Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Fínasta mynd
Ég fór á þessa mynd án þess að vita mikið um hana fyrirfram (það var ekkert annað áhugavert í bíó). Og mér til mikillar ánægju reyndist þetta vera þrusugóð mynd. Formúlan hefur svosem verið notuð áður (t.d. í Death Wish og Gran Torino) og er nokkuð fyrirsjáanleg, en dúndurgóður leikur Caine og spennuþrungið andrúmsloft halda myndinni uppi þannig að manni er nokk sama. Myndin dregur upp óhugnanlega, en raunsæja mynd af gengjamenningu í "fátækrahverfum" breskra stórborga, og því ofbeldi sem þar þykir sjálfsagður hlutur. En Caine leikur ekkilinn og fyrrverandi hermanninn Harry Brown, sem þarf að horfa daglega upp á sívaxandi ofbeldi og eiturlyfjaneyslu ungmenna í hverfinu sínu. Þegar vinur hans er myrtur á óhugnanlegan hátt af einu genginu, ákveður Harry að taka aðeins til og hefna vinar síns og um leið gera hverfið að aðeins betri stað til að búa á.
Eins og áður sagði er Caine dúndurgóður í titilhlutverkinu og eins eru hinir lítt þekktu leikarar sem leika klíkumeðlimina að standa sig vel og virka vel sem ógnvekjandi illmenni. Mæli með þessari.
Ég fór á þessa mynd án þess að vita mikið um hana fyrirfram (það var ekkert annað áhugavert í bíó). Og mér til mikillar ánægju reyndist þetta vera þrusugóð mynd. Formúlan hefur svosem verið notuð áður (t.d. í Death Wish og Gran Torino) og er nokkuð fyrirsjáanleg, en dúndurgóður leikur Caine og spennuþrungið andrúmsloft halda myndinni uppi þannig að manni er nokk sama. Myndin dregur upp óhugnanlega, en raunsæja mynd af gengjamenningu í "fátækrahverfum" breskra stórborga, og því ofbeldi sem þar þykir sjálfsagður hlutur. En Caine leikur ekkilinn og fyrrverandi hermanninn Harry Brown, sem þarf að horfa daglega upp á sívaxandi ofbeldi og eiturlyfjaneyslu ungmenna í hverfinu sínu. Þegar vinur hans er myrtur á óhugnanlegan hátt af einu genginu, ákveður Harry að taka aðeins til og hefna vinar síns og um leið gera hverfið að aðeins betri stað til að búa á.
Eins og áður sagði er Caine dúndurgóður í titilhlutverkinu og eins eru hinir lítt þekktu leikarar sem leika klíkumeðlimina að standa sig vel og virka vel sem ógnvekjandi illmenni. Mæli með þessari.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Samuel Goldwyn Films
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
15. janúar 2010
Útgefin:
21. apríl 2010