Náðu í appið
Greenberg

Greenberg (2010)

"He's got a lot on his mind."

1 klst 47 mín2010

Myndin segir frá Roger Greenberg, einstæðum, fertugum manni sem er á krossgötum í lífinu.

Rotten Tomatoes76%
Metacritic76
Deila:
12 áraBönnuð innan 12 ára
Ástæða:KynlífKynlífVímuefniVímuefniBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Myndin segir frá Roger Greenberg, einstæðum, fertugum manni sem er á krossgötum í lífinu. Bróðir hans fær hann til að gæta heimilis síns í Los Angeles í sex vikur á meðan hann fer í frí, en bróðirinn er alger andstæða Greenbergs, giftur fjölskyldumaður sem gengur afar vel í lífinu. Þegar til Los Angeles er komið reynir Greenberg að tengjast gömlum kunningjum á ný, þar á meðal fyrrum hljómsveitarfélaganum Ivan (Rhys Ifans). Hins vegar gera fráhrindandi lífsviðhorf Greenbergs það að verkum að þær tilraunir ganga illa. Það er ekki fyrr en hann hittir aðra týnda sál í aðstoðarkonu bróður hans og upprennandi söngkonunni, Florence (Greta Gerwig), sem eitthvað jákvætt virðist loks hafa gerst í lífi Greenbergs. En það er ekki víst að hann vilji horfast í augu við það.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Focus FeaturesUS
Scott Rudin ProductionsUS
Twins FinancingUS