Náðu í appið
Bönnuð innan 10 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Nine 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. febrúar 2010

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 39% Critics
The Movies database einkunn 49
/100

Söngleikur byggður á hálf-sjálfsævisögulegri mynd eftir Federico Fellini. Daniel Day-Lewis leikur Guido Contini, heimsfrægan kvikmyndaleikstjóra sem horfist í augu við miðaldurs-kreppuna ógurlegu. Bæði einkalíf hans og listrænir hæfileikar líða fyrir persónulegar flækjur hans og hann verður að gera upp málin við konurnar í lífi sínu, sem eru nokkuð... Lesa meira

Söngleikur byggður á hálf-sjálfsævisögulegri mynd eftir Federico Fellini. Daniel Day-Lewis leikur Guido Contini, heimsfrægan kvikmyndaleikstjóra sem horfist í augu við miðaldurs-kreppuna ógurlegu. Bæði einkalíf hans og listrænir hæfileikar líða fyrir persónulegar flækjur hans og hann verður að gera upp málin við konurnar í lífi sínu, sem eru nokkuð margar. Þær telja eiginkonu, hjákonu, listagyðju, trúnaðarvin og búningahönnuð, tískublaðakonu, vændiskonu frá unglingsárunum og sjálfa móður hans.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Góð, fyrir utan flest lögin
Nine er ein af þessum myndum sem var sett í framleiðslu með því einfalda markmiði að sópa til sín Óskarsverðlaunum. Myndin er á kafi í gæðaleikurum sem langflestir hafa annað hvort unnið eða verið tilnefndir til Óskars (sama gildir um ýmsa aðstandendur) og ljóst er að Weinstein-bræður vildu fanga sömu athygli og þeir fengu þegar Chicago sigraði hin ólíklegustu verðlaun. Það er fullt af myndum sem stefna að þessu markmiði en feila gjörsamlega (man t.d. einhver eftir Cold Mountain?) og Nine er ein þeirra. Umbúðirnar eru gríðarlega flottar en það er ýmislegt sem myndina skortir sem Chicago hafði, t.d. orku, ryþma og tónlist sem var í flestum tilfellum minnisstæð.

Það er hægt að dást að svo mörgu hérna að það er nánast með ólíkindum. Leikararnir eru allir dásemd, myndatakan glæsileg og framleiðslan yfirhöfuð metnaðarfull. Hins vegar er ómögulegt að mæla með söngleik ef tónlistarnúmerin eru ekkert sérstök. Ekki að það sé eini galli myndarinnar, en það er klárlega stærsti gallinn. Lögin eru sum bara afspyrnuleiðinleg og mörg þeirra virðast bara vera uppfyllingar. Aðeins örfá tengjast sögunni beint, á meðan hin hefðu léttilega getað verið klippt út úr allri myndinni án þess að heildin hefði skaddast. En eitthvað þurftu nú þessar fallegu stúlkur að gera.

Fyrir þá sem ekki vita þá er myndin byggð á Fellini klassíkinni 8½. Sagan er alveg eins nema búið er að skreyta hana með tónlistarnúmerum, sem kaldhæðnislega draga myndina hvað mest niður (kannski maður ætti þá frekar að kíkja aftur á Fellini-myndina?). Þau eru ekki endilega slæm, og ég er viss um að flest þeirra hefðu virkað mun betur á sviði. Málið er bara að þau skilja ekki neitt eftir sig. Atriðin eru vel æfð og frábærlega skotin en eins og áður kom fram þá bara græðir sagan voða lítið á þeim. Eina lagið sem var eitthvað skemmtilegt hét "Cinema Italiano" (sungið af Kate Hudson) og það passaði ekki einu sinni inn í myndina.

Það voru reyndar þrjú önnur númer sem komu mjög vel út. Fyrsta var "Be Italian," einfaldlega vegna þess að ég fílaði hvað Fergie var áköf. Svo var það "A Call from the Vatican", af þeirri einu ástæðu að ég hef aldrei nokkurn tímann séð Penélope Cruz kynþokkafyllri. Síðan var það "Take It All," sem var langbesta atriðið sem Marion Cotillard átti. Allar konurnar voru góðar í myndinni, ef út í það er farið (fyrir utan Nicole Kidman - sem þjónaði alls engum tilgangi!), og það er aldrei - og þá meina ég ALDREI - hægt að segja neitt vont um Daniel Day-Lewis. Alveg sama þótt að hlutverkið mætti vera betur skrifað þá er hann alltaf sterkur og skemmtilegur til áhorfs.

Nine mun ábyggilega ekki höfða til margra. Í raun hef ég ekki hugmynd um hver markhópur hennar er. Ég get ekki sagt að hún sé neitt lík Chicago þar sem tónlistin og stíllinn almennt er allt öðruvísi. Varla getur myndin þá verið ætluð aðdáendum Fellini-myndarinnar. Söngleikjafíklar eiga örugglega ekki eftir að meta art-tóninn heldur. Myndin er engu að síður mjög athyglisverð ef maður metur hana sem vandaða leikaramynd. Hún er líka ábyggilega mun betri ef maður spólar yfir tilgangslausu söngatriðin.

6/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

28.03.2023

Heljarinnar hasarklám og þeysireið

Tómas Valgeirsson skrifar: Gott og vel, þá er loksins hægt að fullyrða það að einkunnarorð leikarans Keanu Reeves eigi fullkomlega og endanlega rétt á sér. Sama í hvaða tónhæð eða með hvaða stafsetningu ...

16.05.2021

Apatow og auglýsingar í kvikmyndum

Hvernig tókst Judd Apatow að gjörbreyta landslagi vestrænna gamanmynda - en án þess að ná sínu lykilmarkmiði? (eða hvað?) Hversu vanmetið er Freaks & Geeks? Hvað gerist þegar maður fer að grandskoða það hvernig augl...

15.05.2021

28 - Apatáin og auglýsingar í kvikmyndum

Hvernig tókst Judd Apatow að gjörbreyta landslagi vestrænna gamanmynda - en án þess að ná sínu lykilmarkmiði? (eða hvað?) Hversu vanmetið er Freaks & Geeks? Hvað gerist þegar maður fer að grandskoða það hvern...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn