Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Gone with the Wind 1939

Justwatch

The screen's most exciting love story!

226 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 90% Critics
The Movies database einkunn 97
/100
Vann 8 Óskarsverðlaun; Besta handrit, mynd, leikstjórn, klipping, kvikmyndataka, listræn stjórnun, aðalleikkona ( Vivian Leigh ) og aukaleikkona ( Hattie McDaniel )

Scarlett er kona sem þarf að takast á við stríðsástand í landi sínu og ýmsar hörmungar og átök. Hún er fögur og þróttmikil. Ashley er maðurinn sem hún hefur lengi þráð, en hann er um það bil að fara að kvænast hinni rólyndu frænku sinni Melanie. Mammy segir Scarlett að haga sér vel í veislunni að Twelve Oaks. Í veislunni er nýr maður, en veislan... Lesa meira

Scarlett er kona sem þarf að takast á við stríðsástand í landi sínu og ýmsar hörmungar og átök. Hún er fögur og þróttmikil. Ashley er maðurinn sem hún hefur lengi þráð, en hann er um það bil að fara að kvænast hinni rólyndu frænku sinni Melanie. Mammy segir Scarlett að haga sér vel í veislunni að Twelve Oaks. Í veislunni er nýr maður, en veislan er haldin sama dag og borgarastríðið í Bandaríkjunum hefst. Rhett Butler heitir maðurinn. Scarlett veit ekki af honum í herberginu, þegar hún grátbænir Ashley til að velja sig í stað þess að velja Melanie. ... minna

Aðalleikarar


Gone with the wind


Ef ég ætti að lýsa þessari mynd í einu orði væri orðið einfaldlega meistaraverk.

Það er allt bókstaflega fullkomið, leikurinn er frábær hjá þeim Clark Gable, Vivien Leigh, Leslie Howard og öllum hinum.

Leikstjórnin er frábær en myndinni leikstýrir Victor Fleming, og enginn getur sagt að hann hafi staðið sig illa við að leykstýra þessari mynd, þvílík frammistaða!!

Sviðsmyndin er ein sú flottasta sem ég hef séð, hún er ótrúleg. Myndin er gerð árið 1939 en það sést sko ekki, til dæmis er atriðið Rhett og Scarlett eru að flýja úr bænum og allt brennur snilld, hvernig þetta er gert veit ég ekki, kanski þetta sé gert í alvurunni, eða bara á litlum módelum. þetta er allt svo raunverulegt og eitt er víst að engar tölvur voru notaðar við gerð þessara myndar.


Myndin fjallar aðalega um ástarmál Scarlett O´Hara sem leikin er af Vivien Leigh. Hún er þessi stelpa sem getur náð í alla menn sem hana langar í........... nema einn og auðvitað heldur hún að hún sé ástfangin af þessum eina. Þessi eini er Ashley Wilkes sem er leikinn af Leslie Howard.

Myndin gersit á tímum þrælastríðsins í Bandaríkjunum. Það sjást ekki neinar orustur í myndinni en það er einblínt á líf fólksins fyrir utan stríðsin, t.d kvennana og barnanna.


Þessi mynd fær án efa Fjórar stjörnur hjá mér fyrir að vera ein af betri myndum kvikmyndasögurnar.



Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

BESTA kvikmynd tuttugustu aldarinnar ásamt Casablanca. Einstök og fágæt gullaldarklassík sem er mesta meistarastykki kvikmyndasögunnar og skartar þeim Vivien Leigh og Clark Gable í hlutverkum elskandanna Scarlett O´Hara og Rhett Butler. Vivien Leigh fékk óskarsverðlaunin fyrir einstaka túlkun sína á kjarnakonunni Scarlett, sem er ein af bestu ímyndum nútímakonunnar. Gable fer ekki síður á kostum og eru þau hér sínum allra frægustu kvikmyndahlutverkum. Kvikmynd sem verður alltaf meistarastykki, og þar hjálpar allt til; einstök leikstjórn, mjög gott handrit, góð tónlist, einstök myndataka og stórleikur allra aðalleikaranna. Aðrir aðalleikarar myndarinnar eru ekki af verri endanum og nægir þar að nefna þau Oliviu De Havilland, Leslie Howard, Hattie McDaniel og Thomas Mitchell, en þau fara öll á kostum í hlutverkum sínum. Hattie McDaniel hlaut óskarinn fyrir einstaka túlkun sína á vinnukonunni Mammy. Hér er rakinn á meistaralegan hátt glæsileiki Suðurríkjanna, fall þeirra og niðurlæging. Allt er baðað rómantík og sögulegum mikilleika. Sagan sem kvikmyndin er byggð á er byggð á skáldsögu bandarísku skáldkonunnar Margaret Mitchell, og er hún mest selda og ein allra besta skáldsaga aldarinnar og gerði hún hana heimsfræga á einni nóttu. Sögusvið myndarinnar er Suðurríki Bandaríkjanna, fyrir og eftir hina örlagaríku og blóðugu borgarastyrjöld sem breytti sögu Bandaríkjanna svo um munaði. Aðalsöguhetjan er Scarlett O´Hara, sem glímir við stríðið og átökin á eftirminnilegan hátt. Hér er á ferðinni ódauðleg og einstök kvikmynd sem er hreint eitt af mestu stórvirkjum í sögu kvikmyndanna. Hún hreppti alls tíu óskara árið 1939, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir meistaralega leikstjórn Victor Fleming, fyrir leik Leigh og McDaniel, fyrir tónlistina undurfögru og síðast en ekki síst fyrir hið einstaka kvikmyndahandrit byggt á sögu Margaret Mitchell. Ég gef "GONE WITH THE WIND" fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni. HÚN ER LANGBESTA KVIKMYND TUTTUGUSTU ALDARINNAR!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.02.2021

Pólitísk skautun í WandaVision

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélagin...

31.12.2020

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikko...

27.03.2019

Avengers: Endgame verður lengsta Marvel myndin

Samkvæmt fréttum af ýmsum vefmiðlum, þar á meðal The Independent, þá hafa upplýsingar um lengd næstu Avengers myndar, Avengers: Endgame, lekið út, og miðað við þær upplýsingar sem nú liggja fyrir þá verður myndin sú lengsta í Marvel Cinamatic Universe flokknum. ...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn