Náðu í appið
The Runaways

The Runaways (2010)

Runaways, Neon Angels

"It's 1975 and they're about to explode"

1 klst 46 mín2010

The Runaways gerist árið 1975 í Bandaríkjunum.

Rotten Tomatoes68%
Metacritic65
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:VímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

The Runaways gerist árið 1975 í Bandaríkjunum. Cherie (Dakota Fanning) er komin á unglingsaldur og fylgja því mjög ákveðnir uppreisnartaktar. Hún klippir á sér hárið í óþökk foreldranna og er gagntekin af tónlist og stíl David Bowie, sem er ein stærsta tónlistarstjarna heims á þessum tíma. Á sama tíma er Joan Jett (Stewart) að leita allra leiða til að komast inn í tónlistarbransann og stefnir að því að setja saman hljómsveit eingöngu skipaða stelpum. Hún kynnist trommaranum Sandy West (Stella Maeve) og saman rekast þær á Cherie á klúbbi nokkrum og ákveða að fá hana til liðs við sig sem söngkonu. Smám saman verður svo hljómsveitin að veruleika. Eftir byrjunarörðugleika fá þær sitt fyrsta gigg og plötusamningur við Mercury Records fylgir stuttu seinna. En bransinn og frægðin sem fylgir gæti reynst bandinu ofviða...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Ben Barnes
Ben BarnesLeikstjóri

Aðrar myndir

Framleiðendur

Linson EntertainmentUS
River Road EntertainmentUS
Road Rebel
ApparitionUS
Summit EntertainmentUS

Gagnrýni notenda (1)

Fín en mátti ganga lengra

★★★☆☆

Allir sem horfa á The Runaways munu sjá það strax að Dakota Fanning er ekki lengur krúttlega barnastjarnan sem datt í lukkupottinn snemma á ferlinum (ekki þykjast neita því, hún lék m.a. ...