.
1/10 - Verum meira sammála honum Tomma, hann veit hvað hann segir.
Frábær fjölskyldumynd
Við fórum öll fjölskyldan með fylgdarliði alls 7 manns saman að sjá myndina Jóhannes. Aldursbilið var frá 12 ára til 70 ára og allir skemmtu sér konunglega. Myndin Jóhannes er í fyrsta skipti í alltof langan tíma sem sannkölluð skemmtun býðst í bíó sem höfðar til allra á öllum aldri. Í gegnum myndina skín starfsgleði og bjartsýni sem allir þurfa einmitt á að halda á þessum síðustu tímum. :)
Ég skil enganvegin skrif Tómasar Rizzo hér að framan. Hann hlýtur að hafa farið að sjá allt aðra mynd en við.
Við fórum öll fjölskyldan með fylgdarliði alls 7 manns saman að sjá myndina Jóhannes. Aldursbilið var frá 12 ára til 70 ára og allir skemmtu sér konunglega. Myndin Jóhannes er í fyrsta skipti í alltof langan tíma sem sannkölluð skemmtun býðst í bíó sem höfðar til allra á öllum aldri. Í gegnum myndina skín starfsgleði og bjartsýni sem allir þurfa einmitt á að halda á þessum síðustu tímum. :)
Ég skil enganvegin skrif Tómasar Rizzo hér að framan. Hann hlýtur að hafa farið að sjá allt aðra mynd en við.
Mjög skemmtileg mynd
Fékk miða á Jóhennes á Skjás eins forsýningu í gær og mér fannst þetta virkilega skemmtileg mynd. Held að gagnrýnandinn Tómas Valgeirsson hafi annað hvort verið einstaklega illa upplagður eða bara á einhverri annarri mynd. Hef persónulega ekki skemmt mér jafnvel á íslenskri bíómynd síðan ég sá Brúðgumann. Held síðan að markmiðið með þessari mynd hafi allra síst verið að gera eitthvað sérstaklega djúpt eða breyta lífi fólks. Ég fékk allavega það sem ég vildi þó ég geti eflaust týnt eitthvað neikvætt til. En over all þá skemmti ég mér vel - er það ekki einmitt tilgangurinn með bíóferð? :)
Fékk miða á Jóhennes á Skjás eins forsýningu í gær og mér fannst þetta virkilega skemmtileg mynd. Held að gagnrýnandinn Tómas Valgeirsson hafi annað hvort verið einstaklega illa upplagður eða bara á einhverri annarri mynd. Hef persónulega ekki skemmt mér jafnvel á íslenskri bíómynd síðan ég sá Brúðgumann. Held síðan að markmiðið með þessari mynd hafi allra síst verið að gera eitthvað sérstaklega djúpt eða breyta lífi fólks. Ég fékk allavega það sem ég vildi þó ég geti eflaust týnt eitthvað neikvætt til. En over all þá skemmti ég mér vel - er það ekki einmitt tilgangurinn með bíóferð? :)
skemmtileg fjölskyldumynd
Það er orðið langt síðan að við höfum fengið íslenska fjölskyldumynd sem höfðar bæði til barna og eins fullorðinna.
Jóhannes er virkilega skemmtileg fjölskyldumynd sem segir frá ansi óvenjulegi degi í lífi Jóhannesar þar sem hann lendir vægt til orða tekið í óvenjulegum aðstæðum. Atburðarásin í myndinni er með góðum stíganda sem nær hápunkti í sumarbústað Jóhannesar. Flestir leikarar standa sig með prýði, Laddi er alltaf traustur en Stefán Karl stelur algjörlega senunni í myndinni. Það er ekkert eðlilegt hvað hann er fyndin. Jóhannes er klárlega ekki besta bíómynd sem gerð hefur verið en hún stendur algjörlega fyrir sínu sem frábær kvöldstund.
Fínt í kreppunni að gleyma sér í tvo klukkutíma.
Það er orðið langt síðan að við höfum fengið íslenska fjölskyldumynd sem höfðar bæði til barna og eins fullorðinna.
Jóhannes er virkilega skemmtileg fjölskyldumynd sem segir frá ansi óvenjulegi degi í lífi Jóhannesar þar sem hann lendir vægt til orða tekið í óvenjulegum aðstæðum. Atburðarásin í myndinni er með góðum stíganda sem nær hápunkti í sumarbústað Jóhannesar. Flestir leikarar standa sig með prýði, Laddi er alltaf traustur en Stefán Karl stelur algjörlega senunni í myndinni. Það er ekkert eðlilegt hvað hann er fyndin. Jóhannes er klárlega ekki besta bíómynd sem gerð hefur verið en hún stendur algjörlega fyrir sínu sem frábær kvöldstund.
Fínt í kreppunni að gleyma sér í tvo klukkutíma.
Þunn atburðarás og þvingaður húmor
Það er alltaf vel þegið að fá að berja nýja alíslenska gamanmynd augum, þó þær séu nú oft mistækar. Engu að síður er fínt að fá tilbreytingu frá öllu því alvarlega sem framleitt er í tonnatali. Það er takmarkað hversu oft maður nennir að horfa á þunglynt fjölskyldudrama sem gerist í Breiðholtinu þar sem annar hver maður talar í háum tónum og rétt undir lok finnst alltaf einhver grátandi. Kannski smá ýkja, en þið fattið vonandi hvað ég er að fara.
Jóhannes, fyrsta myndin þar sem Laddi fær aðal(og titil-)hlutverk, er ekki bara gamanmynd, heldur reynir hún að vera nokkurs konar feel good-mynd í bland við grínfarsa. Myndin setur sér sem sagt einfalt markmið: Hún vill koma manni í gott skap, en hefur í rauninni engan söguþráð eða stefnu. Við fylgjumst aðeins með titilpersónunni ganga í gegnum ýkta - og að mínu mati frekar fyrirsjáanlega - atburðarás og hvergi er gerð tilraun til persónusköpunar eða að koma einhverjum boðskap á framfæri. Ég myndi fyrirgefa þessa ókosti ef handritið hefði verið hnyttið, viðburðarríkt, skemmtilegt eða fyndið, sem það er bara alls ekki því miður.
Sagan í myndinni er álíka einföld og leikreglurnar í Lúdó spilinu og húmorinn er á tíðum rosalega þvingaður. Það er eins og leikstjórinn sé að reyna að fá allan salinn til að hlæja og treður samhengislausum bröndurum inn í allar aðstæður í stað þess að búa til atriði sem verða fyndin að sjálfu sér. Það er heldur ekki mikið skemmtanagildi að finna þar sem efnisinnihaldið er svo gríðarlega þunnt að það er næstum því hægt að segja að myndin sé of löng þrátt fyrir að vera rétt undir 90 mínútum að lengd. Mörg atriðin virka líka á mann eins og uppfyllingar, eins og t.d. senurnar með gömlu konunum eða þetta tilgangslausa atriði þar sem Jóhannes rífur kjaft við ungling. Mér leið líka allan tímann eins og hún væri að byggja upp einhverja þétta samantekt á allri atburðarásinni sem myndi útskýra tilganginn á þeim atriðum sem héngu bara í lausu lofti, en svo á síðustu mínútum er söguþráðurinn bara vafinn upp á engri stund. Frekar svekkjandi og vægast sagt ófullnægjandi.
Ég hef sjaldan getað sett út á hann Ladda, og ég ætla mér ekki beint að gera það hér. Ég á góðar æskuminningar um hann, þá aðallega í gegnum raddsetningar, sem ná frá Strumpunum til klassíska andans í Aladdín sem hann talsetti af miklu prýði. Sem titilkarakterinn hérna er hann svosem fínn en gerir ekkert nýtt heldur. Það hefði verið gaman að sjá eitthvað nýtt frá honum þar sem hann fær loks hlutverk sem ber uppi heila mynd. Hann á nokkrar góðar línur en manni finnst oft eins og maður sé bara að horfa á týpískan Ladda, þennan sem maður hefur séð milljón sinnum áður. Ég vil samt ekki vera of harður á manninum þar sem hlutverkið er frekar illa skrifað, svo það er meira handritinu að kenna.
Annars eru þeir Stefán Karl og Stefán Hallur báðir ágætir og eiga líklega bestu brandaranna, þrátt fyrir skuggalega einhliða karaktera og takmarkaðan skjátíma. Ég er samt enn að átta mig á því hvað Unnur Birna var að gera þarna, og ég skal orða það vægt þegar ég segi að stelpan eigi langt í land ef hún ætlar að eiga einhverja framtíð sem leikkona. Orð fá því ekki lýst hversu falleg hún er, en hún var svo hrikalega ósannfærandi að það hálfa væri nóg. Ég sem hélt að Ragnhildur Steinunn myndi eiga verstu frammistöðu íslendings sem ég myndi sjá í ár, en greinilega ekki. Unnur hefur það a.m.k. fram yfir Ragnhildi að hún sést léttklædd á skjánum, og hún fær auðvitað plús fyrir það.
Jóhannes er yfir heildina saklaus en merkilega ómerkileg mynd sem hvorki skilur neitt eftir sig né þjónar helsta tilgangi sínum. Þetta er lítið meira en bara samansafn af ófyndnum sketsum og ég neyðist einnig til að skjóta því snöggt inn að hljóðvinnsla og klipping hafi verið áberandi óvönduð. Mér finnst eins og Laddi eigi bæði betri mynd og vandaðra aðalhlutverk skilið. Kannski eitthvað sem myndi kreista úr honum smá drama líka í leiðinni.
4/10
Það er alltaf vel þegið að fá að berja nýja alíslenska gamanmynd augum, þó þær séu nú oft mistækar. Engu að síður er fínt að fá tilbreytingu frá öllu því alvarlega sem framleitt er í tonnatali. Það er takmarkað hversu oft maður nennir að horfa á þunglynt fjölskyldudrama sem gerist í Breiðholtinu þar sem annar hver maður talar í háum tónum og rétt undir lok finnst alltaf einhver grátandi. Kannski smá ýkja, en þið fattið vonandi hvað ég er að fara.
Jóhannes, fyrsta myndin þar sem Laddi fær aðal(og titil-)hlutverk, er ekki bara gamanmynd, heldur reynir hún að vera nokkurs konar feel good-mynd í bland við grínfarsa. Myndin setur sér sem sagt einfalt markmið: Hún vill koma manni í gott skap, en hefur í rauninni engan söguþráð eða stefnu. Við fylgjumst aðeins með titilpersónunni ganga í gegnum ýkta - og að mínu mati frekar fyrirsjáanlega - atburðarás og hvergi er gerð tilraun til persónusköpunar eða að koma einhverjum boðskap á framfæri. Ég myndi fyrirgefa þessa ókosti ef handritið hefði verið hnyttið, viðburðarríkt, skemmtilegt eða fyndið, sem það er bara alls ekki því miður.
Sagan í myndinni er álíka einföld og leikreglurnar í Lúdó spilinu og húmorinn er á tíðum rosalega þvingaður. Það er eins og leikstjórinn sé að reyna að fá allan salinn til að hlæja og treður samhengislausum bröndurum inn í allar aðstæður í stað þess að búa til atriði sem verða fyndin að sjálfu sér. Það er heldur ekki mikið skemmtanagildi að finna þar sem efnisinnihaldið er svo gríðarlega þunnt að það er næstum því hægt að segja að myndin sé of löng þrátt fyrir að vera rétt undir 90 mínútum að lengd. Mörg atriðin virka líka á mann eins og uppfyllingar, eins og t.d. senurnar með gömlu konunum eða þetta tilgangslausa atriði þar sem Jóhannes rífur kjaft við ungling. Mér leið líka allan tímann eins og hún væri að byggja upp einhverja þétta samantekt á allri atburðarásinni sem myndi útskýra tilganginn á þeim atriðum sem héngu bara í lausu lofti, en svo á síðustu mínútum er söguþráðurinn bara vafinn upp á engri stund. Frekar svekkjandi og vægast sagt ófullnægjandi.
Ég hef sjaldan getað sett út á hann Ladda, og ég ætla mér ekki beint að gera það hér. Ég á góðar æskuminningar um hann, þá aðallega í gegnum raddsetningar, sem ná frá Strumpunum til klassíska andans í Aladdín sem hann talsetti af miklu prýði. Sem titilkarakterinn hérna er hann svosem fínn en gerir ekkert nýtt heldur. Það hefði verið gaman að sjá eitthvað nýtt frá honum þar sem hann fær loks hlutverk sem ber uppi heila mynd. Hann á nokkrar góðar línur en manni finnst oft eins og maður sé bara að horfa á týpískan Ladda, þennan sem maður hefur séð milljón sinnum áður. Ég vil samt ekki vera of harður á manninum þar sem hlutverkið er frekar illa skrifað, svo það er meira handritinu að kenna.
Annars eru þeir Stefán Karl og Stefán Hallur báðir ágætir og eiga líklega bestu brandaranna, þrátt fyrir skuggalega einhliða karaktera og takmarkaðan skjátíma. Ég er samt enn að átta mig á því hvað Unnur Birna var að gera þarna, og ég skal orða það vægt þegar ég segi að stelpan eigi langt í land ef hún ætlar að eiga einhverja framtíð sem leikkona. Orð fá því ekki lýst hversu falleg hún er, en hún var svo hrikalega ósannfærandi að það hálfa væri nóg. Ég sem hélt að Ragnhildur Steinunn myndi eiga verstu frammistöðu íslendings sem ég myndi sjá í ár, en greinilega ekki. Unnur hefur það a.m.k. fram yfir Ragnhildi að hún sést léttklædd á skjánum, og hún fær auðvitað plús fyrir það.
Jóhannes er yfir heildina saklaus en merkilega ómerkileg mynd sem hvorki skilur neitt eftir sig né þjónar helsta tilgangi sínum. Þetta er lítið meira en bara samansafn af ófyndnum sketsum og ég neyðist einnig til að skjóta því snöggt inn að hljóðvinnsla og klipping hafi verið áberandi óvönduð. Mér finnst eins og Laddi eigi bæði betri mynd og vandaðra aðalhlutverk skilið. Kannski eitthvað sem myndi kreista úr honum smá drama líka í leiðinni.
4/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
100Ljón
Vefsíða:
www.facebook.com/johanneskvikmynd
Frumsýnd á Íslandi:
16. október 2009
Útgefin:
3. desember 2009