Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Marine 2 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi
95 MÍNEnska

The Marine 2 segir frá Joe Linwood (Ted DiBiase Jr.), afar snjallri leyniskyttu úr Bandaríkjaher, sem hefur fengið langþráð frí frá vígvellinum eftir langa veru þar. Hann ákveður því að skella sér í frí ásamt eiginkonunni Robin Linwood (Lara Cox), og þau koma sér fyrir á glæsilegu fimm stjörnu hóteli í þekktri sumarleyfisparadís. Þau njóta þó lífsins... Lesa meira

The Marine 2 segir frá Joe Linwood (Ted DiBiase Jr.), afar snjallri leyniskyttu úr Bandaríkjaher, sem hefur fengið langþráð frí frá vígvellinum eftir langa veru þar. Hann ákveður því að skella sér í frí ásamt eiginkonunni Robin Linwood (Lara Cox), og þau koma sér fyrir á glæsilegu fimm stjörnu hóteli í þekktri sumarleyfisparadís. Þau njóta þó lífsins ekki lengi þar, því stuttu eftir komuna gera uppreisnarmenn árás á hótelið og taka forríkan eiganda þess í gíslingu ásamt fjölda gesta, en þar á meðal er Robin. Þessir uppreisnarmenn sýna fljótlega að þeim er full alvara með hótanir sínar um að drepa gísla fái þeir ekki sínu framgengt, þannig að Joe ákveður að taka málin í sínar hendur til að bjarga Robin, hóteleigandanum og hinum gestunum. Því er ljóst að uppgjörið milli Joe og hermdarverkamannanna verður ansi blóðugt.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn