Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Gone with the wind
Ef ég ætti að lýsa þessari mynd í einu orði væri orðið einfaldlega meistaraverk.
Það er allt bókstaflega fullkomið, leikurinn er frábær hjá þeim Clark Gable, Vivien Leigh, Leslie Howard og öllum hinum.
Leikstjórnin er frábær en myndinni leikstýrir Victor Fleming, og enginn getur sagt að hann hafi staðið sig illa við að leykstýra þessari mynd, þvílík frammistaða!!
Sviðsmyndin er ein sú flottasta sem ég hef séð, hún er ótrúleg. Myndin er gerð árið 1939 en það sést sko ekki, til dæmis er atriðið Rhett og Scarlett eru að flýja úr bænum og allt brennur snilld, hvernig þetta er gert veit ég ekki, kanski þetta sé gert í alvurunni, eða bara á litlum módelum. þetta er allt svo raunverulegt og eitt er víst að engar tölvur voru notaðar við gerð þessara myndar.
Myndin fjallar aðalega um ástarmál Scarlett O´Hara sem leikin er af Vivien Leigh. Hún er þessi stelpa sem getur náð í alla menn sem hana langar í........... nema einn og auðvitað heldur hún að hún sé ástfangin af þessum eina. Þessi eini er Ashley Wilkes sem er leikinn af Leslie Howard.
Myndin gersit á tímum þrælastríðsins í Bandaríkjunum. Það sjást ekki neinar orustur í myndinni en það er einblínt á líf fólksins fyrir utan stríðsin, t.d kvennana og barnanna.
Þessi mynd fær án efa Fjórar stjörnur hjá mér fyrir að vera ein af betri myndum kvikmyndasögurnar.
BESTA kvikmynd tuttugustu aldarinnar ásamt Casablanca. Einstök og fágæt gullaldarklassík sem er mesta meistarastykki kvikmyndasögunnar og skartar þeim Vivien Leigh og Clark Gable í hlutverkum elskandanna Scarlett O´Hara og Rhett Butler. Vivien Leigh fékk óskarsverðlaunin fyrir einstaka túlkun sína á kjarnakonunni Scarlett, sem er ein af bestu ímyndum nútímakonunnar. Gable fer ekki síður á kostum og eru þau hér sínum allra frægustu kvikmyndahlutverkum. Kvikmynd sem verður alltaf meistarastykki, og þar hjálpar allt til; einstök leikstjórn, mjög gott handrit, góð tónlist, einstök myndataka og stórleikur allra aðalleikaranna. Aðrir aðalleikarar myndarinnar eru ekki af verri endanum og nægir þar að nefna þau Oliviu De Havilland, Leslie Howard, Hattie McDaniel og Thomas Mitchell, en þau fara öll á kostum í hlutverkum sínum. Hattie McDaniel hlaut óskarinn fyrir einstaka túlkun sína á vinnukonunni Mammy. Hér er rakinn á meistaralegan hátt glæsileiki Suðurríkjanna, fall þeirra og niðurlæging. Allt er baðað rómantík og sögulegum mikilleika. Sagan sem kvikmyndin er byggð á er byggð á skáldsögu bandarísku skáldkonunnar Margaret Mitchell, og er hún mest selda og ein allra besta skáldsaga aldarinnar og gerði hún hana heimsfræga á einni nóttu. Sögusvið myndarinnar er Suðurríki Bandaríkjanna, fyrir og eftir hina örlagaríku og blóðugu borgarastyrjöld sem breytti sögu Bandaríkjanna svo um munaði. Aðalsöguhetjan er Scarlett O´Hara, sem glímir við stríðið og átökin á eftirminnilegan hátt. Hér er á ferðinni ódauðleg og einstök kvikmynd sem er hreint eitt af mestu stórvirkjum í sögu kvikmyndanna. Hún hreppti alls tíu óskara árið 1939, þ.á.m. sem besta kvikmynd ársins, fyrir meistaralega leikstjórn Victor Fleming, fyrir leik Leigh og McDaniel, fyrir tónlistina undurfögru og síðast en ekki síst fyrir hið einstaka kvikmyndahandrit byggt á sögu Margaret Mitchell. Ég gef "GONE WITH THE WIND" fjórar stjörnur og mæli eindregið með henni. HÚN ER LANGBESTA KVIKMYND TUTTUGUSTU ALDARINNAR!
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Loew's Inc.
Kostaði
$4.000.000
Tekjur
$402.352.579
Vefsíða:
warnervideo.com/gonewiththewind
Aldur USA:
G