Náðu í appið

Paper Heart 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

A story about love that's taking on a life of its own.

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 60% Critics
The Movies database einkunn 54
/100

Charlyne Yi ferðast þvert yfir Bandaríkin til að gera heimildarmynd um eina fyrirbærið sem hún skilur ekki til fulls: Ástina.

Aðalleikarar

Sjarmalaus, stefnulaus... LEIÐINLEG
Ég á erfitt með að muna hvenær mér leiddist síðast svona herfilega mikið yfir mockumentary-mynd. Paper Heart reynir að vera sniðug, heillandi og skemmtileg, og tilraunin fer hvergi framhjá manni. Grunnhugmyndin er ágæt en samt alveg merkilega fljót að deyja og í staðinn tekur við sviðsett ástarsaga sem vefst utan um hundleiðinleg viðtöl og "teiknimyndasenur" sem gerðu alls ekkert fyrir mig. Myndin "fjallar" um Charlyne Yi, sem leitar að sönnu ástinni og endar með því að hefja samband við Michael Cera. Hún leitaði augljóslega ekki nógu lengi.

Það versta við þessa gerviheimildarmynd er hvað hún er áberandi feikuð. Mér leið ekki eins og ég væri að horfa á venjulega sögu sem væri sögð í heimildarmyndastíl (eins og Christopher Guest hefur oft gert frábærlega), heldur tvo leikara að þykjast vera frumlegir og hnyttnir. Svo las ég að Cera og Yi höfðu í alvörunni verið í sambandi í nokkur ár þegar myndin var gerð, þannig að hún virkar meira eins og tilraun hjá þeim til að auglýsa krúttlega sambandið þeirra. Yi vekur upp nokkrar áhugaverðar spurningar um ást og reynir að kryfja hugtakið með bestu getu, en síðan verður EKKI NEITT úr því. Boðskapur er enginn, samantektin tóm og þ.a.l. er öll heildin stefnulaus.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Yi grínisti og þekktust fyrir stutt aukahlutverk í Knocked Up. Hún er sem betur fer ekki nærri því eins pirrandi hérna, en hún hefur enga útgeislun heldur. Hún virðist vera indæl manneskja en mér fannst nákvæmlega ekkert áhugavert við hana á skjánum. Cera heldur síðan áfram að vera... Michael Cera, sem þýðir að hann sé óþolandi. Mér sýnist gaurinn ekki getað leikið neitt annað en óöruggu, kaldhæðnu nördatýpuna og ég er orðinn virkilega þreyttur á því að horfa á hann. Ég mun gera undantekningu þegar Arrested Development-bíómyndin kemur út, en annars vil ég helst ekki sjá hann aftur.

Paper Heart þykist vera metnaðarfull en öll myndin er úti á þekju. Hún er efnislega alveg týnd og reynir m.a.s. að fylla upp í lengdartímann með því að sýna fullt af óáhugaverðu, hráu efni sem kamerumaðurinn tók upp af handahófi. Ég hef næstum því ekkert jákvætt að segja um þessa mynd. Ég hef séð m.a.s. stuttmyndir eftir smákrakka sem hafa betri húmor, meiri sjarma og meira að segja yfir heildina heldur en þetta indí-bull.

2/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn