Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Batman: Mask of the Phantasm 1993

Fannst ekki á veitum á Íslandi
76 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 65
/100

Batman (Kevin Conroy) er eftirlýstur fyrir morð sem eru framinn af nýrri ofurhetju, the Phantasm (Stacy Keach). Batman reynir að laga orðspor sitt á meðan við sjáum hin mismunandi stig í lífi Bruce Waynes, frá æsku upp í táningarár og byrjunarstig Batmans.

Aðalleikarar

Handrit

Allt of gleymd mynd
Batman: Mask Of The Phantasm er eina teiknimyndin um Batman sem fór í bíó í staðinn fyrir að fara beint á DVD. Því miður var myndin ekki vinsæl þá en sem betur fer hefur hún fengið góðan cult-status síðan þá. Myndin er, samt sem áður, með vanmetnustu Batman-myndunum, því ég hef lítið tekið eftir að það sé talað um hana þegar talað er um myndir um Batman. Oftast er talað um hversu góðar myndirnar frá Burton/Nolan eru eða hversu lélegar Schumacher myndirnar voru. Þessi er oft gleymd í þessum umræðum plús myndirnar sem fóru beint á DVD (og af þeim hef ég bara séð eina: Behind The Red Hood, sem var með bestu myndum sem ég sá árið 2010). Að mínu mati er Mask Of The Phantasm þriðja besta myndin um leðurblökuna, á eftir Batman '89 og The Dark Knight. Skemmtileg tilviljun að bestu Batman myndirnar hafa allar Joker (þar að auki Behind The Red Hood).

Myndin kom á milli Batman Returns og Batman Forever. Þrátt fyrir að hún sé ekki alveg eins myrk og Returns þá er fyndið að teiknimyndin sé myrkari og tekur áhorfandann sinn alvarlegar heldur en live-action myndin Batman Forever.

Söguþræðir myndarinnar eru skiptir í tvennt, annar af þeim fjallar um fortíð Batman og hversu nálægt hann hefði getað lifað venjulegu lífi og hinn fjallar um morðráðgátu á nokkrum glæpamönnum og er Batman grunaður um það. Báðar af þessum sögum tengjast vel hvor annarri og er hvorug minnkuð svo að hin fái að vera meiri eða mikilvægari. Báðar eru líka vel gerðar og minnkaði áhugi minn á sögunum ekkert út myndina. Spennuatriðin voru mjög vel gerð og stíllinn sem myndin hefur er drulluflottur (skemmtilega noir legur).

Myndin hefur nýtt illmenni sem heitir Phantom, og fyrir illmenni sem gerir ekkert annað en að drepa nokkra menn og hverfa í reyk, þá var hann mjög eftirminnilegur og mjög áhugaverður eftir að pælingar yfir hver hann var, fara að koma. Myndin kynnir líka Andrea Beaumont, fyrrverandi unnustu Bruce, sem tengist morðráðgátunni vel. Aðrir gamlir karakterar eins og Batman, Alfred og Joker skilja líka mikið eftir sig.

Raddleikurinn er mjög góður. Allir karakterar úr þáttunum sem myndin er byggð á leika sinn karakter vel, til dæmis Kevin Conroy sem Batman og Efrem Zimbalist, Jr. sem Alfred. Mark Hamill stelur samt senunni sem Joker, sem hefur fullkomna blöndu af því að vera mjög fyndin og mjög ógnvekjandi. Eins og aðrar útgáfur af þessum karakter er hann líka algjörlega ófyrirsjáanlegur og með stór plön.

Ef það er eitthvað sem mér fannst vera að myndinni þá er það að hún hefði getað verið lengri og komið með meiri smáatriði (fannst til dæmis vanta meira hvernig Andrea vissi hver Batman væri). Myndin er ekki einu sinni 80 mínútur. Samt sem áður er þetta 3ja besta Batman-mynd sem ég hef séð.

8/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn