Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Rockwell er maðurinn!
Mikið rosalega elska ég gott sci-fi! Sérstaklega þegar um er að ræða "indí" sci-fi mynd, sem er gerð af pjúra ástríðu og leggur áherslu á innihald frekar en tæknibrellur. Moon er akkúrat vísindaskáldskapur fyrir hugsandi fólk, og þar sem hún kostaði pínulitlar $5 milljónir í framleiðslu hefur hún engan veginn efni á því að vera að monta sig á stöðum sem skipta minna máli fyrir heildarniðurstöðuna. Myndin helst á floti vegna þess að handritið er úthugsað og virkilega vel skrifað og öll myndin er nánast einn stór leiksigur fyrir hinn ávallt trausta Sam Rockwell. Það væri fjarstæðukennt að reyna að fjalla um Moon án þess að tala um þennan leikara, þar sem að þessi maður eignar sér myndina, í orðsins fyllstu merkingu.
Ég hef aldrei séð Rockwell standa sig eitthvað illa, og ég hvet lesanda hiklaust til að leiðrétta mig ef hann getur sagt mér annað, sem ég efa. En eins mikið og hin vanmetna Choke sýndi fram á það að maðurinn gæti borið heila mynd uppi - sama hversu steikt hún er - þá fær hann jafnvel enn kröfuharðara hlutverk hérna. Ekki bara er Rockwell aðalleikarinn, heldur nánast eini leikarinn sem áhorfandinn fylgist með út alla myndina (og ég tel ekki raddsetningu Kevins Spacey með - eins eftirminnileg og hún var). Þarna tekur Duncan Jones (sem er, fyrir þá sem ekki vita nú þegar, sonur Davids Bowie) gríðarlega áhættu, sérstaklega þar sem að þetta er fyrsta myndin hans. Eins skothelt og handritið hans er þá ætlast hann til mikils af áhorfandanum og er ekki erfitt að sjá hversu einhæft það getur orðið að hafa einungis Rockwell á skjánum. Líka, hefði rangur maður verið valinn í hlutverkið hefði myndin léttilega getað hrunið. En einhvern veginn hefur allt smellt saman með alveg dásamlegri heppni.
Rockwell kemur kannski ekki með neina "tour de force" frammistöðu, en hann er engu að síður fullkominn fyrir þessa litlu sögu. Það er alltaf gaman að fylgjast með honum og "fjölbreytninni" sem hann sýnir, án þess að segja of mikið. Áhorfandinn heldur upp á hann og finnur til með honum og einmitt vegna þess að handritið er svo sneisafullt af góðum hugmyndum er nánast ómögulegt að láta sér leiðast yfir myndinni, a.m.k. ef þú ert inni í svona löguðu. Meðaljónarnir munu eflaust sofna. Þessi litla saga sem er hér sögð er ekki eins óspennandi og hún hljómar þegar þú lest um hvað myndin er. Hún er nefnilega í sífelldri þróun út alla lengdina, sem heldur manni bæði spenntum og kemur einnig á óvart á vissum stöðum. Eina sem ég hefði skorið af myndinni eru síðustu línurnar í blálokin. Fannst þær eiginlega skemma fyrir óvissunni.
Moon er samt ein af þessum myndum sem vekur mann til umhugsunar og hvetur til umræða. Ég tók t.d. eftir að þegar myndinni lauk að mér fannst hún góð en ég var ekki alveg viss um almennt álit mitt á henni, sem er kannski ekkert óvenjulegt miðað við það hversu ótrúlega köld og niðurdrepandi hún er á köflum. Síðan áttaði ég mig á því að því meira sem ég hugsaði um hana og pældi í henni, því meira fílaði ég hana. Jones potar líka inn léttum tilvísunum í 2001: A Space Odyssey (eins og langflestar sci-fi myndir gera!) og upprunalegu Solaris. Það sem ég er líka ánægður með er hvernig hann afmarkar myndina algjörlega í raunveruleikanum. Myndin gerist kannski í framtíðinni en það eru litlar sem engar reddingar eða tilviljanir sem gjarnan fylgja svona myndum. Ekkert sem maður kaupir ekki. Andrúmsloftið er viljandi dautt, sem gefur manni bæði tilfinningu um innilokunarkennd og eymdarleika.
Jones hefur mótað hér afskaplega metnaðarfulla indí-mynd, sem bæði sýnir hæfileika hans sem handritshöfund og efnilegan leikstjóra. Ég vil sjá fleiri svona myndir, þ.e.a.s. sci-fi myndir sem eru ekki bara afþreyingarmyndir. Moon er að mínu mati besta mynd sinnar tegundar síðan Sunshine, þótt myndirnar séu greinilega ólíkar og - kaldhæðnislega - fjalla um sitthvorn hlutinn. Ég skelli mínum meðmælum á hana án þess að hika við það. Það gæti m.a.s. vel verið að þetta verði á endanum ein af betri myndum ársins 2009.
8/10
Mikið rosalega elska ég gott sci-fi! Sérstaklega þegar um er að ræða "indí" sci-fi mynd, sem er gerð af pjúra ástríðu og leggur áherslu á innihald frekar en tæknibrellur. Moon er akkúrat vísindaskáldskapur fyrir hugsandi fólk, og þar sem hún kostaði pínulitlar $5 milljónir í framleiðslu hefur hún engan veginn efni á því að vera að monta sig á stöðum sem skipta minna máli fyrir heildarniðurstöðuna. Myndin helst á floti vegna þess að handritið er úthugsað og virkilega vel skrifað og öll myndin er nánast einn stór leiksigur fyrir hinn ávallt trausta Sam Rockwell. Það væri fjarstæðukennt að reyna að fjalla um Moon án þess að tala um þennan leikara, þar sem að þessi maður eignar sér myndina, í orðsins fyllstu merkingu.
Ég hef aldrei séð Rockwell standa sig eitthvað illa, og ég hvet lesanda hiklaust til að leiðrétta mig ef hann getur sagt mér annað, sem ég efa. En eins mikið og hin vanmetna Choke sýndi fram á það að maðurinn gæti borið heila mynd uppi - sama hversu steikt hún er - þá fær hann jafnvel enn kröfuharðara hlutverk hérna. Ekki bara er Rockwell aðalleikarinn, heldur nánast eini leikarinn sem áhorfandinn fylgist með út alla myndina (og ég tel ekki raddsetningu Kevins Spacey með - eins eftirminnileg og hún var). Þarna tekur Duncan Jones (sem er, fyrir þá sem ekki vita nú þegar, sonur Davids Bowie) gríðarlega áhættu, sérstaklega þar sem að þetta er fyrsta myndin hans. Eins skothelt og handritið hans er þá ætlast hann til mikils af áhorfandanum og er ekki erfitt að sjá hversu einhæft það getur orðið að hafa einungis Rockwell á skjánum. Líka, hefði rangur maður verið valinn í hlutverkið hefði myndin léttilega getað hrunið. En einhvern veginn hefur allt smellt saman með alveg dásamlegri heppni.
Rockwell kemur kannski ekki með neina "tour de force" frammistöðu, en hann er engu að síður fullkominn fyrir þessa litlu sögu. Það er alltaf gaman að fylgjast með honum og "fjölbreytninni" sem hann sýnir, án þess að segja of mikið. Áhorfandinn heldur upp á hann og finnur til með honum og einmitt vegna þess að handritið er svo sneisafullt af góðum hugmyndum er nánast ómögulegt að láta sér leiðast yfir myndinni, a.m.k. ef þú ert inni í svona löguðu. Meðaljónarnir munu eflaust sofna. Þessi litla saga sem er hér sögð er ekki eins óspennandi og hún hljómar þegar þú lest um hvað myndin er. Hún er nefnilega í sífelldri þróun út alla lengdina, sem heldur manni bæði spenntum og kemur einnig á óvart á vissum stöðum. Eina sem ég hefði skorið af myndinni eru síðustu línurnar í blálokin. Fannst þær eiginlega skemma fyrir óvissunni.
Moon er samt ein af þessum myndum sem vekur mann til umhugsunar og hvetur til umræða. Ég tók t.d. eftir að þegar myndinni lauk að mér fannst hún góð en ég var ekki alveg viss um almennt álit mitt á henni, sem er kannski ekkert óvenjulegt miðað við það hversu ótrúlega köld og niðurdrepandi hún er á köflum. Síðan áttaði ég mig á því að því meira sem ég hugsaði um hana og pældi í henni, því meira fílaði ég hana. Jones potar líka inn léttum tilvísunum í 2001: A Space Odyssey (eins og langflestar sci-fi myndir gera!) og upprunalegu Solaris. Það sem ég er líka ánægður með er hvernig hann afmarkar myndina algjörlega í raunveruleikanum. Myndin gerist kannski í framtíðinni en það eru litlar sem engar reddingar eða tilviljanir sem gjarnan fylgja svona myndum. Ekkert sem maður kaupir ekki. Andrúmsloftið er viljandi dautt, sem gefur manni bæði tilfinningu um innilokunarkennd og eymdarleika.
Jones hefur mótað hér afskaplega metnaðarfulla indí-mynd, sem bæði sýnir hæfileika hans sem handritshöfund og efnilegan leikstjóra. Ég vil sjá fleiri svona myndir, þ.e.a.s. sci-fi myndir sem eru ekki bara afþreyingarmyndir. Moon er að mínu mati besta mynd sinnar tegundar síðan Sunshine, þótt myndirnar séu greinilega ólíkar og - kaldhæðnislega - fjalla um sitthvorn hlutinn. Ég skelli mínum meðmælum á hana án þess að hika við það. Það gæti m.a.s. vel verið að þetta verði á endanum ein af betri myndum ársins 2009.
8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.sonypictures.jp/movies/moon/
Aldur USA:
R
Útgefin:
30. september 2010