Náðu í appið
Mrs. Doubtfire

Mrs. Doubtfire (1993)

"She makes dinner. She does windows. She reads bedtime stories. She's a blessing... in disguise."

2 klst 5 mín1993

Daniel Hillard er atvinnulaus leikari sem er til í að gera hvað sem er til að vera með börnum sínum.

Rotten Tomatoes70%
Metacritic54
Deila:
Öllum leyfð Öllum leyfð
Ástæða:BlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Daniel Hillard er atvinnulaus leikari sem er til í að gera hvað sem er til að vera með börnum sínum. En það sem börnin hans dá mest í fari hans er hið kærulausa viðhorf hans til lífsins, en það er einmitt það sem kemur í veg fyrir að hann sé hin sanna föðurímynd sem eiginkona hans krefst af honum. Eftir fjórtán ára hjónaband fer hún því fram á skilnað og yfirráðarétt yfir börnum þeirra. Hann er hins vegar alls ekki sáttur við að leika rullu helgarpabba og með smá hugmyndaflugi, frumkvæði og snert af leiklistarhæfileikum skiptir Daniel um ham til þess að geta verið sem mest með börnum sínum.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

20th Century FoxUS
Blue Wolf Productions

Verðlaun

🏆

Vann Óskarsverðlaun fyrir förðun. Robin Williams fékk American Comedy Awards. Fékk Golden Globe sem besta gamanmynd, og Robin Williams fyrir bestan leik.

Gagnrýni notenda (5)

Pure snilld. Robin Williams er alveg ótrúlega fyndinn í hlutverki Mrs. Doubtfire. Með bestu gamanmyndahlutverkum sem hann hefur leikið í. Leikstjórn Chris Columbus er einnig mjög góð, og tel...

★★★★★

Ég fór á myndina með systur minni. Okkur báðum fannst myndin mjög skemmtileg. Robin Williams passaði mjög vel í hlutverkið sitt. Þessi mynd er fyndin ,skemmtileg og sæt. Stundum drap mað...

★★★★★

Fyndinn mynd,jájá. Góð mynd,svona ágæt,meistaraverk, nei. Robin Willams leikur ágætlega í þessari mynd þrátt fyrir að þetta er ekki besta mynd hans er nú þessi bara létt grín fyrir s...

Fín mynd um mannin Daniel Hillard (Robin Williams) sem fer í gegnum skilnað við eiginkonuna sína Miranda Hillard (Sally Field). Hann biður bróður sinn um að klæða hann upp sem sextuga konu ...

★★★★★

Hægt að horfa á hana aftur og aftur. Snilld, Robin Williams er frábær. Ef að þú (lesandi góður) ert ekki búin(n) að sjá þessa mynd þá er best fyrir þig að taka þessa mynd núna. Já...