Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Desperado 1995

(El Mariachi 2)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

He came back to settle the score with someone. Anyone. EVERYONE.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 70% Critics
The Movies database einkunn 55
/100
Salma Hayek og Antonio Banderas tilnefnd til MTV verðlauna fyrir besta koss í kvikmynd.

Myndin er framhald myndarinnar El Mariachi. Hún byrjar á því þegar farandsöngvari er tekinn í misgripum fyrir leigumorðingja og flækist þar með inn í flókinn vef ástar, spillingar og dauða. Í þetta sinn ætlar hann að hefna fyrir morðið á ástkonu sinni og limlestingu á höndinni á honum sem átti sér stað í fyrri myndinni. Í myndinni láta margir lífið... Lesa meira

Myndin er framhald myndarinnar El Mariachi. Hún byrjar á því þegar farandsöngvari er tekinn í misgripum fyrir leigumorðingja og flækist þar með inn í flókinn vef ástar, spillingar og dauða. Í þetta sinn ætlar hann að hefna fyrir morðið á ástkonu sinni og limlestingu á höndinni á honum sem átti sér stað í fyrri myndinni. Í myndinni láta margir lífið og inn í söguna blandast falleg kona sem vinnur fyrir eiturlyfjabaróninn á staðnum, en allt endar þetta svo í blóðugum lokabardaga.... minna

Aðalleikarar


Snilldarmynd. Framhaldið af El Mariachi er ekkert síðra en forverinn, er jafnvel betri. Antonio Banderas er kominn í hlutverk El Mariachi og er hann alveg tilvalinn í þessu hlutverki. Svo er Salma Hayek alltaf jafn glæsileg og er mjög fín í hlutverki bókasafnskonunnar. Hefur virkilega mikinn action, mikið af sprengingum og er afbragðsskemmtun fyrir alla sem fíla alvöru action myndir. Soldið ógeðsleg, og þá sérstaklega í bardagaatriðinu þar sem eitt atriðið getur farið í veikt fólk. En samt snilldarverk og ein af betri myndum Rodriguez til þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var að versla í kolaportinu nokkrar myndbandsspólur á tilboði og Desperado var ein af þeim. Ég hafði ekki séð hana lengi og vildi endurnýja kynnin. Skemmtileg er hún og betri heldur en Once upon a time in Mexico(myndin sem fylgdi á eftir)en alls ekki gallalaus, myndin verkar á köflum ekki alveg nógu sannfærandi og handritið er skrifað á frekar flatan hátt. Myndin reynir að fá okkur til að hlæja öðru hvoru en því miður byggjast alltof margir brandarar á bjór sem bragðast eins og hland. En það er bætt upp með kraftmiklum hasar sem er gaman að horfa á og í hófi er fókuserað á ýmisskonar smáatriði sem telst nú varla neitt annað en gott. Antonio Banderas er skemmtilegur leikari og er svalur hér en hann tekur ekki að sér nógu fjölbreytt hlutverk og vona ég nú að hann fari að bæta úr því. Svo koma Quentin Tarantino og Steve Buscemi sterkir inn og slá ekki feilnótu. Niðurstaðan er sú að Desperado er hasarhlaðin tveggja og hálfrar stjörnu skemmtun og er áhorfsins verð. Án alls vafa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Desperado er mynd númer tvö af öllum þrem El Mariachi myndunum og fyrsta heitir einfaldlega El Mariachi, svo þessi Desperado og svo Once Apon A Time In Mexico sem er þriðja myndin. Ég bara séð tvær El Mariachi myndir og það voru Desperado og Once apon a time in mexico. Að mínu mati finnst mér Desperado vera betri en hin en samt finnst mér Once apon a time in mexico vera góð. Quentin Tarantino kemur aðeins inní myndina og segir einn góðan brandara og ekki neitt meira. Brandarinn hljómaði svona: Maður kemur inná bar og segir við barþjóninn að setja glas á endanum á barborðinu, svo segir hann ég ætla að veðja upp á 50 dollara að ég gæti pissað frá hinum endanum á barborðinu í glasið sem er á hinum endanum. Barþjónnin tekur veðmálinu og maðurinn fer upp á borðið og mígur yfir allt borðið og barstólana og yfir allan barþjóninn og svo þegar maðurinn er búinn þá brosir hann. Þá sagði barþjóninn af hverju ertu svona glaður þú tapaðir 50 dollurum, þá sagði maðurinn sérðu mannin þarna ég gerði veðmál við hann upp á 500 dollara og ég gæti migið yfir allan barinn og barþjóninn og þú yrðir glaður yfir því. Quentin Tarantino er snillingur ég gaf þessari mynd hálfa stjörnu í viðbót útaf því að Quentin Tarantino var í þessari mynd. Þessi mynd fjallar um mann(Antonio Banderas) sem er að leita af manni sem heitir Bucho(Joaquim de Almeida) sem drap konu hans fyrir löngu síðan og hann ætlar að drepa hann. Aðalhlutverk: Antonio Banderas(The Mask Of Zorro), Salma Hayek(From Dusk Till Dawn) og Joaquim de Almeida, ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Desperado er mjög góð og þétt spennumynd. Antonio Banderas skilur sínu en ég hefði viljað sjá meira af Steve Buschemi. Frábær mynd fyrir spennufíkla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Robert Rodriguez er snillingur. Desperado er frábær mynd. Alveg rosalega over-hyped. Eitt skot í mann og hann flýgur 10 metra í burtu, fyndið en á að vera það. Húmorinn er snilld, gaman að sjá Quentin Tarantino í cameo fyrri hluta myndarinnar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.05.2021

Þessar framhaldsmyndir eru betri en þær fyrri

Kvikmyndalistformið hefur nú verið til í á annað hundrað ár og enn virðist fólk vera þeirrar skoðunar að framúrskarandi framhaldsmyndir séu fágætar. Góð framhaldsmynd er oftast nær verk sem byggir ofan á þa...

10.12.2020

Zorro í nútíma útfærslu

Kvikmyndagerðarmaðurinn Robert Rodriguez mun framleiða endurræsingu um hina fornfrægu hetju alþýðunnar, Zorro. Verkefnið vinnur hann í samstarfi við Rebeccu Rodriguez, sem kemur til með að leikstýra, og hina góðkunnu Sofi...

15.04.2020

Framhaldsmyndir sem toppa forvera sína

Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Gunn er þekktur fyrir að láta ýmis orð falla á samskiptamiðlinum Twitter (meira um það hér) og er öruggt að fullyrða það að aðgangurinn hans er afar virkur - oft þr...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn