Náðu í appið
Of Mice and Men

Of Mice and Men (1939)

"A mighty novel! A sensational stage success! Now! The year's most important picture!"

1 klst 46 mín1939

Sagan fjallar um sérstakt samband tveggja farandverkamanna, Georgs og Lenna, sem dreymir um að eignast eigið heimili, litla jörð með svolitlu húsi.

Rotten Tomatoes100%
Metacritic89
Deila:
7 áraBönnuð innan 7 ára

Söguþráður

Sagan fjallar um sérstakt samband tveggja farandverkamanna, Georgs og Lenna, sem dreymir um að eignast eigið heimili, litla jörð með svolitlu húsi. Draumurinn virðist hins vegar ansi fjarri því að rætast vegna þess að þeim gengur illa að safna peningum í vinnumennskunni. Ástæðan er ekki bara sú að þeir eyða hýrunni yfirleitt í vín og víf, heldur eiga þeir líka erfitt með að tolla í vinnu. Lenni, sem er risastór og afskaplega einfaldur rumur, á það til að koma þeim í klandur með aulaskap sínum. Georg hefur iðulega tekist að koma þeim úr klípunni en hann gætir Lenna eins og bróður síns. Þegar þeir ráða sig á stórbýli í Kaliforníu leggur hann hins vegar hart að honum að forðast vandræði, hann á að þegja svo menn komist ekki að því hve heimskur hann er og fara út í horn ef eitthvert vesen er í uppsiglingu. Allt gengur vel framan af og þeir komast meira að segja í kynni við mann sem á töluverða peninga og vill vera með þeim í að kaupa jörð. Vonir Georgs og Lenna taka því að glæðast um að draumur þeirra rætist. Kálið er hins vegar ekki sopið þótt í ausuna sé komið.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Framleiðendur

Hal Roach StudiosUS