Náðu í appið
Harry Brown

Harry Brown (2009)

"Every man has a breaking point"

1 klst 43 mín2009

Myndin segir frá hinum lífsreynda Harry Brown, fullorðnum fyrrum hermanni frá Norður-Írlandi sem býr í ótryggu hverfi í London þar sem glæpaklíkur unglinga hafa skotið...

Rotten Tomatoes64%
Metacritic55
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin segir frá hinum lífsreynda Harry Brown, fullorðnum fyrrum hermanni frá Norður-Írlandi sem býr í ótryggu hverfi í London þar sem glæpaklíkur unglinga hafa skotið rótum og skapa mikinn ótta meðal sífellt fækkandi löghlýðinna íbúa hverfisins. Harry reynir þó að halda friðinn sem mest hann getur og eyðir miklu af tíma sínum með góðum vini sínum, eftirlaunaþeganum Leonard (David Bradley). Þetta ástand sem Harry reynir að lifa við verður hins vegar sífellt verra. Þegar konan hans deyr úr langvinnum veikindum og Leonard er stuttu seinna myrtur af sérlega hrottafengnu unglingagengi í undirgöngum rétt hjá heimili hans fær Harry endanlega nóg. Hann fer brátt að eyða öllum stundum í að fylgjast með genginu og meðlimum þess, með það að markmiði að hefna sín duglega á morðingjunum og hreinsa til í hverfinu, því það virðist enginn annar ætla að gera það...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Daniel Barber
Daniel BarberLeikstjóri
Gary Young
Gary YoungHandritshöfundur

Framleiðendur

MarvGB
HanWay FilmsGB
UK Film CouncilGB

Verðlaun

🏆

London Critics Circle Film Awards 2010: Tilnefnd: Efnilegasti breski kvikmyndagerðarmaðurinn – Daniel Barber

Gagnrýni notenda (1)

Fínasta mynd

Ég fór á þessa mynd án þess að vita mikið um hana fyrirfram (það var ekkert annað áhugavert í bíó). Og mér til mikillar ánægju reyndist þetta vera þrusugóð mynd. Formúlan hefur ...