Náðu í appið
After.Life

After.Life (2009)

Afterlife

"Life is the symptom. Death is the cure."

1 klst 44 mín2009

Spennutryllirinn After.Life segir frá Önnu (Christina Ricci), sem lendir í hræðilegu bílslysi en vaknar við það að útfararstjórinn Eliot Deacon (Liam Neeson) er að undirbúa...

Rotten Tomatoes24%
Metacritic36
Deila:
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:KynlífKynlífBlótsyrðiBlótsyrði

Söguþráður

Spennutryllirinn After.Life segir frá Önnu (Christina Ricci), sem lendir í hræðilegu bílslysi en vaknar við það að útfararstjórinn Eliot Deacon (Liam Neeson) er að undirbúa líkama hennar fyrir jarðarför sína. Hin ringlaða, skelfingu lostna og mjög svo lifandi Anna trúir ekki að hún sé dáin, þrátt fyrir að Eliot reyni af öllum mætti að sannfæra hana um að þetta sé einungis skref á leiðinni til handanheimsins. Hann nær að sannfæra hana um að hann geti talað við hina framliðnu og sé sá eini sem geti hjálpað henni að sætta sig við dauða sinn. Anna er föst á útfararheimilinu og þarf að horfast í augu við sinn dýpsta ótta til að öðlast frið, en á sama tíma er kærasti Önnu, Paul (Justin Long), farinn að efast um heilindi Eliots og hefur einsett sér að komast til botns í málinu og bjarga Önnu áður en útförin fer fram, en það gæti verið of seint...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Paul Vosloo
Paul VoslooHandritshöfundurf. -0001
Jakub Korolczuk
Jakub KorolczukHandritshöfundurf. -0001

Framleiðendur

Lleju Productions
Harbor Light EntertainmentUS
Plum PicturesUS