Aðalleikarar
Leikstjórn
Meira er minna!
Ég held að ég hafi aldrei séð eins stóra hrúgu af persónum og sögum á eins skömmum tíma og hérna. Valentine's Day er 119 mínútur, sem er langur tími fyrir þá sem hata rómantískar gamanmyndir en alveg hlægilega lítill tími þegar um svona marga karaktera er að ræða. Það er líka góð ástæða fyrir því að tvær af betri "ensemble" myndum allra tíma - Short Cuts og Magnolia - eru þrír tímar að lengd. Það tekur tíma að þróa samböndin og ef ætlast er til þess að áhorfandinn haldi eitthvað upp á þau, þá þarf sagan að fá aðeins að anda. Þessi mynd hefur e.t.v. fleira fólk í forgrunni heldur en þær og hún er gjörsamlega kæfð fyrir vikið. Cirka 1/4 af heildarlengdinni fór nú bara í það að kynna alla og það verður það teljast nokkuð slappt.
Það hefði léttilega verið hægt að sleppa fullt af persónum hérna (eins og t.d. þeim sem voru leikin af Taylor Lautner og Taylor Swift. Ojbara hvað sú síðarnefnda var SLÆM!), því fullt af þeim fá mjög lítið að gera og tengjast engum ákveðnum söguþræði. Þau eru bara þarna, af engri sérstakri ástæðu nema bara til að sýna andlit sitt. Maður þarf líka að vera með lista tilbúinn ef maður ætlar að ná að fylgja öllu sem er á seiði. Stundum leið mér eins og ég væri að horfa á sömu söguna aftur og aftur. Persónurnar eru líka allar svo flatar og óminnisstæðar að maður á til með að rugla þeim saman. Sumar sögurnar ganga ágætlega upp, en jafnvel þær bestu þjást vegna handritsins. Samtölin eru mörg léleg og (kemur á óvart) formúlukennd og ég held að það hafi ekki verið nein saga í allri myndinni sem var ekki fyrirsjáanleg.
Það þýðir ekkert að hrósa leiknum í svona mynd, því maður sér strax að þetta er bara enn einn launaseðillinn fyrir fólkið á skjánum. Sumir (t.d. Jamie Foxx, Ashton Kutcher, Anne Hathaway, Topher Grace og Jessica Biel) sýna smá lit, en aðrir (Julia Roberts, Bradley Cooper, Patrick Dempsey, Jessica Alba o.fl.) eru bara latir. Leikstjórnin er samt ennþá latari. Garry Marshall, sem er orðinn 75 ára, hefur aldrei verið maður með mikinn húmor eða stíl. Hann beinir bara kamerunni í einhverja átt og hrópar "action." Aldrei hefur það verið flóknara.
Að horfa á Valentine's Day er ekki eins og að horfa á Love Actually eða He's Just Not That Into You. Þær myndir höfðu allavega eitthvað að segja um ást og sambönd og komu með skemmtilegar dæmisögur. Þessi er eins og fjarstýringarflakk ef bara auðgleymdar rómantískar gamanmyndir væru á öllum stöðum. Það er saklaust afþreyingargildi í sumum þeirra, en þegar heildin er skoðuð verð ég að játa að hún kolfellur útaf sinni eigin þyngd. Hún er álíka gervi og sjálfur Valentínusardagurinn.
5/10 - Nær rétt svo að strjúka fimmuna.
Ég held að ég hafi aldrei séð eins stóra hrúgu af persónum og sögum á eins skömmum tíma og hérna. Valentine's Day er 119 mínútur, sem er langur tími fyrir þá sem hata rómantískar gamanmyndir en alveg hlægilega lítill tími þegar um svona marga karaktera er að ræða. Það er líka góð ástæða fyrir því að tvær af betri "ensemble" myndum allra tíma - Short Cuts og Magnolia - eru þrír tímar að lengd. Það tekur tíma að þróa samböndin og ef ætlast er til þess að áhorfandinn haldi eitthvað upp á þau, þá þarf sagan að fá aðeins að anda. Þessi mynd hefur e.t.v. fleira fólk í forgrunni heldur en þær og hún er gjörsamlega kæfð fyrir vikið. Cirka 1/4 af heildarlengdinni fór nú bara í það að kynna alla og það verður það teljast nokkuð slappt.
Það hefði léttilega verið hægt að sleppa fullt af persónum hérna (eins og t.d. þeim sem voru leikin af Taylor Lautner og Taylor Swift. Ojbara hvað sú síðarnefnda var SLÆM!), því fullt af þeim fá mjög lítið að gera og tengjast engum ákveðnum söguþræði. Þau eru bara þarna, af engri sérstakri ástæðu nema bara til að sýna andlit sitt. Maður þarf líka að vera með lista tilbúinn ef maður ætlar að ná að fylgja öllu sem er á seiði. Stundum leið mér eins og ég væri að horfa á sömu söguna aftur og aftur. Persónurnar eru líka allar svo flatar og óminnisstæðar að maður á til með að rugla þeim saman. Sumar sögurnar ganga ágætlega upp, en jafnvel þær bestu þjást vegna handritsins. Samtölin eru mörg léleg og (kemur á óvart) formúlukennd og ég held að það hafi ekki verið nein saga í allri myndinni sem var ekki fyrirsjáanleg.
Það þýðir ekkert að hrósa leiknum í svona mynd, því maður sér strax að þetta er bara enn einn launaseðillinn fyrir fólkið á skjánum. Sumir (t.d. Jamie Foxx, Ashton Kutcher, Anne Hathaway, Topher Grace og Jessica Biel) sýna smá lit, en aðrir (Julia Roberts, Bradley Cooper, Patrick Dempsey, Jessica Alba o.fl.) eru bara latir. Leikstjórnin er samt ennþá latari. Garry Marshall, sem er orðinn 75 ára, hefur aldrei verið maður með mikinn húmor eða stíl. Hann beinir bara kamerunni í einhverja átt og hrópar "action." Aldrei hefur það verið flóknara.
Að horfa á Valentine's Day er ekki eins og að horfa á Love Actually eða He's Just Not That Into You. Þær myndir höfðu allavega eitthvað að segja um ást og sambönd og komu með skemmtilegar dæmisögur. Þessi er eins og fjarstýringarflakk ef bara auðgleymdar rómantískar gamanmyndir væru á öllum stöðum. Það er saklaust afþreyingargildi í sumum þeirra, en þegar heildin er skoðuð verð ég að játa að hún kolfellur útaf sinni eigin þyngd. Hún er álíka gervi og sjálfur Valentínusardagurinn.
5/10 - Nær rétt svo að strjúka fimmuna.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Gwyneth Paltrow, Marc Silverstein, Katherine Fugate
Vefsíða:
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
12. febrúar 2010
Útgefin:
16. júní 2010